Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Október

12.10.2013 21:41

Sigþór

Skipið eins Sigþór var stundum kallaður er hér í slipp. Myndin tekin ofan af Beinabakkanum á Húsavík. Sigþór hét upphaflega Sigurpáll GK 375 og var smíðaður 1963 í Svíþjóð. Keyptur til Húsavík eftir endurbyggingu eftir bruna. Minnir að það hafi verið 1977 sem hann var keyptur hinga af Útgerðarfélaginu Vísi hf.

185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK 375. © Hafþór Hreiðarsson.

12.10.2013 21:34

Sæborg

Sæborg í slippnum á Húsavík. Sæborgin var smíður hjá Gunnlaugi og Trausta á Akureyri 1977. Liggur núna fyrir vestan undir nafninu Gunnar Halldórsson ÍS.

1475. Sæborg ÞH 55. © Hafþór Hreiðarsson.

 

12.10.2013 21:23

Aron

Aron ÞH í slipp á Húsavík. Falleg kvöldbirta í þessari mynd. Aron hét upphaflega Guðbjörg ÍS og var smíðaður í V-Þýskalandi 1959. 

586. Aron ÞH 105 ex Fagranes ÞH 123. © Hafþór Hreiðarsson.

12.10.2013 21:02

Björg Jónsdóttir

Björg Jónsdóttir á leið upp sleðann í dráttarbrautinni á Húsavík. Þarna er hún dulítið Gandíleg en fékk fallega grænan lit við þessa skverun. Ljósgræn eins og símaskráin var það árið. Smíðuð í Svíþjóð 1963 að mig minnir og hét upphaflega Þorbjörn II GK.

263. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Gandí VE. © Hafþór.

 

 

 
 

12.10.2013 20:51

Geiri Péturs

Hér er það Geiri Péturs ÞH sem er í dráttarbrautinni á Húsavík. Hvaða ár er ég ekki viss en held að það sé 1985. Geiri Péturs hét upphaflega Sigurbergur GK 212 og var Akureyrarsmíði. Hét Una í Garði eftir að hann var seldur frá Húsavík og sökk undir því nafni.

1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK. © Hafþór 1985.

12.10.2013 18:02

Sandvík

Sandvík frá Hauganesi var að snuddast í flóanum í dag og tók ég þessa mynd þegar hún kom að landi á Húsavík. Sandvíkin var keypt úr Stykkishólmi í vor af útgerð Níelsar Jónssonar EA . Sandvík var smíðuð á Ísafirði fyrir útgerð á Sauðárkróki, síðan seld í Hólminn og alltaf borið þetta nafn.

2274. Sandvík EA 200 ex SH. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

12.10.2013 14:16

Guðrún Björg

Hér er það Guðrún Björg sem er í slippnum. Hét áður Sæborg eins og margir vita en sökk í innsiglingunni til Grindavíkur sem Ársæll Sigurðsson.

1097. Guðrún Björg ÞH 355 ex Sæborg ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.

12.10.2013 13:58

Vigri

Vigri RE lá líka fyrir Sigdóri í morgun. Hér öslar hann ölduna.

2184. Vigri RE 71. © Sigdór Jósefsson 2013.

12.10.2013 13:45

Mánaberg

Þessa mynd af Mánaberginu ÓF sendi Sigdór Jósefsson mér áðan. Sigdór er á frystitogaranum Baldvin Njálssyni GK og tók hann þessa mynd í morgun.

1270.Mánaberg ÓF 42 ex Merkúr RE. © Sigdór Jósefsson 2013.

12.10.2013 13:04

Kristbjörg í slipp

Nú ætla ég að setja inn, á næstu dögum, myndir af húsvískum bátum í slipp hér á árum áður. Á Húsavík og hér koma myndir af Kristbjörginni sem var fyrsti báturinn sem tekinn var upp í dráttarbrautina á Húsavík. Það var samkvæmt Sögu Húsavíkur IV bindi þann 3 nóvember 1982. IOg ef ég man rétt eru tvær fyrstu myndirnar frá þeim tíma en sú þriðja sumarið 1985. Man ekki hvor okkar feðga tók þessar myndir svo ég merki þær bara Skipamyndum.

1420. Kristbjörg ÞH 44. © www.123.is/skipamyndir 1982.

 

1420. Kristbjörg ÞH 44 í slipp á Húsavík. © www.123.is/skipamyndir 1982

 

1420. Kristbjörg ÞH 44. © www.123.is/skipamyndir 1985.

 

 

11.10.2013 17:04

Þorleifur

Tók þessa af Þorleifi EA þegar hann kom til hafnar á Húsavík nú síðdegis. Flottur bátur Þorleifur. Rauður og fallegur.

1434. Þorleifur EA 88 ex Hringur GK. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

10.10.2013 23:09

Kristbjörg

Hér er ein gömul slidesmynd sem ég hef skannað á sínum tíma. Þarna er Kristbjörgin að koma úr slipp frá Akureyri og farið að húma að kveldi.

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.

10.10.2013 22:23

Brim

Hér koma myndir sem ég tók sl. sunnudag út við Höfðagerðissand sem margir kalla Eyvíkurfjöru. Það brimaði dulítið.

Lundey. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

Brim við sandinn. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

Fjaran, brimið og eyjan. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

10.10.2013 22:20

Grímseyingar landa

Grímseyjarbátarnir Þorleifur og Hafborg lönduðu á Húsavík í dag. Þeir eru á dragnót líkt og Hera og Haförn sem lönduðu einnig í dag.

Grímseyingar landa á Húsavík. © Hafþór Hreiðarssin 2013.

10.10.2013 22:10

Frosti

Gundi sendi mér þessa mynd af Frosta í nýju litunum. Þarna er hann í heimahöfn á Grenivík.

2433. Frosti ÞH 229 ex VE. © Gundi 2013.
Flettingar í dag: 451
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396787
Samtals gestir: 2007661
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:06:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is