Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Ágúst

31.08.2013 13:42

Hauganes hér áður fyrr

Hér kemur önnur mynd frá Hauganesi. Sennilega tekin 1986-7 kannski aðeins síðar. Eða fyrr. Þarna er Níels og er enn í dag. 

 

Hauganes við Eyjafjörð. © Hafþór Hreiðarsson.

31.08.2013 13:21

Hauganes

Höfnin á Hauganesi, tekið á dögunum er ég var þar á ferðinni.

 

Hauganes við Eyjafjörð. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

 

 

 

30.08.2013 23:27

Náttfari og G.Vil

Eftir að hvalaskoðun lauk í dag var Náttfari færður að Suðurgarðinum vegna slæmrar veðurspár og allur er jú varinn góður. Það væri svo sem ekki í frásögu færandi nema frá er því að segja að allmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Suðurgarðinn í sumar. Verið er að endurnýja bryggjuna og í stað gamla gjörónýta stálþilsins kemur glæsileg harðviðarbryggja. Og við hana lagðist Náttfari fyrstur báta fyrir utan strandveiðibátinn Seig EA sem lá þar einn morguninn fyrir skömmu. Ég tók nokkrar myndir við þetta tækifæri en vegna mikillar rigningar þá stundina urðu þær færri og verri en ella.

 
993. Náttfari við nýja viðlegukantinn. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

Guðmundur Vilhjálmsson var vélstjóri á Náttfara í dag. © HH 2013.

 

 

 

23.08.2013 12:03

Ný Cleopatra til túnfiskveiða við Afríku

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi núna á dögunum nýjan Cleopatra bát til Mayotte við austurströnd Afríku.

Að útgerðinni stendur Ahmed Subra útgerðarmaður frá Mamoudzou á Mayotte.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Faïzanas Sa.  Báturinn mælist 11brúttótonn.  Cap‘tain Alandor II er af gerðinni Cleopatra 33.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 6CTA8.3M 430p tengd ZF gír.

Siglingatæki koma frá Furuno.

 

Báturinn er útbúinn til túnfiskveiða með flotlínu.  Notuð 50km löng 3mm girnislína við veiðarnar og 1000krókar beittir á hverri lögn.

Í bátnum er einangruð fiskilest.  Hífingarbúnaður er á dekki til að auðvelda inntöku stórra fiska.  Sólhlíf er yfir vinnudekki.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

 

Rými er fyrir 16stk 380lítra kör í lest.  Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

 

Reiknað er með að báturinn muni hefja veiðar í Indlandshafinu nú í september.

Faizanas Sa DI 930479. © Trefjar.is

22.08.2013 18:35

Húsavíkurhöfn á síðsumarskveldi

Það var einstaklega fallegt skýjafarið hér við Skjálfanda í gærkveldi. 

Við Húsavíkurhöfn að kveldi 21. ágúst. © Hafþór Hreiðarsson.

 

Og hér koma nokkrar til viðbótar.

 

 

 

Fleiri myndir er hægt að skoða hér

18.08.2013 16:06

Meira af Árna á Eyri

Hér koma fleiri myndir úr syrpunni af Árna á Eyri ÞH. Þær tala sínu máli og ekki orð um það meir.

2150. Árni á Eyri ÞH 205 ex Sigurpáll GK. © Hafþór 2013.

 

                                      2150. Árni á Eyri ÞH 205. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

                                        2150. Árni á Eyri ÞH 205. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

                                       2150. Árni á Eyri ÞH 205. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

                                  2150. Árni á Eyri ÞH 205 ex Sigurpáll GK. © Hafþór 2013.

 

 
 

 

 

16.08.2013 22:01

Árni á Eyri

Árni á Eyri ÞH 205 kom til hafnar á Húsavík í dag en eins og áður hefur komið fram keypti nýstofnað fyrirtæki, Eyrarhóll, bátinn frá Grindavík í vor. Báturinn hefur verið í slipp í Skipavík í sumar og síðustu daga við Slippkantinn á Akureyri en unnið hefur verið að breytingum og endurbótum á honum. Báturinn mun fara til rækjuveiða á Skjálfanda og verðu rækjan flokkuð og stærri rækjan soðin um borð. Hún verður síðan, ófrosin og ópilluð, flutt með flugi á markað í Skandinavíu.

Ég fór með Alla Hólmgeirs útgerðarmanni til móts við Árna á Eyri og tók talsvert að myndum og hér kemur ein úr ferðinni. Fleiri myndir munu birtast síðar.

 

2150. Árni á Eyri ÞH 205 ex Sigurpáll GK. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

15.08.2013 20:30

Seigur

Strandveiðibáturinn Seigur EA 69 hefur verið að róa frá Húsavík síðustu daga. Splunkunýr handfærabátur frá Seiglu á Akureyri sem sjósettur var í lok júlí. Þríforkur ehf. er skráður eigandi á Fiskistofu.

7769. Seigur EA 69. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

15.08.2013 20:12

Bjarni Sæm

Bjarni Sæmundsson RE kom til Húsavíkur í morgun. Tók þessa mynd við það tækifæri. Held ég hafi myndað hann síðast hér á Húsavík síðla árs árið 2000. En kannski einhvern tímann í millitíðinni, man það ekki.

1131. Bjarni Sæmundsson RE 30. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

13.08.2013 22:22

Máni

Hvalaskoðunarbáturinn Máni kemur til hafnar á Dalvík í dag. Hét áður Númi eins margir vita. Upphaflega Ásbjörg ST.

            1487. Máni ex Númi RE. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

12.08.2013 19:32

Ný Cleopatra 36 til Vesterålen

Bátsmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Bø í Vesterålen sem er í Nordlandsfylki í Noregi.

Kaupandi bátsins er Ansten Albrigtsen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.

 

Báturinn hefur hlotið nafnið Bøbas.  Báturinn mælist 15brúttótonn.  Bøbas er af gerðinni Cleopatra 36 sem er sérstök útgáfa af Cleopatra 38.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSM11 610hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Simrad og Furuno.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til neta og handfæraveiða.

Búnaður til netaveiða kemur frá Lorentzen og Rapp í Noregi.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 11stk 660lítra kör í lest.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla og sturtuklefi.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

 

Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í ágúst.

 

                                        Böbas N-30-BÖ. ©Trefjar.is

09.08.2013 15:33

Samherji gengur frá kaupum á línuskipi

Nú í vikunni gekk Samherji frá kaupum á Carisma Star, 52 metra löngu og 11 metra breiðu línuveiðiskipi.

Carisma Star var áður í eigu Carisma Star AS í Måløy Noregi.  Skipið var smíðað í Noregi 2001 og fór í gagngera yfirhalningu árið 2008 þar sem vinnsludekkið var meðal annars endurbyggt og vistarverur endurbættar. Skipið er mjög vel með farið og vel útbúið til línuveiða en skipið er með brunn í miðju skipinu, fremst í vélarrúmi þar sem línan er dregin í gegnum en fá skip í heiminum eru þannig útbúin.

Aðbúnaður fyrir skipverja er allur til fyrirmyndar.

Samherji hyggst gera skipið út á bolfisk á Íslandi á næstu mánuðum og mun skipið landa ferskum afla til vinnslu í landvinnslunum á Dalvík og Akureyri. Skipið er vel útbúið til vinnslu um borð, bæði fyrir flökun og heilfrystingu.

Skipið er komið úr sinni síðustu veiðiferð í Noregi og landar á mánudaginn og fer síðan í slipp og verður í framhaldi af því afhent nýjum eigendum. (samherji.is)

Carisma Star SF-10-V © samherji.is

05.08.2013 14:29

Kristbjörg

Kristbjörgin á stími, myndina tók Gundi á dögunum. Kristbjörgin hét upphaflega Haraldur AK og síðar Gandí VE. Og Guðjón VE um tíma og aftur Gandí en Kristbjargarnafnið upp frá því. 

84. Kristbjörg VE 71 ex Gandí VE. © Gundi 2013

05.08.2013 14:28

Árni Friðriksson

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE á siglingu. Smíðað í Síle um árið. Myndina tók Gundi á Frosta fyrir skömmu

2350. Árni Friðriksson RE 200. © Gundi 2013.
Flettingar í dag: 588
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399682
Samtals gestir: 2008177
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:46:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is