Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Janúar

03.01.2014 13:20

Ver

Ver NS 400 siglir hér úr höfn í Reykjavík í þessu líka dásemdarveðri. Áður Sigurjón GK 49 en upphaflega Ágúst Guðmundsson II GK 94. Þegar báturinn, sem smíðaður var í Danmörku 1963, var seldur vestur á Flateyri (reyndar bátaskipti) fékk hann nafnið Jónína ÍS 93. Næst varð hann Jóhannes Ívar KE 85 og loks Júlíus ÁR 111. Man ekki eftir að hafa séð hann sem Júlíus en báturinn var úreltur um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. 

963. Ver NS 400 ex Sigurjón GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

02.01.2014 20:59

Jón Bjarnason og Bjarnarvík

Hér liggja saman við Grandann  Jón Bjarnason SF 3 og Bjarnarvík ÁR 13. Báðir enduðu hér fyrir norðan og Bjarnarvíkin sem fékk nafnið Daníel SI bar beinin á Siglufirði. Jón Bjarnason fékk nafnið Hafbjörg og var síðar seldur úr landi.

62. Jón Bjarnason SF 3 - 482. Bjarnarvík ÁR 13. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

02.01.2014 20:36

Geiri Péturs

Fyrsta mynd ársins 2014 var tekin haustið 1986 og sýnir Geira Péturs ÞH 344 koma heim eftir vel heppnaða síldarvertíð.

1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK. © EKS 1986.
Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is