Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar |
|||||||||||||||||||||||
Færslur: 2013 Október08.10.2013 17:36Dagatalið 2014Þá er maður farinn að huga að dagatali Skipamynda fyrir árið 2014. Sem verður það fimmta í röðinni ef af verður. Fer allt eftir áhuga og eftir því sem menn panta fyrr, því betra. Búinn að vera skoða myndir þessa árs og andskoti eru margir bláir bátar á ferðinni. Eru menn alveg hættir að mála þá rauða ? Verðið verður vonandi á svipuðum nótum og í fyrra en áhugasamir geta skráð sig fyrir dagatali á korri@internet.is
Skrifað af HH 08.10.2013 17:20Jökull-stjórHér sjáum við Jökul aftur og nú er það stjórnborðshliðin sem fær að njóta sín.
Skrifað af HH 07.10.2013 16:52JökullFjölveiðiskipið Jökull ÞH frá Raufarhöfn lét úr höfn á Húsavík í dag. Hjalti skipstjóri tók nokkra hringi fyrir mig enda skipið nýkomið úr slipp og fallegt að sjá. Ekki þó eins falleg og það gæti verið því rauði liturinn fór því vel eins og menn muna. En ný heimahöfn eins og sjá má því áður var heimahöfnin Húsavík. Jökull er nú á fiskitrolli og það getu r meira en vel verið að fleiri myndir munu birtast enda margar myndir teknar þegar siglt er hring eftir hring fyrir mann.
Skrifað af HH 06.10.2013 12:21Ólafur MagnússonFyrst Þórður Jónasson var á ferðinni hér á síðunni í gær er ekki úr vegi að birta mynd af Ólafi Magnússyni í dag. Reyndar birt þessa áður en skannaði hana upp á nýtt og reyndi að gera hana betri. Hvort það tókst læt ég liggja milli hluta en Óli Magg var byggður í Brattavogi.
Skrifað af HH 04.10.2013 18:17Þórður JónassonHér kemur ein gömul sem sýnir Þórð Jónasson EA koma að landi í Krossanesi. Með fullfermi skyldi maður ætla. Gullhólmi SH í dag.
Skrifað af HH 03.10.2013 15:04FjólaMakrílbáturinn Fjóla kemur hér að landi í Keflavík. Fjóla , sem var smíðuð á Skagaströnd 1978, var aflahæsti smábáturinn sem stundaði makrílveiðar í fyrra. Spennandi að sjá hvar hún endar í ár.
Skrifað af HH 02.10.2013 18:44Maron GKMaron GK kemur til hafnar í Njarðvík en það er hans heimahöfn í dag. Maron er elsta stálfiskiskip flotans í dag, smíðaður 1955 í Hollandi.
Skrifað af HH 02.10.2013 17:54Máni IIMakrílbáturinn Máni II frá Eyrarbakka á siglingu til hafnar í Keflavík. ISOið komið í hæstu hæðir þarna en það varð að nýta ferðina. Máni II hét áður Bresi AK og var smíðaður í Svíþjóð 1987. Búið að lengja hann auk annara breytinga.
Skrifað af HH 02.10.2013 16:56GosiMakrílbáturinn Gosi KE á veiðislóðinni í síðustu viku. Hef trú á að hann sé nefndur eftir nafna sínum ÞH, þeim fyrri. Maron siglir hjá.
Skrifað af HH 02.10.2013 16:48MaronKominn heim eftir stutt frí, tók þessa mynd í síðustu viku af Maron GK á landleið.
Skrifað af HH Flettingar í dag: 451 Gestir í dag: 126 Flettingar í gær: 595 Gestir í gær: 109 Samtals flettingar: 9396787 Samtals gestir: 2007661 Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:06:47 |
Eldra efni
clockhere Tenglar
Um mig Nafn: Hafþór HreiðarssonFarsími: 8956744Tölvupóstfang: korri@internet.isHeimilisfang: Sólbrekka 29Staðsetning: HúsavíkHeimasími: 4642030Önnur vefsíða: www.640.is |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is