Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Nóvember

02.11.2013 02:24

Dalaröst

Dalaröst ÞH að koma til hafnar á Húsavík. Þessi hét upphaflega Jón Bjarnason SF, þ.e.a.s á íslenskri skipaskrá. Keyptur frá Noregi upp úr 1980. Heitir í dag Tungufell BA.

1639. Dalaröst ÞH 40 ex ÁR 63. © Hafþór Hreiðarsson.

02.11.2013 02:19

Eldhamar

Flottur þessi, þvílíkur barkur. Eldhamar GK, smíðaður í Noregi og hét upphaflega Seley SU. 

1000. Eldhamar GK 13 ex Kristján RE. © Hafþór Hreiðarsson.

02.11.2013 02:15

Frá Reykjavíkurhöfn

Bryggjumynd frá Reykjavíkurhöfn. Maður gæti freistast til að segja hana vera af Ögmundi en það má sjá fleiri báta á henni. Afturendinn á Kópanesi, þá Ögmundur, Gullþór og Sæborg. Fyrir endanum eru Hilmir. Spurning með ártalið.

Frá Reykjavíkurhöfn. © Hafþór Hreiðarsson.

02.11.2013 02:11

Skírnir

Þessa mynd af Skírni tók ég sama dag og myndina af Rauðsey. Þeir hafa nýtt kompásstillingarmanninn akurnesingarnir. Upphaflega Akurey RE en í dag Erling KE.

233. Skírnir AK 16 ex Akurey RE. © Hafþór Hreiðarsson.

02.11.2013 02:08

Rauðsey

Rauðsey AK siglir hér á ytri höfninni í höfuðborginni. Árið held ég að sé 1985 og verið var að kompásstilla dallinn. Upphaflega Öfirisey RE en í dag Páll Jónsson GK. 

1030. Rauðsey AK 14 ex Örfirisey RE. © Hafþór Hreiðarsson.

01.11.2013 21:33

Gullberg

Gullberg VE með nótina úti. Einn fjögurra báta sem smíðaðir voru fyrir íslendinga í Mandal á sjöunda áratug síðsutu aldar. Heitr Ágúst GK í dag og er í eigu Þorbjarnarins. Nokkuð breyttur þó.

1401. Gullberg VE 292. © Sigfús Jónsson.

 

 

01.11.2013 21:29

Örn

Örn KE drekkhlaðinn á landleið. Myndina tók Sigfús Jónsson netagerðarmaður á Húsavík sem þá var skipverji á Björgu Jónsdóttur ÞH.

1012. Örn KE 13. © Sigfús Jónsson.

01.11.2013 21:02

Askur

Askur ÁR að toga á rækjunni. Askur hét síðar Hólmatindur SU en var seldur úr landi 2007. Var reyndar Askur ÞH um mjög skamman tíma. Hann hét Polar raja þegar hann var keyptur af Ljósavík frá Hrænlandi.

2332. Askur ÁR 4 ex Polar Raja. © Olgeir Sigurðsson.

01.11.2013 20:48

Hersir

Hér er Hersir ÁR að toga á rækjumiðunum fyrir margt löngu. Hersir var í eigu Ljósavíkur en skipið keypti fyrirtækið frá Noregi, hét fyrst Gissur ÁR. Heitir Ísbjörn ÍS í dag en hét Vilhelm Egede þegar það var keypt frá Noregi. Já og það hét Borgin um tíma..

2276. Hersir Ár 2 ex Gissur ÁR. © Olgeir Sigurðsson.

01.11.2013 20:38

Sunna

Sunna SI á toginu í denn. Hét upphaflega Vaka SU og kom í stað Sæbergs SU sem sökk, ef ég man rétt. Smíðuð á Spáni.

2061. Sunna SI 67 ex Vaka SU. © Olgeir Sigurðsson.

01.11.2013 17:01

Beðið eftir því að komast undir kranann

Sumarið er tíminn, árið er 2001 og báturinn Ásgeir. Feðgarnir Þórður Ásgeirsson og Ásgeir Þórðarson bíða eftir því að komast undir löndunarkranann. 

1790. Ásgeir ÞH 198 ex Kristján EA. © Hafþór Hreiðarsson 2001.

01.11.2013 16:58

Votaberg

Votabergið SU lætur hér úr höfn á Húsavík eftir að hafa landað rækju sem keyrt var austur á Eskifjörð til vinnslu. Myndin er tekin sumarið 2001.

962. Votaberg SU 10 ex Gestur SU. © Hafþór Hreiðarsson 2001.

01.11.2013 16:56

Björg Jónsdóttir

Björg Jónsdóttir á skemmtisiglingu á Skjálfanda sjómannadginnn 2001.

1508. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Höfðavík AK. © Hafþór Hreiðarsson.

01.11.2013 15:25

Sigurborg

Það gekk á með éljum þegar Sigurborgin kom til hafnar á Húsavík í dag. 

1019. Sigurborg SH 12. © Hafþór Hreiðarsson 2013.
Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397226
Samtals gestir: 2007759
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 04:16:16
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is