Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Desember

08.12.2013 12:48

Hólmaborg

Hólmaborgin kom eitt sinn og landaði rækju hérá Húsavík. Tók myndir er hún kom og fór enda var stutt stoppað. Upphaflega Eldborg HF eins og flestir vita en Jón Kjartansson í dag. Mikið breyttur.

1525. Hólmaborg SU 11 ex Eldborg HF. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

07.12.2013 19:58

Fanney

Fanney ÞH 130 að koma að landi á Húsavík fyrir margt löngu. Þarna er hún að koma úr netaróðri en eins og margir vita er hún komin heim aftur og siglir með ferðamenn á hvalaslóðir.

1445. Fanney ÞH 130. © Hafþór Hreiðarsson.

 

                                                        1445. Fanney ÞH 130. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

07.12.2013 12:12

Rauður litur allsráðandi

Hér er rauður litur allsráðandi og ekki að ástæðulausu, einfaldlega fallegasti bátaliturinn  að mínu mati. Og þá er ég að tala um stálbáta. Geiri Péturs, Þórunn Havsteen, Kolbeinsey og Júlíus Havsteen. Kristbjörgin utan á L-inu.

Húsavíkurhöfn á árum áður. © Hafþór Hreiðarsson.

07.12.2013 11:36

Geiri Péturs

Geiri Péturs, sá númer tvö í röðinni, kemur hér til hafnar á Húsavík. Var að koma úr slipp á Akureyri. Var keyptur frá Noregi 1987 þar sem heimahöfn hans var Tromsö. Seldur aftur til Noregs þegar Skúmurinn var keyptur og eftir því sem Óskar Franz sagði mér hefur hann átt heimahöfn í Tromsö síðan. Sem sagt tvær heimahafnir á tæpum þrjátíu árum í tveim löndum.  Var smíðaður í Vestnes (Aas) 1984. Er í dag í eigu Hermes A/S í Tromsö og heitir Hermes II F-93L.

1825. Geiri Péturs ÞH 344 ex Rosvik. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

07.12.2013 11:19

Snæfugl

Snæfugl SU kom til Húsavíkur sumarið 2003 og smellti ég þessari mynd af honum við það tækifæri. Upphaflega Börkur NK frá Neskaupsstað en þegar þarna var komið var búið að breyta honum í brunnbát fyrir fiskeldi..

1020. Snæfugl SU 20 ex Guðmundur Ólafur II ÓF. © Hafþór 2003.

07.12.2013 11:01

Húsavíkurhöfn

Tók þessa í gærkveldi, búið að setja upp seríuna á Heru. Alltaf gaman að sjá bátana prýdda jólaljósum. Tala nú ekki um þá báta sem hafa bátslag.

Við Húsavíkurhöfn í gærkveldi. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

07.12.2013 10:43

Arnar

Pétur Helgi Pétursson tók þessa mynd af Arnari ÁR í Breiðafirði á vetrarvertíð 1985. Arnar var upphaflega RE, síðan HU og loks ÁR. Smíðaður í Noreg , Harstad sýnist mér, árið 1964. Blikaútgerðin skipti á bát við Auðbjörgu hf. og var Arnar seldur til Svíþjóðar 1988 og endurnýjunarrétturinn notaður í nýjan Blika EA.

234. Arnar ÁR 55 ex HU 1. © Pétur Helgi 1985.

 

 

06.12.2013 16:00

Hrafn Sveinbjarnarson

Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 í innsiglingunni til Grindavíkur. Einn átján bræðra og systra, síðar Sæljón og Sjöfn. Saxhamar í dag.

1028. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

05.12.2013 22:20

Rán

Rán KE 37 að koma til hafnar í Njarðvík í den. Báturinn var smíðaður á Ísafirði 1958 og fékk nafnið Rán ÍS 51. Nafnið bar báturinn alla tíð en hann var úreltur 1988, ekki mörgum árum eftir að ég tók þessa mynd. Hann náði þó að verða BA eftir að ég tók hana og það 57. En AK var hann lengi áður en hann varð KE, fyrst Ak 304 og síðan 34 og þannig man ég hann fyrst. Í Þorlákshöfn 1982.

728. Rán KE 37 ex AK 34. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

05.12.2013 22:02

Harpa II

Harpa II GK 101 í innsiglingunni til Grindavíkur. Upphaflega Höfrungur AK, smíðaður á Akranesi 1955. Seldur til Grindavíkur í desember 1975, kaupandi Gullvík hf. sem nefndi bátinn Hörpu GK 111. Varð Harpa II GK 101 síðla árs 1984 en þessi mynd er tekin að mig minnir haustið 1985. 

597. Harpa II GK 101 ex Harpa GK 111. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

05.12.2013 21:55

Kristbjörg í bak og stjór

Kristbjörg ÞH á Eyjafirði eftir skveringu. Hringur tekinn fyrir strákinn og myndað á bæði borð. Upphaflega Sóley ÍS frá Flateyri. Röst SK í dag.

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 244. © Hafþór Hreiðarsson.

 

           1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 244. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

05.12.2013 21:20

Guðfinna Steinsdóttir

Hér kemur mynd af Guðfinnu Steins sem ég hef birt áður að ég held. Set hana þó fram aftur enda búinn að laga aðeins kusk og annað sem ekki á að vera á henni. Þeir eru að flagga íslenska fánanum kallarnir á Guðfinnu nýkoir ti hafnar í Þorlákshöfn. Ég giska á að myndin sé tekin 1. maí 1982 en hana tók Hreiðar Olgeirsson sem þá var með Kristbjörgu ÞH á netaveiðum þar syðra. Jósef Geir er líka með fánann uppi.

1510. Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 ex Sigurbára VE. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

05.12.2013 17:19

GPG kaupir Tuma

GPG Seafood hefur keypt krókaaflamarksbátinn Tuma EA og á hann að koma í stað Bjargeyjar ÞH frá Raufarhöfn sem gengur upp í kaupin. 

2786. Tumi EA 84 ex Mars EA. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

 

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is