Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Nóvember

16.11.2013 12:45

Anna

Anna HF að koma að landi í Reykjavík og Guðbjörgin fylgir í humátt á eftir. Anna var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri 1961 fyrir Ólafsfirðinga og var ÓF 7. Myndina tók ca. 1985-1986.

284. Anna HF 39 ex ÓF 7. © Hafþór Hreiðarsson.

16.11.2013 12:32

Arney

Hér liggur Arney KE við bryggju á Húsavík. Upphaflega Ársæll Sigurðsson GK, nú Ársæll ÁR frá Þorlákshöfn.

1014. Arney KE 50 ex Ársæll Sigurðsson GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

16.11.2013 12:25

Landað í morgunsárið

Hér er verið að landa síld úr Geira Péturs í Neskaupsstað. Tekið snemma morguns og birtan eftir því. Annað hvort 1984 eða 1986. 

1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK. © Hafþór Hreiðarsson.

16.11.2013 11:56

Höfrungur

Höfrungur AK í heimahöfn.  Upphaflega Árni Sigurður AK og síðar Sigurfari AK. Þarna er búið að lengja hann og hækka brúnna. Átti þó eftir að breytast mikið og heita fleiri nöfnum. S.s. Arnþór EA og Harpa VE en var seldur utan í brotajárn 2005.

1413. Höfrungur AK 91 ex Sigurfari AK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

12.11.2013 21:20

Næturrölt á Ísafirði

Gundi á Frosta tók sér næturgöngu með myndavélina um hafnarsvæðið á Ísafirði í brælunni. Hér má sjá hluta afrakstursins.

1274. Páll Pálsson ÍS 102. © Gundi 2013.

 

                                                     1905. Berglín GK 300 ex Jöfur ÍS. © Gundi 2013.

 

                                                                          2025. Bylgja VE 75. © Gundi 2013.

 

                                                     2433. Frosti ÞH 229 ex VE 144. © Gundi 2013.

 

 

 

 

 

 

11.11.2013 14:58

Matthías

Gundi á Frosta sendi mér þessa mynd sem hann tók á dögunum. Hún sýnir Matthías frá Rifi en hann stundar nú veiðar á rækju í Ísafjarðardjúpi. Upphaflega Vestri BA og er einn af kínabátunum. Búið að lengja hann aðeins að aftan.

2463. Matthías SH 21 ex Vestri BA. © Gundi 2013.

 

 

09.11.2013 11:46

Bjössi Sör

Hér koma tvær myndir af sama bátnum sem smíðaður var á Akureyri 1975. Hann hét upphaflega Sólrún EA og var frá Árskógssandi. Á þessum myndum heitir hann Bjössi Sör og er kominn í eigu Norðursiglingar. Efri myndin sýnir þegar hann kemur til heimahafnar á Húsavík í fyrsta skipti en hann var keyptur frá Breiðdalsvík. Neðri myndin er tekin eftir að Norðursigling var búinn að breyta honum til farþegasiglinga.

1417. Bjössi Sör ex Breiðdælingur SU. © Hafþór Hreiðarsson 2002.

 

1417. Bjössi Sör ex Breiðdælingur SU. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

 

 

 

 

 

08.11.2013 16:01

Sveinbjörn Jak-Garðar

Hér koma tvær myndir af sama bátnum sem smíðaður var í Danmörki 1963.. Sú fyrri þegar hann hét Sveinbjörn Jakobsson SH en hana tók ég þegar Norðursigling hafði keypt hann og báturinn var að koma til Húsavíkur í fyrsta skipti. Það var 1. nóvember 2006 en seinni myndin var tekin 16 júlí 2010 þegar skonnortan Hildur kom frá Danmörku úr endurbyggingu. Þá var endurbyggingu Garðars að ljúka.  

260. Sveinbjörn Jakobsson SH 10. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

 

260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

 

 

 

08.11.2013 15:44

Vísir kaupir Rifsnesið-Fer til veiða við Nýfundnaland

Hraðfrystihús Hellissands á Rifi hefur samþykkt kauptilboð á Rifsnesi SH 44. Það er Vísir hf. í Grindavík sem ætlar að kaupa skipið. Rifsnes verður sent úr landi og falið dótturfyrirtæki Vísis-útgerðarinnar í Kanada. Þar verður það skráð undir kanadískum fána til veiða frá Nýfundnalandi. „Ég held að þetta verði þannig fyrsta beitningarvélaskip sögunnar sem gert er út frá Nýfundnalandi,“ segir Pétur Pálsson framkvæmdastjóri Vísis við Skessuhorn.

Fyrr í haust keypti Hraðfrystihús Hellissands annað línuskip í stað Rifsness af norskri útgerð. Það heitir Polarbris. Til stendur að afhenda það í Noregi í næstu viku og sigla því í framhaldinu heim til Íslands. Polarbris er 775 brúttótonn; 43 metrar að lengd, 9 metrar að breidd og smíðað 1999. Rifsnes er aftur á móti talsvert minna; 372 brúttótonn, 38 metra langt og 7,8 metrar á breidd. Það var smíðað í Noregi árið 1968 en er mikið breytt og endurnýjað síðan. „Við höfum möguleika á að vera með fleiri rekka og króka og lengra úthald. Það er nóg pláss um borð, þetta er bara spurning um afköst og gæði. Allt er þetta háð því að koma með sem bestan fisk að landi. Það er það sem skiptir máli að fara vel með fiskinn og hámarka áreiðanleikann í gæðum sem og afhendingu,“ sagði Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands í samtali við Skessuhorn þegar ákvörðun var tekin um að kaupa Polarbris í Noregi fyrr í haust. Auk Rifsness gerir Hraðfrystihúsið út skipið Örvar SH sem er með sambærilegan skipsskrokk og Polarbris. Það var skipamiðlunarfyrirtækið BB skip Ísland sem hafði milligöngu um kaupin á Polarbris og söluna á Rifsnesi. (skessuhorn.is)

1136. Rifsnes SH 44 ex Örvar. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

 

07.11.2013 19:18

Byrefjell-Náttfari

Hér koma tvær myndir af sama bátnum, á þeirri fyrri heitir hann Byrefjell og sýnir hún ástand bátsins þegar Norðrusigling eignaðist hann. Hin sýnir hann undir því nafni sem hann ber í dag sem er Náttfari. Upphaflega Þróttur SH, smíðaður í Stykkishólmi.

Byrefjell ex Haftindur. © Hafþór Hreiðarsson.

 

993. Náttfari ex Byrefjell. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

07.11.2013 19:02

Hafborgin og Opal

Skonnortan Opal lagði upp í siglingu til Reykjavíkur um kaffileytið í dag og mætti hún Hafborginni við Bökugarðinn. Opal mun hafa vetursetu við Hörpuna og sigla þaðan með farþega um sundin blá.

Hafborgin og Opal mætast við Bökugarðinn. © Hafþór 2013.

 

 

06.11.2013 20:31

Hrönn-Knörrinn

Hér koma tvær myndir af sama bátnum sem smíðaður var á Akureyri 1963. Á þeirri efri heitir hann Hrönn EA og sýnir hún hann í því ástandi sem hann var þegar Norðursigling á Húsavík eignaðist hann. Sú neðri sýnir bátinn eins og hann lítur út í dag en hann heitir Knörrinn.

306. Hrönn EA 258 ex ÓF. © Hafþór Hreiðarsson.

 

306. Knörrinn ex Hrönn EA. © Hafþór Hreiðarsson 2006.
 

 

 

05.11.2013 22:24

Víkingur

Hér ein síðan 1986 ef ég man rétt. Hún sýnir Víking AK við bryggju á Akranesi, grænan og fallegan.

220. Víkingur AK 100. © Hafþór Hreiðarsson 1986.

 

05.11.2013 22:20

Pétur Jónsson

Togarinn sem spurt var um hér að neðan þar sem hann var að toga í ísnum er Pétur Jónsson RE. Sá síðasti sem Pétur Stefánsson gerði út. Myndina tók Birgir Mikaelsson um borð í Húsvíkingi ÞH sem einmitt hét Pétur Jónsson upphaflega.

2288. Pétur Jónsson RE 69. © Birgir MIkaelsson.

04.11.2013 20:51

Auðbjörg

Ég birti þessa mynd í byrjun febrúarmánaðar 2008 og geri það aftur núna. Mér finnst þetta fallegur bátur, fallegt umhverfi og þar afleiðandi falleg mynd. Í umræðu um afdrif bátsins í fyrri færslu kom fram að hann biði uppgerðar á Seyðisfirði en hvort af því varð veit ég ekki. Mér fróðari menn munu kannski upplýsa okkur. En sem sagt fallegur bátur sem bar að ég held alltaf nafnið Auðbjörg.

304. Auðbjörg NS 200. © Hafþór Hreiðarsson 1989.
Flettingar í dag: 219
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397246
Samtals gestir: 2007762
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 04:47:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is