Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Júlí

30.07.2013 15:06

Örfirisey

HB-Grandatogarinn Örfirisey RE 4 á toginu fyrir skömmu. Á sér eitt systurskip í flotanum, Höfrung III AK 250 sem einnig er í eigu HB-Granda. Skipin voru smíðuð í Noregi 1988 fyrir Færeyinga en keypt síðar til Ísland. Hétu Polarborg og Polarborg II. Örfirisey hefur verið lengd.

2170. Örfirisey RE 4 ex Polarborg. © Sigdór Jósefsson 2013.

29.07.2013 20:14

Brynjólfur

Brynjólfur VE öslar hér áfram en myndina tók Gundi á miðunum. Upphaflega Gissur ÁR en var þó um tíma í flota Húsvíkinga og hét þá Flatey ÞH. Raðsmíðaskip smíðað hjá Þoregir og Ellert á Akranesi.

1752. Brynjólfur VE 3 ex Flatey ÞH. © Gundi 2013.

21.07.2013 12:34

Ópal leggur í´ann til Grænlands í dag

Skonnorta Norðursiglingar - Opal leggur í dag upp frá heimahöfninni Húsavík, áleiðis til Grænlands. 

Ferðinni er heitið í Scoresbysund á norðaustur Grænlandi þar sem Opal verður í vikulöngum leiðangurssiglingum með farþega um þetta stærsta fjarðakerfi í heimi.

Skonnortan Opal bættist í flota Norðursiglingar á Húsavík í vetur og hefur síðan þá verið unnið að þeim breytingum sem nauðsynlegar voru auk þess sem hún hefur verið innréttuð með tilliti til lengri siglinga með farþega.

Opal hefur nú sex tveggja manna klefa fyrir farþega auk áhafnaraðstöðu, ásamt öllum þeim búnaði sem nauðsynlegur er í ferðum sem þessum.
 
 
Myndband af ferðum Norðursiglingar í Scoresbysundi, á Skonnortunni Hildi, síðastliðið sumar má skoða hér  
 
                        
                    2851. Ópal. © Hafþór 2013.

 

20.07.2013 14:52

Þór

Á dögunum birtist hér mynd af Baldvin Njálssyni GK en í dag kemur mynd tekin úr Baldvin. Hana tók Sigdór Jósefsson snemma í morgun og er hún af frystitogaranum Þór frá Hafnarfirði.

2549. Þór HF 4. © Sigdór Jósefsson 2013.

19.07.2013 20:26

Fékk í skrúfuna

Röst frá Sauðárkróki fékk veiðafærin í skrúfuna á makrílmiðunum vestan við land í dag. Frosti frá Grenivík kom til aðstoðar og er að draga hana til hafnar við Breiðafjörð. Gundi var að venju á fréttavaktinni og sendi þessar myndir.

1009. Röst SK 17 ex Kristbjörg ÞH. © Gundi 2013.

 

1009. Röst SK 17 ex Kristbjörg ÞH. © Gundi 2013.

16.07.2013 20:57

Láki

Gundi sendi þessa mynd af Láka sem hann tók í Grundarfirði. Láki hét upphaflega Frosti ÞH 230 og þar hóf téður Gundi sjómannsferilinn 2. janúar 1978. Það sama ár, þegar Frostaútgerðin keypti Jón Sör frá Húsavík (1094), keypti Pálmi Karlsson Frosta til Húsavíkur þar sem hann fékk nafnið Helga Guðmunds ÞH 230.

1373. Láki ex Skátinn GK. © Gundi 2013.

15.07.2013 22:36

Hélt ég yrði ekki eldri

Ég hélt ég yrði ekki eldri í dag þegar ég kom til Akureyrar. Eins og venjan er þegar þangað kemur fer ég niður að slipp og tek stöðuna þaðan. Þ.e.a.s hvar á að byrja að sinna erindum þeim sem gáfu tilefni til ferðarinnar. Ekki fer ég að tilefnislausu inn eftir.

En þegar ég kem þarna akandi að slippnum rek ég upp þetta svaka öskur þannig að Ella og stelpurnar hrökkva svoleiðis í kút að það lá einnig við að þær yrðu ekki eldri.

Og öskrið var svo sannarlega ekki að tilefnislausu því upp í slippnum var Þorsteinn frá Raufarhöfn og ekki lengur GK. Ég nýorðinn hálfrar aldar gamall og allan þann tíma, og gott betur, hefur Þorsteinn verið GK 15.

Og þar sem ég kom keyrandi að slippnum sá ég að verið var að mála ÞH á hann og komið 1. Áður en ég hélt frá Akureyri á sjötta tímanum renndi ég við í slippnum og þá var komið 11. En þar sem Brósi er með ÞH 11 á Vilborginni kom það ekki til greina.  Og þar sem sást móta fyrir 5 fyrir aftan 11 (bakborðsmegin) grunaði mig að það yrði 115.

Og vefur Fiskistofu staðfestir það.

Sem sagt Þorsteinn ÞH 115 frá Raufarhöfn. 

926. Þorsteinn ÞG 115 ex Þorsteinn GK. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

15.07.2013 22:24

Dala-Rafn

Enn berast myndir af makrílmiðunum og er það vel. Hér er það Dala-Rafn sem er að taka trollið og Gundi á Frosta myndasmiður sem fyrr.

2758. Dala-Rafn VE 508. © Gundi 2013.

12.07.2013 13:02

Baldvin Njálsson

Baldvin Njálsson GK á makrílmiðunum í gærmorgun. Myndina tók Gundi á Frosta.

2182. Baldvin Njálsson GK 400 ex Rán GK. © Gundi 2013.

09.07.2013 13:30

Arnar

Á þessari mynd Gunda sést Arnar frá Skagaströnd á toginu. Myndina tók hann á makrílmiðunum vestur af Snæfellsnesi í gærkveldi.

2265. Arnar HU 1 ex Neptun. © Gundi 2013.

08.07.2013 12:09

Helgi

Gundi á Frosta sendi mér þessa mynd sem hann tók í morgun á Grundarfirði. Hún sýnir togbátinn Helga SH  koma til hafnar. Helgi var smíðaður á Ísafirði og hét upphaflega Þór Pétursson ÞH 50.

2017. Helgi SH 35 ex Þór Pétursson. © Gundi 2013.

 

03.07.2013 19:15

Húni II og Ópal

Húni II kom til Húsavíkur um kaffileytið í dag en eins og margir vita hóf hann siglingu hringinn í krinugm Ísland með hljómsveitina Áhöfnin á Húna sem ætla rokka á einum 16 stöðum á landinu. Og fyrstu tónleikarnir eru núna klukkan átta hér á Húsavík.  

Hér á myndinni að neðan er Húni II að koma til hafnar og skonnortan Ópal fylgdi honumsíðasta spölinn ásamt fleiri ferðaþjónustufleytum Húsvíkinga.

2851. Ópal - 108. Húni II EA 740. © Hafþór 2013.

02.07.2013 21:27

First Lady of Nyhavn

Skonnortan sem ég birti myndir af í gær heitir Mira. Þetta kom í ljós þegar við Heimir Harðar hjá Norðursiglingu tókum tal saman. Og það sést betur á þessari mynd nafnið í veifunni. Mira er byggð 1898 í Danmörku. Nánar tiltekið í Faaborg. Gælunafn Miru er "First Lady of Nyhavn" og vísar til fegurðar hennar.

Mira siglir og framundan er danska konungssnekkjan Dannebrog. © Hafþór 2013

02.07.2013 15:46

Árni á Eyri

Fiskiskipið Sigurpáll GK sem fyrirtækið Eyrarhóll á Húsavík festi kaup á í vor hefur samkvæmt vef Fiskistofu fengið nafnið Árni á Eyri ÞH 205. Er báturinn nefndur eftir Árna Tómassyni á Knarrareyri, afa Guðmundar A. Hólmgeirssonar útgerðarmanns.

2150. Sigurpáll GK 36 nú Árni á Eyri ÞH 205. @ Hafþór.

 

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1704
Gestir í gær: 116
Samtals flettingar: 9256318
Samtals gestir: 1995181
Tölur uppfærðar: 25.8.2019 01:05:07
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is