Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Janúar

31.01.2014 21:58

Björn Hólmsteinsson

Hólmsteinn Helgason ehf. á Raufarhöfn keypti á dögunum Sæborgu SU og hefur báturinn fengið nafnið Björn Hólmsteinsson ÞH 164. Þessa mynd af bátnum tók ég í maímánuði 2005 þegar hann var nýr og Óskar Guðmundsson sigldi honum í sýningarferð um landið. Þá hét hann Anna GK 540.

2641. Anna GK 540. Í dag Björn Hólmsteinsson ÞH 164. © Hafþór 2005.

 

 

30.01.2014 18:59

Víkingur

Ein mynd til viðbótar af Víkingi AK.

220. Víkingur AK 100. © Börkur Kjartansson 2013.

 

 

30.01.2014 18:49

Sighvatur Bjarnason

Eins og sagði við mynd hér að neðan þá var oft þröngt á þingi á loðnumiðunumsl. vetur. Hér eru tvær myndir sem Börkur Kjartansson tók þegar þeir á Lundey NS voru að draga og Sighvatur Bjarnason VE kastaði við hlið þeirra. 

2281. Sighvatur Bjarnason VE 81 ex Gunnar Langva. © Börkur 2013.

 

 

 

 

 

30.01.2014 17:09

Malene S og Börkur

Norska uppsjávarveiðiskipið Malene S og Börkur NK komu til Akureyrar í dag og tók Siggi Davíðs þessar myndir við það tækifæri. Sagan segir að Síldarvinnslan og  Skarungen AS hyggi á skipaskipti. 

Malene S H-128-SV. © Sigurður Heiðar Davíðsson 2014.

 

                                          2827. Börkur NK 122 ex Torbas SF-99-V. © SHD 2014.

 

 

 

 

29.01.2014 23:20

Kokkurinn á Kibbunni

Einar Geirdal var kokkur á Kibbunni um árið og einnig rúllumaður góður. Hér er hann með tvo væna sem að öllum líkindum hafa farið í salt.

Einar Geirdal. © Hreiðar Olgeirsson 1982.

 

 

29.01.2014 20:14

Þröngt á þingi

Það er oft þröngt á þingi á loðnumiðunum eins og þessi mynd Barkar Kjartanssonar frá því í fyrravetur sýnir. 

Á loðnumiðunum 2013. © Börkur Kjartansson.

 

 

28.01.2014 22:32

Beitir

Hér kastar Beitir nótinni á loðnuvertíðinn 2013. Nú er hann horfinn af íslenskri skipaskrá blessaður og heitir Gardar hjá frændum okkar í Noregi.

2730. Beitir NK 123 ex Margrét EA. © Börkur Kjartansson 2013.

27.01.2014 22:40

Júpíter hinn færeyski

Júpíter hinn færeyski siglir hér Íslandssjó fyrir ári síðan. Smíðaður 1994 í Noregi.

XPRG. Júpíter KG 42. © Börkur Kjartansson 2013.

27.01.2014 15:01

Norðborg

Hin færeyska Norðborg frá Klakksvík er hér á loðnumiðunum við Ísland. Tekið fyrir tæpu ári síðan úr Lundey NS og ljósmyndarinn Börkur Kjartansson vélstjóri frá Hraunkoti í Aðaldal. Norðborgin er glæsileg að sjá, smíðuð í Asmarskipasmíðastöðinni Síle árið 2008.

XPYG. Norðborg KG 689. © Börkur Kjartansson 2013.

 

 

26.01.2014 13:38

Sigurður

Sigurður VE 15 á loðnumiðunum árið 2012. Hann er horfinn þessi gamli höfðingi eftir mikla og dygga þjónustu við Íslansdstrendur og víða.

183. Sigurður VE 15 ex RE 4. © Börkur Kjartansson 2012.

26.01.2014 13:26

Víkingur

Víkingur AK á miðunum. Börkur Kjartansson tók þessa mynd, annað hvort 2012 eða 13. Flott mynd af þessu aflaskipi sem smíðað var í Þýskalandi 1960.

220. Víkingur AK 100. © Börkur Kjartansson.

26.01.2014 12:22

Birtingur

Börkur Kjartansson tók þessa mynd í fyrra af Birtingi NK kasta nótinni. Áður Börkur eins og við vitum flestir (áhugamenn um skip og báta) en upphaflega Devonshire Bay. Amk. eitthvað af honum. Til skemmtunar má benda á manninn í gula gallanum upp á toggálganum en þar er á ferðinni félagi Þorgeir Baldursson.

1293. Birtingur NK 124 ex Börkur NK. © Börkur Kjartansson 2013.

 

 

25.01.2014 21:06

Snæfell

Held að þetta sé eina myndinsem ég á af þessum togara með þessu nafni sem var hans upphaflega nafn. Sem hann bar þó ekki lengi. Snæfell EA var smíðað í Flekkefjörd 1988 og fékk fljótlega nafnið Hrafn Sveinbjarnarson GK sem hann ber enn í dag. 

1972. Snæfell EA 740. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

25.01.2014 20:39

Sigurfari

Hér er Sigurfari ÓF að draga netin. Mig minnir að þetta sé tekið hér út í Skjálfandadýpi. Alltént hér fyrir norðan. Upphaflega Sigurborg SI og síðast Stafnes KE. Önnur nöfn Hrönn, Freydís, Andvari og Friðrik Sigurðsson.

980. Sigurfari ÓF 30 ex Friðrik Sigurðsson. © Hafþór Hreiðarsson.

25.01.2014 20:21

Þrír rauðir

Þrír rauðir við bryggju í Reykjavík. Innstur er Stakkavík, þá Jóhann Gíslason og ystur Guðmundur Kristinn.  Boizenburg, Harstad og Flekkefjörd. Er það ekki annars ?

Þrír rauðir við Grandann. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

Flettingar í dag: 588
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399682
Samtals gestir: 2008177
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:46:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is