Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Júní

30.06.2013 23:18

Birnir tveir

Togarinn Gunnbjörn kom að bryggju á Húsavík upp úr hádeginu í gær eftir að Valbjörn hafði dregið hann að landi. Tauginni var sleppt framan við víkina og kom Gunnbjörninn undir eigin vélarafli að bryggjunni. Valbjörninn fylgdi í humátt á eftir en eftir að Gunnbjörninn var kominn að sigldi Valbjörnin út flóann. Hvað var bilað veit ég ekki.

1686. Valbjörn ÍS 307 - 1327. Gunnbjörn ÍS 302. © Hafþór 2013.

 

30.06.2013 16:00

Vagg og velta

Það var vagg og velta í gær þegar Fanney kom úr einni hvalaskoðunarferðinni.

1445. Fanney ex Siggi Þórðar. © Hafþór 2013.

 

1445. Fanney ex Siggi Þórðar. © Hafþór 2013.

 

1445. Fanney ex Siggi Þórðar. © Hafþór 2013.

17.06.2013 21:25

Kvöldstemming við höfnina

Það var mögnuð stemming við höfnina í kvöld. Hreyfði ekki hár á höfði manns og fólk sat úti við veitingastaðina og naut matarins og veðurblíðunnar. Farþegar biðu eftir að fara um borð í hvalaskoðunarbátana  og ævintýri í vændum hjá þeim í kvöldsólinni á Skjálfanda. 

Við Húsavíkurhöfn að kveldi 17 júní.  © Hafþór Hreiðarsson 2013.
Þjóðhátíðarblíða á Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

16.06.2013 13:45

Bryndís

Bryndís ÞH frá Raufarhöfn kom hingað fyrir nokkrum dögum og liggur við bryggju. Áður Galti ÞH. Náði ekki betri mynd en þetta þar sem báturinn var þó nokkuð fyrr á ferðinni en sagði til um á AISinu og ég fór of seint af stað.

2385. Bryndís ÞH 164 ex Galti ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

13.06.2013 22:34

Geir - Syrpa

Geir ÞH kom til hafnar á Húsavíkur tíuleytið í kvöld og smellti ég nokkrum myndum af honum. Þar sem þetta eru fleiri en tvær má kalla þetta myndasyrpu. Nokkuð ánægður með þessar og ef af dagatalsgerð verður í haust er Geir kandídat á það. 

2408. Geir ÞH 150. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

2408. Geir ÞH 150. © Hafþór Hreiðarsson 203.

 

2408. Geir ÞH 150. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

2408. Geir ÞH 150. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

                           
                        Kári Páll hjá Ísneti tekur hér við endanum. © HH

 

 

 

 

 

13.06.2013 20:11

Nökkvi og Frosti

Grenvíkingar skreyta báta sína á Sjómannadaginn og er það vel. Hér liggja þeir saman togbátarnir Nökkvi og Frosti sem eiga það sameiginlegt að hafa heitið Smáey og verið gerðir út frá Vestmannaeyjum. 

1622. Nökkvi ÞH 27 - 2433. Frosti ÞH 229. © Gundi 2013.

11.06.2013 20:42

Þrír

Hér gefur að líta þrjá rækjubáta sem lönduðu afla sínum á Húsavík í gær. Þetta eru heimabátarnir Jökull og Hera en næstur er Geir frá Þórshöfn. Sá fjórði, skuttogarinn Gunnbjörn frá Bolungarvík, landaði við Bökugarðinn.

Rækjubátar við Norðurgarðinn á Húsavík. © Hafþór 2013.

06.06.2013 21:43

Eyrún og Halla

Eyrún ÞH kom með skemmtibátinn Höllu í togi til Húsavíkur í kvöld, eitthvað bilað hjá köllunum. Ekki veit ég hvaða ferðalag var á Höllu, sem hefur einkennisstafina HF, en grunar að hún hafi verið á austurleið. 

7449. Eyrún ÞH 2 - 7575. Halla HF. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

04.06.2013 23:42

Fanney

Fanney kemur að landi í kvöldblíðunni nú á tólfta tímanum. Á sömu mínútunnni og Geir, hann kom siglandi inn flóann af rækjumiðunum en Fanney kom innan að, úr Saltvík sýndist mér.

1445. Fanney ex Siggi Þórðar GK. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

04.06.2013 23:32

Geir

Rækjubáturinn Geir ÞH frá Þórshöfn kom hingað inn á tólfta tímanum í kvöld og smellti ég þessari mynd af honum við það tækifæri. Nokkuð um liðið frá því ég myndaði hann síðast en mér segir svo hugur að ég eigi eftir að ná fleiri myndum í sumar. 

2408. Geir ÞH 150. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

02.06.2013 21:53

Heimir og Eidi heiðraðir

Heiðursmennirnir Heimir Bessa og Eidi Gils voru heiðraðir af Sjómannadagsráði Húsavíkur í dag og lesa má allt um það og skoða fleiri myndir á 640.is

Heimir Bessason og Eiður Gunnlaugsson. © Hafþór 2013.

02.06.2013 01:00

Til hamingju með daginn sjómenn

Þá er Sjómannadagurinn runnin upp og ekki úr vegi að óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.

Hátíðarhöldin á Húsavík hófust í gærmorgun með skemmtisiglingu á Skjálfandaflóa í frábæru veðri og að henni lokinni skemmtidagskrá með hefðbundnu sniði við höfnina.

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók í gær.

7158. Sæunn ÞH 22 í skemmtisiglingunni. © Hafþór 2013.

 

1354. Hildur og 259. Jökull ÞH 259. © Hafþór 2013.

 

Um borð í Náttfara í skemmtisiglingunni. © Hafþór 2013.

 

Sveit Álarans sigraði kappróðurinn. © Hafþór 2013.

 

Sveit Jötuns vann reiptogið. © Hafþór 2013.
  • 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is