Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 September

18.09.2013 22:20

Náttfari

Hér kemur mynd af Náttfara ÞH 60 sem Ólafur heitinn Guðmundsson á Borgarhóli tók í Norðursjónum í denn. Ekki hef ég birt mynd af bátnum undir þessu nafni svo mig minnir. Hét síðar Heimaey VE og gaman að geta þess að Óli á Borgarhóli, sem lengi var handavinnukennari við Barnaskólann á Húsavík, var úr Vestmannaeyjum.

1035. Náttfari ÞH 60. © Ólafur Guðmundsson.

17.09.2013 16:20

Gulley

Hér kemur mynd af makrílveiðibátnum Gulley KE sem félagi Alfons sendi mér síðsumars. Þarna er hún að koma til hafnar í Ólafsvík.

1396. Gulley KE 31 ex Móna GK. © Alfons 2013.

 

 

16.09.2013 20:19

Týr sleit landfestar

Í illviðrinu sem geisaði á landinu í nótt og í morgun tók Varðskipið Týr að slíta landfestar, en skipið liggur við bryggju í Húsavík eins og síðuskoðarar hafa kannski orðið varir við.  Það var fyrst undir miðnætti  sem lið vaskra manna var kallað út til aðstoðar við að koma fleiri böndum á og aftur snemma í morgun. Og nú er Týr kyrfilega bundinn við bryggju.

 

Varðskipið Týr við Bökugarðinn á Húsavík í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

 

16.09.2013 20:09

Suðurey

Suðurey VE á toginu, myndina tók Sigdór Jósefsson háseti á bláröndótta frystitogaranum úr Garðinum á dögunum. Suðurey hét eins og flest allir vita, sem koma hér inn, Þórunn Sveinsdóttir VE.

2020. Suðurey VE 12 ex Þórunn Sveinsdóttir VE. © Sigdór 2013.

14.09.2013 22:25

Skonnortan Ópal á heimleið

Skonnortan Opal er nú á siglingu heim, eftir frábæra sumartíð þriðja árið í röð, í Scoresbysundi á norðaustur Grænlandi.  Skútan er væntanleg til Húsavíkur á morgun, sunnudag.

Óhætt er að segja að áhöfn og eigendur Norðursiglingar séu stolt af árangri sumarsins.  Í sjö, vikulöngum siglingum um sundið hefur Opal borið farþega sína á framandi slóðir í þessu stærsta fjarðakerfi heims.  Stórfengleg, ógleymanleg og einstök eru nokkur þeirra lýsingarorða sem gestirnir hafa notað til að lýsa upplifun sinni af ferðinni. 

Augljóst er að Scoresbysund er engu líkt og það að ferðast um svæðið á skipi eins og Opal gefur möguleika á því að heimsækja staði sem ekki væru aðgengilegir annars í stórkostlegum óbyggðum norðaustur Grænlands.

Þegar líður á haustið er Opal væntanleg til Reykjavíkur og mun hún liggja við tónlistarhúsið Hörpu þar sem boðið verður uppá skemmtisiglingar.

 

2851. Ópal í Scoresbysundi. © Eiríkur Guðmundsson 2013.

13.09.2013 19:28

Eyborg

Eyborgin kom til Húsavíkur nú undir kvöld og beið ég á Bökugarðinum til að ná af hennu mynd. Og þá meina ég beið því hægfara var hún. Alltaf skal lagið Ormurinn langi koma upp í hugann þegar Eyborgina ber fyrir augu. Sem er svo sem ágætt enda gott lag þar á ferð með færeysku hljómsveitinni TÝR.

2190. Eyborg ST 59 ex EA 59. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

 

11.09.2013 17:59

Tveir bláir, ljósbláir

Tók þessa áðan þegar Árni á Eyri kom að landi og fyrir lá Orri við Norðurgarðinn.

2150. Árni á Eyri ÞH 205 - 923. Orri ÍS 180. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

09.09.2013 22:29

Fönix

Rækjubáturinn Fönix ST frá Hólmavík kom inn til löndunar á Húsavík í dag. Myndaði hann við bryggju í fyrra en náði honum núna á ferðinni. Smíðaður 1960 í Noregi.

177. Fönix ST 177. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

09.09.2013 22:23

Máni

Máni ÞH er á línu rauður og flottur. Hér kemur hann að landi í dag. Seyðisfjarðarsmíði sem upphaflega hét Þjóðólfur ÍS.

1920. Máni ÞH 98 ex Máni EA 36. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

09.09.2013 22:18

Hafborg

Grímseyjarbáturinn Hafborg hefur verið á dragnót hér á Skjálfandaflóa að undanförnu. Hér kemur hún að landi í dag. Ávallt glæsileg að sjá, vel hirtur bátur.

2323. Hafborg EA 152 ex Stapavík AK. © Hafþór 2013.

 

09.09.2013 22:11

Kristinn

Kristinn ÞH frá Raufarhöfn kom til Húsavíkur síðdegis í dag. Hverra erinda veit ég ekki ennþá en hann lagðist að flotbryggju. Flottur bátur Kristinn en han ner í eigu Hólmsteins Helgasonar ehf. á Raufarhöfn.

2661. Kristinn ÞH 163. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

09.09.2013 22:07

Karólína

Línubáturinn Karólína hóf róðra eftir sumarfrí á nýju kvótaári og hér kemur hún til hafnar á Húsavík í dag.

2760. Karólína ÞH 100. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

09.09.2013 22:01

Kafari

Kafari AK er hér á Húsavík núna en veit ekki alveg hvað þeir eru að bralla. Kemur í ljós síðar. Fyrir þá sem ekki vita er þetta gamla Hríseyjarferjan.

1541. Kafari AK. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

09.09.2013 21:57

Sylvía

Hvalaskoðunarbáturinn Sylvía kemur ti hafnar á Húsavík í dag. Sylví er einn af Vararbátunum svokölluðu sem smíðaðir voru hjá Bátasmiðjunni Vör á Akureyri.

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

09.09.2013 21:52

Gimli

 Sómabáturinn Gimli ÞH á hraðferð til hafnar á Húsavík í dag. Eigandi Oddur Örvar Magnússon.

6643. Gimli ÞH 5. © Hafþór Hreiðarsson 2013.
Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399629
Samtals gestir: 2008173
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 12:41:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is