Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Október

31.10.2013 22:34

Karólína og exið

Tók enn eina myndina af Karólínu í kvöld. En á þessari er exið líka, þ.e.a.s Karólína hin fyrri sem nú heitir Arney HU. 

Húsavíkurhöfn í kvöld. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

30.10.2013 22:49

Genginn í norðan

Hann er genginn í norðan eins og sjá má á þessari mynd sem er tekin á svipuðum slóðum og myndin frá Húsavíkurhöfn í gærkveldi. Þessa tók ég um kl. 18:00 í dag.

Húsavíkurhöfn í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

29.10.2013 21:06

Húsey

Rækjutogarinn Húsey ÞH 382 lætur hér úr höfn á Húsavík. Áður Hólmanes SU 1 eins og flestir vita. Bar að ég veit best þrjá liti á sínum ferli, grár, rauður og grænn.

1346. Húsey ÞH 382 ex Hólmanes SU. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

 

29.10.2013 20:37

Kvöld við höfnina

Tók þessa nú rétt fyrir kvöldmat. Logn og örlítið frost var það sem boðið var uppá. Var með litlu vélina mína (Canon EOS-M) , lítinn þrífót frá Bilora sem er jafnhár 50 cl. bjórdós (fínn mælikvarði) . Þessu stillti ég upp á fiskikar, stillti vélina og bang.

Við Húsavíkurhöfn í kvöld. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

29.10.2013 13:48

Nýr Cleopatra 33 farþegabátur afgreiddur til Grikklands

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afhenti nú á dögunum nýjan Cleopatra farþegabat til Grikklands.

Kaupandi bátsins er Munkaklaustrið í Vatopedi sem staðsett er á Mount Athos skaganum í austurhluta Grikklands.

Þetta er annar báturinn sem klaustrið kaupir af Trefjum.  Í fyrra var afgreiddur fiskibátur til sömu aðila.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið “Pantanassa“ (ΠΑΝΤΑΝΑΣΣΑ). Báturinn er 11brúttótonn.  “Pantanassa“ er af gerðinni Cleopatra 33.

Báturinn er útbúinn fyrir 12 farþega og 2 í áhöfn.

Vistarverur eru loftkældar og er þar svefnpláss fyrir tvo auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Báturinn mun sinna farþega og vörufutningum fyrir klaustrið til og frá Mount Athos skaganum.

 

Aðalvélar bátsins eru tvær af gerðinni Yanmar 6LY 380hö hvor um sig tengdar ZF280IV gírum.

Siglingatæki eru frá Garmin og Furuno. 

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Pantanassa. © Trefjar.is 2013.

25.10.2013 18:53

Sólfell

Sólfell EA 640 á toginu. Upphaflega Ólafur Magnússon EA 250 frá Akureyri. Smíðaður í Brattavogi hinum norska og gott ef hann endaði ekki aftur í Noregi. Sem brunnbátur.

161. Sólfell EA 640 ex Ólafur Magnússon EA. © Hreiðar Olgeirsson.

25.10.2013 18:36

Kristbjörg

Held að þessi hafi ekki birst áður en örugglega mynd úr þessari syrpu. Kristbjörg ÞH 44 kemur að landi á Húsavík. 

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.

25.10.2013 16:47

Gunnar Bjarnason

Held ég hafi nú birt þessa mynd áður en skelli henni samt inn. Þetta er ein þeirra mynda sem koma til greina á dagatal Skipamynda 2014. Hreiðar Olgeirsson tók hana inn á fjörðum austanlands, sennilega 1983. Fallegur bátur Gunnar Bjarnason sem var smíðaður fyrir Dalvíkinga, Loftur Baldvinsson EA ef ég man rétt.

 

144. Gunnar Bjarnason SH 25 ex Hagbarður KE. © Hreiðar Olgeirsson.
 
 

 

 

20.10.2013 20:33

Gosi, Gosi og Gosi

Hér koma myndir af þrem bátum, Gosa, Gosa og Gosa. Þeir tengjast með þeim hætti að Gosi ÞH 9 var í eigu Birgirs Lúðvíkssonar sem er afi Birgirs Haukdal Rúnarssonar sem á Gosa KE 102. Og sonur Bigga Lúlla og faðir Birgirs á Gosa KE er Rúnar Birgirsson ( Rúnar rakari) og á hann hobbýbátinn Gosa ÞH 45 sem er þriðji báturinn. Læt fylgja með myndir af nöfnunum.

Gosi ÞH 9. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

Birgir Lúðvíksson. © Hafþór Hreiðarsson.

 

                          1914. Gosi KE 102 ex Fylkir KE. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

                                Birgir Haukdal Rúnarsson. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

                                        6768. Gosi ÞH 45 ex Alda ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

20.10.2013 12:29

Byr

Byr NS frá Bakkafirði var einn þeirra báta sem til Húsavíkur komu í slipp. Ekki ókunnur húsvíkingum, hét Svanur ÞH og síðar Aron ÞH en liggur nú í Reykjavík undir nafninu Jón Forseti.

992. Byr NS 192 ex Fiskines GK. © Hafþór Hreiðarsson.

20.10.2013 12:27

Þorsteinn

Þorsteinn GK frá Raufarhöfn í slipp á Húsavík. Nýja brúin ekki komin þarna en sennilega stutt í það.

Þorsteinn GK 15 ex EA 15. © Hafþór Hreiðarsson.

20.10.2013 12:24

Geir

Það voru ekki bara bátar húsvíkinga sem komu í slippinn á Húsavík hér áður fyrr. Nágrannar nýttu hann sér líka og hér er það Geir frá Þórshöfn sem er uppi. Síðar Guðrún Björg ÞH.

462. Geir ÞH 150 ex Eskey SF. © Hafþór Hreiðarsson.

20.10.2013 11:45

Guðbjörg

Makrílbáturinn Guðbjörg GK að veiðum við Keflavík seinnipart sepembermánaðar. Upphaflega Ósk KE. 

2500. Guðbjörg GK 666 ex Reynir GK. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

20.10.2013 11:32

Bjössi

Bjössi RE að koma að landi í Keflavík í fyrra mánuði. 

2553. Bjössi RE 277 ex Sandvíkingur GK. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

19.10.2013 09:57

Í ljósaskiptunum

Tók þessa við Húsavíkurhöfn  í ljósaskiptunum  í gær. 

Við Húsavíkurhöfn. © Hafþór Hreiðarsson 2013.
Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399629
Samtals gestir: 2008173
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 12:41:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is