Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Október

17.10.2013 21:43

Opal

Tók þessa mynd um kvöldmatarleytið í kvöld. Ekkert að kvarta yfir veðrinu enda vindurinn til friðs og Opal liggur þarna við Norðursiglingarbryggjuna.

 
Kvöldkyrrð við Húsavíkurhöfn. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

17.10.2013 17:11

Hjördís

Tók þessa mynd af Hjördísi HU á Skagaströnd seinnipart septembermánaðar. Hjördís hét áður Leó II ÞH frá Þórshöfn.

1831. HJördís HU 16 ex Leó II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

17.10.2013 17:05

Húsavík

Tók þessa við höfnina sl. mánudagskvöld.

Húsavík að kveldi 14. október 2013. © Hafþór Hreiðarsson.

16.10.2013 20:39

Uggi verður Bára

Samkvæmt vef Fiskistofu er Uggi SI kominn í eigu BG.Nes ehf. á Hellisandi og hefur fengið nafnið Bára og er SH 27. Eins og einhverjir vita var Bára (2102) seld norður í Fjallabyggð þar sem hún fékk nafnið Oddverji og einkennisstafina ÓF.

6952. Uggi SI 167 ex Uggi. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

16.10.2013 19:55

Heiðrún

Hér er Heiðrún EA við kajann hjá Aas skipasmíðastöðinni í Vestnes. Norðmennirnir byggðu yfir hana og settu nýja brú. Upphaflega Grótta RE.

72. Heiðrún EA 28 ex Grótta AK. © Hreiðar Olgeirsson 1987.

 

 

15.10.2013 21:32

Dragnótabátar koma að landi

Tók þessar myndir í dag þegar dragnótabátar sem voru að veiðum í Skjálfanda komu að landi á Húsavík. Sæbjörgin kom fyrst og Sandvíkin andartaki síðar. Þá kom Hafborg og Þorleifur rak lestina. Allir EA og innlend smíði.

2047. Sæbjörg EA 184 ex Linni SH. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

2274. Sandvík EA 200 ex Sandvík SH 4. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

2323. Hafborg EA 152 ex Stapavík AK 32. © Hafþór Hreiðarsson 2013

1434. Þorleifur EA 88 ex Hringur GK 18. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

15.10.2013 16:06

Meir af Páli

Hér kemur önnur til af Páli Jónssyni GK leggja úr höfn á Húsavík í dag. Smíðaður í Hollandi 1967.

1030. Páll Jónsson GK 7 ex Goðatindur SU. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

15.10.2013 15:56

Páll Jónsson

 Vísisbátarnir Páll Jónsson og Kristín lönduðu hér á Húsavík í dag og hér lætur sá fyrrnefndi úr höfn eftir löndun.

1030. Páll Jónsson GK 7. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

14.10.2013 20:45

Green Tromsö

Norska flutningaskipið Green Tromsö var á Vopnafirði um helgina að lesta frostnar afurðir hjá HB-Granda. Valdimar Halldórsson var þar staddur og tók þessar myndir á símann sinn og sendi mér.

 

Green Tromsö. © Valdimar Halldórsson 2013.

 

 

14.10.2013 19:04

Sigrún Hrönn

Sigrún Hrönn ÞH kemur að landi undir kvöld. Afli um fimm tonn eftir því sem Simmi sagði. 

2736. Sigrún Hrönn ÞH 36. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

13.10.2013 11:19

25 tonn í fjórum hölum

Þorleifur EA er hér að leggja að bryggju á Húsavík sl. föstudag. Alfreð stýrimaður sveiflar landfestinni eins og sannur kúreki og lykkjan fór á pollann. Þeir voru að fiska Grímseyingarnir, 25 tonn af þorski í fjórum hölum. Hafborgin með 15 tonn.

1434. Þorleifur EA 88 ex Hringur GK. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

13.10.2013 11:09

Fanney

Hér það Fanney ÞH sem er í slippnum á Húsavík. Og útgerðarbíllinn í forgrunni. Smíðuð á Akureyri 1975. Og er eins og margir vita aftur komin í Húsvíska flotann, nú sem hvalaskoðunarbátur.

1445. Fanney ÞH 130. © Hafþór Hreiðarsson.

13.10.2013 01:31

Sandvík EA 200

Hér kemur önnur af Sandvíkinni koma til hafnar á Húsavík í gær.

2274. Sandvík EA 200 ex SH. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

12.10.2013 22:06

Björg Jónsdóttir hin fyrsta

Hér er Björg Jónsdóttir ÞH, sú fyrsta í röðinni, í slippnum á Húsavík. Hét áður Langanes ÞH 321 en eins og áður hefur komið fram upphaflega Guðbjörg ÍS. Myndin er tekin á Kodakvasamyndavél þannig að hún er tekin fyrir sumarið 1983.

586. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Langanes ÞH. © Hafþór.

12.10.2013 21:49

Skálaberg

Skálaberg ÞH í slipp á Húsavík snemma sumars 1983. Upphaflega Kristjón Jónsson SH, síðar Kristbjörg ÞH og Kristbjörg II ÞH. Smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi 1967.

1053. Skálaberg ÞH 244 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 491
Gestir í dag: 133
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396827
Samtals gestir: 2007668
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:40:10
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is