Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Desember

31.12.2013 18:42

Áramótakveðja

Óska öllum þeim sem sækja síðuna heim gleðilegs árs og friðar með þökk fyrir innlitið á árinu sem senn líður í aldanna skaut.

Árni á Eyri ÞH 205 síðdegis á Gamlársdag 2013. © Hafþór.

 

 

30.12.2013 16:37

Tjaldur

Tjaldur SH lætur úr höfn á Húsavík septemberbyrjun 2009.

2158. Tjaldur SH 270. © Hafþór Hreriðarsson 2009.

 

 

28.12.2013 16:18

Sveinn Rafn

Hér kemur Sveinn Rafn og ekki orð um það meir. Jú annars myndin var tekin í ágústmánuði 2003.

2204. Sveinn Rafn SU 50 ex Hrannar HF. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

 

28.12.2013 14:47

Hinni

Hinni ÞH kemur að landi á Húsavík í maímánuði 2003. Smíðaður í Hafnarfirði 1979 og heitir Draumur í dag. Hvalaskoðunarbátur frá Dalvík. Upphaflega Neisti HU.

1547. Hinni ÞH 70 ex Sveinn Sveinsson BA. © Hafþór Hreiðarsson 2003. 

 

 

28.12.2013 14:22

Fanney

Fanney SK lætur úr höfn undir skipsstjórn Þórðar Birgissonar. Þetta var í marsmánuði 2003 og voru þeir á dragnótaveiðum. Akureyrasmíði sem liggur nú í höfn suður með sjó. 

619. Fanney SK 83 ex Hrafnsey SF. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

 

 

 

 

28.12.2013 13:44

Dalaröst

Dalaröstin kemur að landi í marsmánuði 2003. Upphaflega Jón Bjarnason SF hér á landi. Síðar Dalaröst ÁR áður en hún varð ÞH. Hans Jakob GK ef ég man rétt og loks Tungufell BA.

1639. Dalaröst ÞH 40 ex ÁR. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

 

28.12.2013 13:13

Látið úr höfn

Hér lætur Björg Jónsdóttir ÞH úr höfn í upphafi árs 2003. Nánar tiltekið þann þriðja janúar. Upphaflega Óskar Magnússon AK síðar Höfðavík AK, smíðaður í Slippstöðinni 1978. Fékk nafnið Bjarni Sveinsson ÞH þegar ný Björg Jónsdóttir kom til landsins í nóvember árið 2004. Seldur úr landi eftir að Skinney-Þinganes eignaðist Langanes ehf.

1508. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Höfðavík AK. © Hafþór 2003.

 

 

27.12.2013 18:44

Frystitogarinn Örvar seldur úr landi

Samkvæmt fréttatilkynningu frá FISK hefur frystitogarinn Örvar SK verið seldur úr landi. 

þar stendur m.a. : Frystitogarinn Örvar SK-2  verður seldur úr landi. Viðunandi kauptilboð barst  í frystitogarann Örvar SK-2 , sem gerður er út frá Sauðárkróki og frágangur samninga stendur nú yfir, en stefnt að því að skipið verði afhent nýjum eigendum í febrúarmánuði n.k. 

 
 
2197. Örvar HU 2 í dag Örvar SK 2. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

27.12.2013 17:11

Dúddi Gísla

Dúddi Gísla kemur að landi í marsmánuði 2005. Pálína Ágústsdóttir GK í dag, yfirbyggð og fín. Ólafur HF í millitíðinni.

2640. Dúddi Gísla GK 48. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

 

27.12.2013 16:57

Haförn

Hér kemur ein af Haferninnum, alltaf gaman að sjá þessa eikarbáta sem akureyringarnir smíðuðu. Ási ÞH 3 í dag.

 
1414. Haförn ÞH 26 ex Gulltoppur ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

27.12.2013 16:52

Eyrún

Þessi var gerður út frá Þorlákshöfn í nokkur ár, hét Eyrún ÁR 66 og var keyptur frá Skotlandi árið 2000. Báturinn, sem hét áður Sparking Line K, var smíðaður árið 1986 í Skotlandi. Seld til Englands árið 2006 en þessa mynd tók ég í marsmánuði 2005.

2476. Eyrún ÁR 66 ex Sparking Line K. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

24.12.2013 17:57

Gleðileg jól

 

24.12.2013 14:47

Skötuveisla hjá Adda stýssa

Við feðgar fórum að venju í skötuveislu til Adda stýssa og borðuðum siginn fisk sem fyrr. Veislan var í verbúðinni hjá Adda þar sem hún hefur alltaf verið og ekki get ég ímyndað mér betri stað fyrir hana. Veislugestir voru þeir sömu og fyrr nema það vantaði Alla Bjarna sem ákvað að fórna skötunni fyrir sólina á Tene. Þeir sem mættu voru auk okkar feðga Siggi Stýssi, Einar Ófeigur Magnússon, Siddi Sigurbjörnsson og Stjáni Össa. Að ógleymdum Lojaranum. Og veislan maður, að sögn þeirra semskötuna borðuðu var hún góð enda sérpöntuð að vestan. Síjarinn klikkaði ekki og síldin afbragðsgóð enda að austan. Með þessu bauð Addi upp á kartöflur, rófur, rúgbrauð og egg ásamt drykkjum góðum. Sem sagt eðalveisla og takk fyrir mig skólabróðir.

Kræsingarnar settar upp á disk. 

 

Og stærðarinnar fat, ekki mátti það nú minna vera.

 

Menn tóku vel til matar síns.

 

Veisluborðið hlaðið kræsingum.

 

Það kom ein og ein sagan og höfðu menn gaman af.

 

Feðgar hlýða á sagnameistarann.

 

Aflaklóin Siggi stýssi varð 85 ára á dögunum.
 
Og fleiri sögur voru sagðar.

 

Sigurður Sigurðsson skipstjóri.

 

 

 

 

24.12.2013 14:19

Flatey og Ásdís

Flatey og Ásdís líta sómasamlega út með seríurnar enda Sómabátar báðir.

Flatey og Ásdís að kveldi 22. desember 2013. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

24.12.2013 13:23

Hreifi

Hér liggur Hreifi ÞH, bátur Héðins Helgasonar, í forgrunni myndar sem ég tók að kveldi 22. desember sl. við Húsavíkurhöfn.

Hreifi ÞH 77 að kveldi 22. desember 2013. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

Flettingar í dag: 588
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399682
Samtals gestir: 2008177
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:46:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is