Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Nóvember

27.11.2013 18:16

Ný Jónína Brynja

Útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf ehf á Bolungarvík fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Að útgerðinni stendur Jakob Valgeir Flosason.  Egill Jónsson verður skipstjóri á bátnum.

i báturinn hefur hlotið nafnið Jónína Brynja ÍS 55.  Báturinn mælist 30brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Jónína Brynja er af nýrri gerð Cleopatra 50 sem er sérhönnuð inn í nýlega breyttar reglur um stærðarmörk krókaaflamarksbáta.  Báturinn mun leysa af hólmi eldri bát útgerðinnar sem strandaði við Straumnes í desember 2012. 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6AYM 911hö tengd ZF500IV gír.  Rafstöð er 28kW frá Kohler.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Línuspil er frá Beiti ehf og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf.  Blóðungarbúnaður er frá 3X Stál.  Ískrapavél er frá Kælingu ehf.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 19stk 660lítra kör í lest.  Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla.  Þrír demparastólar í brú fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.  Borðsalur er í lúkar.

 

2868. Jónína Brynja ÍS 55. © Trefjar.is 2013.

 

25.11.2013 15:22

Guðmundur Ólafur

Hér er Guðmundur Ólafur frá Ólafsfirði með nótina úti. Áður Sveinn Benediktsson SU. Hét Talbor þegar skipið var keypt til landsins frá Noregi en hans síðasta nafn hér var Birtingur NK. Smíðaður í Noregi 1990. 

2329. Guðmundur Ólafur ÓF 91 ex Sveinn Benediktsson SU. © Sigmar I.

 

 

25.11.2013 15:00

Havskjer

Þessa mynd af norska uppsjávarskipinu Havskjer frá Álasundi tók Sigmar Ingólfsson á árum áður þá skipverji á Erninum. Nú veit ég ekki hvort þeir séu búnir að endurnýja en þetta virðist vera glæsilegt skip, svona líka fagurrautt og fallegt.

LLGA. Havskjer M-200-A. © Sigmar Ingólfsson. 

 

 

 

24.11.2013 19:09

Jón Kjartansson

Hér sjáum við Jón Kjartansson SU fyrir og eftir breytingar þær sem gerðar voru á honum meðan hannvar í eigu Eskfirðinga. Upphaflega Narfi RE í eigu Guðmundar Jörundssonar útgerðarmanns. Smíðaður í Þýskalandi 1960. Núna Lundey NS í eigu HB-Granda og á 50 ára afmæli skipsins 26 mars 2010 birtist eftirfarandi frétt á vef fyrirtækisins:

Í dag eru liðin 50 ár frá því að skipið, sem nú heitir Lundey, var afhent íslenskum eigendum í Nosbiskrug skipasmíðastöðinni í Rensburg í Vestur-Þýskalandi. Skipið hét þá Narfi og bar einkennisstafina RE 13.

Narfi var síðutogari, smíðaður fyrir Guðmund Jörundsson, skipstjóra og útgerðarmann á Akureyri. Fyrsti skipstjóri á Narfa var Þorsteinn Auðunsson, sem var með skipið um eins eða tveggja ára skeið, en síðar tóku bræður hans Auðunn og Gunnar við skipstjórninni. Þeir voru með Narfa fram yfir 1970 að sögn Þorsteins Þorsteinssonar Auðunssonar sem fylgst hefur vel með ferli skipsins. E.t.v. ekki skrýtið þar sem Þorsteinn fæddist sama dag og Narfi var afhentur ytra.


,,Narfi var stærsti togari landsmanna þegar hann bættist í flotann en það var þó ekki lengi þar sem verið var að smíða fleiri stærri togara fyrir íslenska útgerðarmenn um þessar mundir,“ segir Þorsteinn en að hans sögn var Narfi um margt ákaflega merkilegt skip. Upphaflega mun útgerðarmaðurinn hafa viljað láta smíða skipið með skutrennu en svokallaðir skuttogarar höfðu þá enn ekki rutt sér til rúms. Ekki fékkst leyfi stjórnvalda til að láta smíða slíkt skip. Narfi var hins vegar fyrsta frystiskip landsmanna og að sögn Þorsteins var byggt yfir hluta þilfarsins og þar var komið fyrir frystitækjum. Aflinn var hausaður og frystur um borð samhliða því sem aflinn var ísaður á hefðbundinn hátt.

Guðmundur Jörundsson lét breyta Narfa í skuttogara árið 1974 og skipinu var breytt í nótaskip árið 1978. Fljótlega á eftir var Narfi seldur til Hraðfrystihúss Eskifjarðar (Eskju) og fékk skipið þá nafnið Jón Kjartansson SU 111. Þegar nýrra skip leysti Jón Kjartansson af hólmi var nafni skipsins breytt í Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 en það hafði áður verið endurbyggt á árinu 1998. Loks komst þetta sögufræga skip í eigu HB Granda árið 2007 og fékk það þá nafnið Lundey NS 14.


Þess má geta að skipverjar á Lundey NS fögnuðu því um miðjan febrúar sl. að þá voru liðin rétt 50 ár frá því að skipið var sjósett í Nobiskrug skipasmíðastöðinni. Ýmiss konar fróðleikur hefur verið tekin saman um Lundey NS á bloggsíðu áhafnarinnar og má lesa meira um þessa merkilegu sögu með því að smella hér.

 

155. Jón Kjartansson SU 111 ex Narfi RE 13. © Sigfús Jónsson.

 

                   155. Jón Kjartansson SU 111 ex Narfi RE 13. © Sigmar Ingólfsson.

 

24.11.2013 00:03

Víkingur

Víkingur AK hefur alltaf heitið Víkingur og verið AK frá upphafi. Byggður í Þýskalandi 1960 sem síðutogari fyrir Síldar- og fiskimjölverkssmiðju Akraness. Síðar yfirbyggður og breytt í nótaskip. Er í eigu HB-Granda í dag en er þarna í HB-litunum.

220.Víkingur AK 100. © Kristján Friðrik Sigurðsson.

 

 

23.11.2013 18:56

Sigurður

Sigurður VE á loðnumiðunum fyrir nokkuð mörgum árum. Sumarloðna þá. 

183. Sigurður VE 15 ex RE. © Kristján Friðrik Sigurðsson.

23.11.2013 18:48

Júpíter

Júpíter ÞH með nótina á síðunni en þessi gamli jálkur fór í pottinn fyrir ekki svo löngu. Þá sem Bjarnarey VE. Upphaflega Gerpir NK, smíðaður í Þýskalandi 1957. Myndin er tekin úr Björgu Jónsdóttur ÞH.

130. Júpíter ÞH 61 ex RE. © Kristján Friðrik Sigurðsson.

 

 

23.11.2013 18:13

Jóhanna Gísladóttir

Jóhanna Gísladóttir ÍS að koma til hafnar á Húsavík, fyrsta löndun eftir breytingar í línuskip. 

1076. Jóhann Gísladóttir ÍS 7 ex Seley ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

 

23.11.2013 12:23

Guðrún Þorkelsdóttir

Guðrún Þorkelsdóttir SU á toginu. Síðar Seley ÞH og Jóhanna Gísadóttir ÍS í dag. Upphaflega Helga Guðmundsdóttir BA, smíðuð hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi 1969.

     1076. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 ex Helga Guðmundsdóttir BA. © KFS.

23.11.2013 12:12

Dagfari í slipp

Ég hlýt að vera búinn að birta þessa áður en geri það samt aftur. Hér er Dagfari í slippnum á Akureyri og svei mér þá ef Siggi stýssi stendur ekki á bátapallinum með hattinn sinn á sínum stað. Við bryggjuna liggur Eldborg GK sem smíðuð var í Slippstöðinni 1967 sem segir okkur að Dagfari er nýr þarna.

1037. Dagfari ÞH 70. © Hreiðar Olgeirsson 1967.

23.11.2013 12:10

Þorvarður Lárusson

Þorvarður Lárusson SH eitthvað að manúera í höfninni á Dalvík. Áður Sigþór ÞH. Brann, í annað sinn, sem Valur GK  í Sandgerðishöfn og var dæmdu ónýtur. Fór í pottinn.

185. Þorvarður Lárusson SH 129 ex Sigþór ÞH. © Kristján Friðrik.

23.11.2013 12:09

Sigþór á rækjuveiðum

Sigþór ÞH á rækjuveiðum í den. Spurning hvort það sé Höddi vinur minn Harðar sem er á brúarvængnum með kíkirinn.  Sigþór var smíðaður í Svíþjóð og hét upphaflega Sigurpáll GK.

185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK 375. © Kristján Friðrik Sigurðsson.

 

 

23.11.2013 12:09

Rauðinúpur

Rækjutogarinn Rauðinúpur kemur hér á tveimur myndum en ætli sú efri sé ekki tekin áður en ÚA eignaðist hann og sú neðri eftir það. Sóley Sigurjóns í dag.

2262. Rauðinúpur ÞH 160 ex Júlíus Havsteen ÞH. © Kristján Friðrik.

 

                                    2262. Rauðinúpur ÞH 160 ex Júlíus Havsteen ÞH. © KFS.

 

 

 

23.11.2013 12:08

Björg Jónsdóttir á toginu

Hér er það Björg Jónsdóttir II sem togar á rækjuslóð. Upphaflega Dagfari ÞH 40 sem síðar varð Ljósfari ÞH. Ljósmyndina tók Kristján Friðrik frændi minn Sigurðsson og hefur að öllum líkindum verið um borð í Geira Péturs.

973. Björg Jónsdóttir II ÞH 320 ex Björg Jónsdóttir ÞH. © Kristján Friðrik.

 

 

 

22.11.2013 20:40

Sunnuberg NS hið síðara

Hér er það Sunnuberg NS hið síðara sem ber fyrir augu okkar sem hér lítum inn. Sunnuberg þetta var smíðað í Noregi 1972 en kom í íslenska skipaflotann 1999. Fékk einkennisstafina NS 70 sem Eyvindur Vopni hafði borið áður. Myndina tók Pétur Helgi Péturssom þá matsveinn á Björgu Jónsdóttur ÞH  frá Húsavík. Seldur úr landi 2007 ef ég man rétt. 

2336. Sunnuberg NS 70 ex Staloy. © Pétur Helgi Pétursson.
Flettingar í dag: 219
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397246
Samtals gestir: 2007762
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 04:47:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is