Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Ágúst

05.08.2013 14:28

Sóley

Sóley SH á útleið frá Grindavík, sinni upphaflegu heimahöfn. Þá hét báturinn, sem smíðaður var á Seyðisfirði, Harpa GK 111. Síðar Silfurnes SF.

1674. Sóley SH 124 ex Silfurnes SF. © Gundi 2013.

05.08.2013 14:27

Sigþór

Sigþór ÞH á toginu í den. Sigurpáll GK upphaflega, sænsk smíði árgerð 1963.

185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK. © Hafþór Hreiðarsson.

05.08.2013 14:27

Geiri Péturs

Geiri Péturs leggur hér úr höfn á Húsavík. Smíðaður í Vestnes í Noregi 1984. Hét Rosvik en var keyptur til landsins 1987 og fékk þá nafnið Geiri Péturs. Seldur aftur til Noregs þegar útgerðin keypti Skúm ÍS.

1825. Geiri Péturs ÞH 344 ex Rosvik. © Hafþór Hreiðarsson.

05.08.2013 14:26

Faxi

Faxi GK undan suðurströndinni. Árið er 1982 og tók Hreiðar Olgeirsson myndina þar sem hann var á netaveiðum á Kristbjörginni líkt og þeir Faxamenn.

44. Faxi GK 44. © Hreiðar Olgeirsson 1982.

05.08.2013 14:26

Bjarki

Helgi Héðins á Bjarka ÞH fyrir utan Bökuna, grásleppuvertíðin í hámarki á síðasta áratug 20 aldarinnar.

5525. Bjarki ÞH 271© Hafþór Hreiðarsson.

05.08.2013 14:26

Eyvindur

Eyvindur KE að koma að landi í Keflavík. Upphaflega Sæborg ÞH , smíðaður á Akureyri 1977. Varð aftur Sæborg ÞH en heitir í dag GUnnar Halldórs ÍS. Liggur fyrir vestan.

1475. Eyvindur KE 37 ex Sæborg ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.

05.08.2013 14:26

Jón Erlings

Jón Erlings GK 222 kemur að landi í Keflavík úr dragnótarróðri. Smíðaður í Skipavík 1971 og hét upphaflega Sæþór KE. Bar nokkur nöfn eftir það en báturinn brann við Snæfellsnes og hét þá Dritvík SH.

1173. Jón Erlings GK 222 ex Krossey SF. © Hafþór Hreiðarsson.

05.08.2013 14:24

Straumnes

Straumnes RE lætur úr höfn á Húsavík sumarið 2004. Upphaflega Dagfari ÞH (sá eldri) en laut í gras fyrir pottinum sem Jón Steingrímsson RE. 

973. Straumnes RE 7 ex Sigurður Jakobsson ÞH. © Hafþór.

05.08.2013 14:24

Snæbjörg

Snæbjörg ÍS í höfn á Húsavík  2003. Upphaflega Hamraborg GK, smíðuð í Sandgerði. Heitir Byr ÍS í dag. 

1436. Snæbjörg ÍS 43 ex Snæbjörg ÓF. © Hafþór 2003.

05.08.2013 14:20

Árni

Árni KE að koma að landi í Keflavík. Heitir líka Árni í dag en er frá Eyri. ÞH 205. Upphaflega Rúna RE hér á landi en hefur borið nafnið Sigurpáll GK undanfarin ár. Þar á undan Harpa HU. 

2150. Árni KE 89 ex Rúna RE. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is