Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Desember

24.12.2013 12:59

Jökull

Tók þessa mynd af Jökli frá Raufarhöfn í morgun. Jólaserían kom upp korter í jól og setur svip á höfnina. 

Jökull ÞH í jólafötunum. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

24.12.2013 12:35

Sighvatur

Sighvatur GK liggur hér á Húsavík yfir hátíðarnar með sína grænu jólaseríu. Talandi up prýði af jólaseríum þá á það ekki endilega alltaf við. En misjafn er smekkur manna. Tók þessa mynd í morgun.

Sighvatur með þá grænu uppi við © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

24.12.2013 12:11

Árni á Eyri

Þá er serían komin upp á Árna á Eyri og tók ég þessa mynd í morgun.

Árni á Eyri ÞH 205 í jólabúningnum. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

21.12.2013 23:19

Barmur kominn í jólaskap

Jólaljósin komu upp á bátum Barms ehf. í kvöld. Fór og myndaði þrátt fyrir örlítinn úrkomuvott. Ekki víst að það gefi veður til svona myndatöku á næstunni, amk. ekki á Aðfangadag, Jóladag og annan. Sigrún Hrönn sá stærri, Asdís sá minni.

Bátar Barms ehf. komnir með jólaseríurnar. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

21.12.2013 19:20

Háey II

Það fylgdi með í fréttatilkynningu Sævars, sem segir frá í færslunni hér að neðan, að Addi Júl og hans menn á Háey II væru búnir að koma jólaseríunni upp.

Háey II ÞH í Húsavíkurhöfn í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

21.12.2013 19:14

Sæunn

Fékk fréttatilkynningu nú síðdegis frá Sævari Guðbrands eiganda Sæunnar að jólaserían væri komin upp. Því var skundað niður að höfn og smellt af.

Sæunn ÞH í jólabúningnum. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

21.12.2013 11:38

Séð yfir höfnina

Tók þessa í morgun en hér er horft af bílaplaninu við Vísi yfir höfnina. Þó ekki alla, hefði þurft víðari linsu til að ná henni allri frá þessu sjónarhorni.

Húsavíkurhöfn að morgni 21 desember 2013. © Hafþór.

 

 

21.12.2013 11:10

Náttfari og Bjössi Sör

Náttfari og Bjössi Sör í morgun. Fallegir bátar sem smíðaðir voru í Stykkishólmi og á Akureyri. 

Náttfari og Bjössi Sör. að morgni 21. desember 2013. © Hafþór 

 

 

21.12.2013 11:06

Húsavíkurhöfn

Húsavík að morgni 21. desember. Fallegt veður.

Húsavík að morgni 21. desember 2013. © Hafþór Hreiðarson.

21.12.2013 11:02

Máni

Máni ÞH prýddur jólaljósum í veðurblíðunni í morgun. 

Máni ÞH 98 ex EA 36. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

 

20.12.2013 21:57

Dagatalið komið, og farið

Þá er ég búinn að koma þeim dagatölum Skipamynda sem pöntuð voru fyrir jólin frá mér. Þeir sem ekki hafa fengið þau enn í sínar hendur ættu að bíða við póstlúguna næsta útburðardag. Þessi mynd af Hinna er ien af þeim myndum sem prýða dagatalið í ár. Núna eru fleiri gamlar myndir en verið hefur og þá eru gestaljósmyndarar þrír, ja fyrir utan pabba. Það eru þeir Tryggvi Sigurðsson, Jósef Ægir Stefánsson og Börkur Kjartansson. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir greiðasemina. 

1547. Hinni ÞH 70 er bátur júnímánaðar 2014. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

20.12.2013 21:38

Húsavíkurhöfn um jól

Húsavíkurhöfn um jól, sennilega jólin 1987 eða þá 1988. 

Húsavíkurhöfn um jól. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

19.12.2013 21:41

Náttfari kominn í jólabúninginn

Tók þessa mynd í kvöld af Náttfara jólabúningnum. Það setur alltaf fallegan jólasvip á höfnina sem og bæinn þegar jólaseríurnar koma upp á bátunum. Mættu bara vera á fleiri bátum.

Náttfari kominn í jólabúninginn. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

17.12.2013 20:32

Venus

Frystitogarinn Venus seldur úr landi segir í fréttum dagsin. Upphaflega Júní GK frá Hafnarfirði en hér er hann í litum Hvals.

1308. Venus HF 519 ex Júní GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

16.12.2013 22:15

Polar Amaroq

Myndaði Polar Amaroq við bryggju á Akureyri í gær. Glæsilegt skip sem kemur til með að heita Beitir NK í framtíðinni.

Polar Amaroq GR-18-49 ex Eros. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397321
Samtals gestir: 2007773
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 05:34:30
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is