Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Apríl

25.04.2013 14:31

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Það er gráupplagt að birta mynd af meistara Þorgeir koma í land úr síðasta grásleppuróðrinum í ár. Hann var með Jóhanni Gunnarssyni á Sóley ÞH 28.7382. Sóley ÞH 28 ex Íshildur. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

22.04.2013 21:27

Grásleppukarlar taka upp

Þá eru grásleppukarlar byrjaðir að taka upp netin. 

 

Sjá nánar hér

20.04.2013 12:02

Sigurpáll

Hér er það grásleppubáturinn Sigurpáll ÞH 68 sem kemur að landi. Myndin tekin í gær en Sigurpál á og gerir út Þorgeir Þorvaldsson.6712. Sigurpáll ÞH 68 ex Nanna. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

19.04.2013 18:04

Opal komin til nýrrar heimahafnar

Skonnortan Opal sem Norðursigling festi kaup á fyrr í vetur kom til nýrrar heimahafnar á Húsavík í dag. Fjölmenni tók á móti þessari glæsilegu viðbótvið húsvískan ferðaþjónustuflota.Skonnortan Opal. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

17.04.2013 21:55

Það fjölgaði í húsvíska flotanum um helgina þegar Nonni í Vík SH kom til Húsavíkur.

Landleiðina frá Ólafsvík þaðan sem hann var keyptur.

Það útgerðarfyrirtækið Barmur, sem Ingólfur Árnason og Freyja Eysteinsdóttir standa að, sem keypti bátinn en fyrir á fyrirtækið  Sigrúnu Hrönn ÞH 36 sem gerður er út á línu- og grásleppuveiðar. 
2587. Nonni í Vík SH 89 ex Auðbjörg. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

10.04.2013 16:41

Skonnortan Opal bætist í íslenska flotann

Norðursigling hefur fest kaup á nýrri skonnortu.  Opal er 32 metra löng, tvímastra skonnorta með 380 m2 seglaflöt, níu segl. Opal hefur káetur fyrir 12 farþega, í sex klefum, auk áhafnar. Um borð er 280 hestafla Scania vél og skipið er vel búið tækni- og öryggisbúnaði.

Opal er byggð sem togari í Damgarten árið 1952, eikarplankar á eikarbönd.  Árið 1973 tóku nýir, danskir eigendur við skipinu og á næstu átta árum þar á eftir var Opal breytt í skonnortuna sem hún er í dag. Í janúar síðastliðnum festi Norðursigling kaup á skipinu og er hún væntanleg til Húsavíkur um næstkomandi helgi.

Blásið hefur byrlega fyrir Opal í heimsiglingunni frá Ebeltoft í Danmörku og um Skotland. Nú er skonnortan undir fullum seglum við Færeyjar þaðan sem stefnan verður tekin á Húsavík og Opal fær nýtt hlutverk sem leiðangurs- og hvalaskoðunarskip hjá Norðursiglingu.

Með þessari viðbót hyggst Norðursigling byggja enn frekar undir framboð á skútusiglingum auk þess að mæta aukinni eftirspurn eftir lengri ferðum og leiðöngrum. (Fréttatilkynning)


Opal á siglingu.

06.04.2013 10:55

Ný Cleopatra 50 afgreidd til Gamvik í Noregi

Nú á dögunum var afgreiddur nýr Cleopatra 50 bátur til Gamvik í Finnmörku sem er nyrst í Noreg.

 

Skipstjóri og aðaleigandi bátsins er Haraldur Árni Haraldsson.   Bátnum var siglt frá Íslandi til Norður Noregs um páska.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Aldís Lind. Báturinn er 15m langur og 4.65m breiður og mælist 30 brúttótonn.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V222TI 800hp tengd ZF gír.

Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC og Simrad frá Sónar ehf og FAJ ehf.


Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum WESMAR hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða með yfirbyggðu vinnudekki.  Beitningavél og rekkakerfi fyrir 25.000 króka er frá Mustad. 


Línuspil og færaspil er frá Beiti ehf.

Löndunarkrani af gerðinni TMP 300L frá Ásafli ehf.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 23 stk. 660 lítra og 19 stk. 400L kör í lest. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir sex í lúkar, eldunaraðstöðu með öllum nauðsynlegum búnaði.

 

Báturinn hefur þegar hafið veiðar í Noregi.

 Aldís Lind. © Trefjar 2013.

02.04.2013 22:11

Bliki

Bliki EA 12 færir sig til í Grindavíkurhöfn eftir löndun. Sagður ÍS 203 í skipaskrá en eins og stendur skýrum stöfum á bátnum er hann EA 12. Samkvæmt því.2710. Bliki EA 12 (ÍS 203) © Hafþór Hreiðarsson 2013.

01.04.2013 11:54

Vilborg

Vilborg GK 320 kemur að landi í Grindavík. Sögð vera ÍS 170 í skipaskrá en ég segi og skrifa GK meðan það stendur á bátnum. Ekki eini báturinn sem ég sá þarna sem ekki er rétt merktur. Og hinn á líka að vera ÍS. 

 
2632. Vilborg GK 320 (ÍS 170) © Hafþór Hreiðarsson 2013.

01.04.2013 11:32

Grindavík

Línubátar landa í Grindavík í síðasta mánuði. Vilborg GK, Óli á Stað GK og Daðey GK.Línubátar landa í Grindavík. © Hafþór Hreiðarsson 2013.
  • 1
Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is