Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Nóvember

30.11.2013 14:10

Þórsnes II

Hér kemur mynd sem ég held að ég hafi ekki birt áður. Hún er af Þórsnesi II frá Stykkishólmi áður en það var yfirbyggt. Hreiðar Olgeirsson tók hana í Breiðafirði.

1424. Þórsnes II SH 109. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

30.11.2013 14:02

Káraborg

Hér birtist mynd sem ég tók fyrir margt löngu af Káraborg HU 77. Hún var þá á dragnótaveiðum hér í Skjálfanda. Eitt sinn var þessi bátur í Húsvíska flotanum og hét þá Kristján Stefán ÞH. Hét upphaflega Níels Jónsson EA 106 frá Hauganesi, smíðaður á Akureyri 1957. Þar var hann til ársins 1974 er hann var seldur til Ísafjarðar. Hét síðan mörgum nöfnum og Káraborg oftar en einu sinni. Það var hans síðasta nafn því það bar hann er hann sökk um 50 sjm. sv. af Reykjanesi 28. júní 1992. Mannbjörg varð.

694. Káraborg HU 77 ex Geiri í Hlíð GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

30.11.2013 11:59

Hamrasvanur

Hamrasvanur SH á Breiðafirði 1982 eða 3. Upphaflega Eldborg GK, smíðaður í Molde í Noregi 1964. Síðar Albert GK og loks Hamrasvanur SH. Seldur til Hollands.

238. Hamrasvanur SH 201 ex Albert GK. © Hreiðar Ogeirsson.

 

 

30.11.2013 11:52

Svanur

Svanur EA frá Hrísey togar á rækjumiðunum. Upphaflega Víkingur II ÍS, smíðaður á Ísafirði 1959. 

892. Svanur EA 14 ex Jón Helgason ÁR. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

30.11.2013 11:17

Flatey

Flatey ÞH var í rækjuflota Íshafs sem hafði skamma viðdvöl á Húsavík en flotinn taldi fjögur skip. Upphaflega og lengst af Gissur ÁR en Brynjólfur VE í dag.

1752. Flatey ÞH 383 ex Gissur ÁR. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

                  1752. Flatey ÞH 383 ex Gissur ÁR. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

 

 

30.11.2013 11:17

Seley

Seley ÞH lætur úr höfn til rækjuveiða sumarið 2004. Jóhanna Gísladóttir ÍS í dag en upphaflega Helga Guðmundsdóttir BA frá Pareksfirði.

1076. Seley ÞH 381 ex Guðrún Þorkelsdóttir SU. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

30.11.2013 11:16

Björn

 Björn RE að manúera í Húsavíkurhöfn vorið 2004 en hann stundaði þá rækjuveiðar frá Húsavík. Upphaflega Guðlaugur Guðmundsson SH en lengi vel Smáey VE. Síðan Þorvarður Lárusson SH og Nökkvi ÞH í dag.

1622. Björn RE 79 ex Smáey VE. © Hafþór Hreiðarsson 2004

 

 

30.11.2013 11:15

Kambaröst

Kambaröst SU kemur til hafnar á Húsavík í maímánuði 2004 en báturinn stundaði rækjuveiðar frá Húsavík það vor og sumar. Upphaflega Höfrungur II frá Akranesi, smíðaður í Noregi 1957 rifinn í Hafnarfirði 2010.

120. Kambaröst SU 200 ex Erling KE. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

30.11.2013 11:15

Fjölnir

Fjölnir ÍS að leggja úr höfn á Húsavík í nóvembermánuði 2004. Upphaflega Þórunn Sveinsdóttir VE síðar Kristbjörg VE. Þá Fjölnir ÍGK og síðar ÍS og að lokum Arnarberg ÁR.  Smíðaður í Stálvík 1971 en fór í pottinn á þessu ári.

1135. Fjölnir ÍS 7 ex GK. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

30.11.2013 10:43

Rifsnes

Hér koma tvær myndir af Rifsnesinu sem við feðgar tókum. Pabbi þá fyrri vestur í Breiðafirði 1983 (Held ég frekar en 1982) og ég þá neðri þegar báturinn kom til löndunar á Húsavík haustið 2004.

1136. Rifsnes SH 44 ex Örvar BA. © Hreiðar Olgeirsson.

 

                         1136. Rifsnes SH 44 ex Örvar BA. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

 

 

30.11.2013 10:13

Ársæll

Hér kemur annar úr Hólminum, Ársæll SH 88 sem upphaflega hét Ársæll Sigurðsson GK. Heitir Ársæll ÁR í dag og er blár á litinn en þessi bátur hefur verið það í gegnum tíðina með þessari undantekningu þó. Þegar Ársæll var keyptur til Stykkishólms birtist eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu:

NÝR bátur kom til heimahafnar í Stykkishólmi um helgina. Hann hefur fengið nafnið Ársæll SH 88 og er í eigu Sólborgar ehf. í Stykkishólmi. Skipið er keypt frá Hornafirði og var í eigu Skinneyjar-Þinganess og hét þá Steinunn SF 10.

Ársæll SH 88 er byggður í Noregi árið 1966 og er 197 tonn. Skipið er 34,64 m langt og 6,75 m breitt. Fyrri eigendur hafa gert miklar endurbætur á skipinu á síðustu árum og hefur umgengni þeirra um skipið verið mjög góð. Eigendur Ársæls eru ánægðir með kaupin og telja að þeir hafi fengið gott skip í hendur. Ársæll SH 88 kemur í stað eldri báts sem seldur var í vor til Flóa ehf. í Hafnarfirði og heitir hann nú Egill Halldórsson SH 2. Sólborg ehf. var stofnuð fyrir 23 árum árum og þetta er fjórða skip félagsins sem ber Ársælsnafnið.

Ársæll verður gerður út á netaveiðar og hefur þegar farið í sína fyrstu veiðiferð. Í áhöfn Ársæls verða 8 menn og skipstjóri er Viðar Björnsson.

1014. Ársæll SH 88 ex Steinunn SF. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

30.11.2013 09:51

Grettir

Grettir SH er fyrstur til að gleðja augu síðulesara þennan morguninn en hann kom til Húsavík síðla árs 2004. Mér finnst eins og hann hafi verið á netum en það er kannski tóm vitleysa. Amk. kom hann hingað og lá hér yfir helgi. Heitr í dag Vestri BA en hupphaflega Sigurður Jónsson SU ef ég man rétt. Hann (Vestri) kom hingað og landaði rækju í haust en ég var á einhverju flandri erlendis og missti af honum.

182. Grettir SH 104 ex Ólafur Ingi KE. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

 

 

 

29.11.2013 21:47

Reykjaborg

Reykjaborgin öslar hér til hafnar í Grindavík en hún var smíðuð á Ísafirði. Hét síðan Geir KE áður en Nesfiskur keypti bátinn og gaf nonum það nafn sem hann ber í dag, Arnþór GK.

2325. Reykjaborg RE 25. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

29.11.2013 20:38

Skálaberg

Skálaberg ÞH siglir hér til hafnar á Húsavík í den, ca. 1984. Smíðað í Skipavík 1967 og hét Kristjón Jónsson SH í upphafi en síðar Kristbjö0rg ÞH 44. 

1053. Skálaberg ÞH 244 ex Kristbjörg II ÞH 244. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

27.11.2013 18:24

Styttist í að dagatalið fari í prentun

Það styttist í það að dagatal Skipamynda fyrir árið 2014 fari í prentun, myndirnar að verða kárar en maður er alltaf að rugla þessu eitthvað. Skipta út og inn, væri ágætt ef það væru amk. 18 mánuðir í árinu. Amk. hvað myndir varðar.

En ég minni áhugasama á að panta sér dagatal á korri@internet.is en þetta verður fimmta árið í röð sem það kemur út. Verðið er 3000 krónur.

Læt fylgja með mynd af Dagfara en hann var einmitt á dagatalinu í ár.

1037. Dagfari ÞH 70. © Þorgrímur Aðalgeirsson.

 

 

Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is