Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Mars

31.03.2013 12:14

Gleðilega páska

Óska síðulesendum gleðilegra páska og læt mynd sem ég tók á Skírdag fylgja með. Þetta er Tungulending á Tjörnesi þaðan sem bændur gerður trillur sínar út á árum áður. Húsið sem sést var og er kallað Söltunarhúsið en nú stefnir í að líf gæti færst í það hús aftur Sjá hérÍ Tungulendingu á Tjörnesi.  © Hafþór Hreiðarsson 2013.

31.03.2013 12:13

Arnþór

Það var farið að skyggja þegar ég tók þessa mynd. Báturinn er Arnþór GK 20 . Upphaflega Reykjaborg RE smíðuð á ísafirði. Lengd síðar.2325. Arnþór GK 20 ex Geir KE. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

30.03.2013 12:48

Húsavíkurhöfn

Þessa mynd tók Sigurpáll Ísfjörð á sínum tíma sem gæti verið frá sumrinu 1975 til sumarsins 1977. Amk. kom Kristbjörg sem sést við þvergarðinn ný til Húsavíkur vorið 1975. Þá var Jörfi, stóri báturinn sem liggur við bryggjuna, seldur sumarið 1977. Þannig að sumrin 1975, 1976 eða 1977 koma til greina. Húsavíkurhöfn. © Sigurpáll Ísfjörð.

30.03.2013 12:04

Nelson Nýja Sjálandi

Hér koma nokkrar myndir sem Geiri frændi minn Péturs sendi mér. Þær tók hann í sínum heimabæ, Nelson á Nýja Sjálandi.Trjábolir bíða útskipunar.Timburskipið við kajann.Útskipun í gangi.Hífa.3800 tonn af timbri komið um borð.Gamlir bátar á þurru landi.Hampiðjan með íslenska fánann við hún.Línubátur og togari frá Sealord.Flakafrystitogarar frá Talley´s útgerðinni.Skútur og snekkjur í Nelson.Skútuhöfnin.Innsiglingin. © Sigurgeir Pétursson 2013.

30.03.2013 11:39

Berglín

Hér Berglín að toga á rækjuslóð. Upphaflega Jöfur KE, smíðaður Stálvík í Garðabæ. Myndina tók Gundi á Frosta ÞH.1905. Berglín GK 300 ex Jöfur. © Gundi 2013.

29.03.2013 12:48

Tungulending

Héðan var einu sinni stunduð útgerð. Tungulending á Tjörnesi en þangað fór ég í gær.
29.03.2013 12:33

Nýr bátur til Kópaskers

Nýr bátur kom til hafnar á Kópaskeri í gærkveldi. Lesa meira hérJón Tryggvi Árnason útgerðarmaður. © GME 2013.

29.03.2013 12:29

Kristján

Línubáturinn Kristján frá Hafnarfirði kemur að landi í Grindavík. Fiskvinnslan Kambur á og gerir bátinn út.2820. Kristján HF 100. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

28.03.2013 13:30

Maron

Maron HU kemur að landi í Njarðvík. Hollensk smíði frá 1955, hét Búðafell SU upphaflega.363. Maron HU 522 ex Maron GK. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

28.03.2013 13:07

Áskell

Áskell EA á útleið frá Grindavík. Áður Helga RE 49 eins og flestir vita.2749. Áskell EA 749 ex Helga RE. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

27.03.2013 15:05

Happasæll

Happasæll KE að koma að landi í Keflavík á dögunum. Þýskt eðalstál. Hét Gulltoppur áður en hann fór á Suðurnesin en mér er ómögulegt að muna hvað hann hét þar áður en hann fékk Happasælsnafnið. Eitthvað stutt nafn nafn ?13. Happasæll KE 94 ex Gulltoppur ÁR. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

23.03.2013 12:31

Fríða Dagmar

Hér kemur bolvíski línubáturinn Fríða Dagmar til hafnar í Grindavík á dögunum. 2817. Fríða Dagmar ÍS 103. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

22.03.2013 21:32

Aldís Lind

Aldís Lind kom til Húsavíkur í kvöld en það var farið að skyggja svo ég fór ekkert á bryggjuna. Hún er á leið til nýrrar heimahafnar í Noregi. Við fáum nánari fréttir frá Trefjum fljótlega en þessa mynd tók ég í Hafnarfirði á dögunum. Báturinn er farinn af stað aftur og siglir í þessum skrifuðu orðum með hinu fagra Tjörnesi.Aldís Lind. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

19.03.2013 21:15

Maggi Ágústar á flugrækju

Nýtt útgerðarfélag, Björg Seafood, hefur keypt togbátinn Oddgeir EA og látið breyta honum í rækjuskip með vinnslu um borð. Ráðgert er að sjóða hluta af rækjunni og senda hana ófrysta með flugi á markað í Svíþjóð, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Snæbjörn Ólafsson hjá Viðskiptahúsinu og fyrrum rækjuskipstjóri er framkvæmdastjóri Björg Seafood. Hann sagði í samtali við Fiskifréttir að verið væri að leggja lokahönd á breytingar á Oddgeiri EA og færi skipið á veiðar á úthafsrækju í þessari viku eða þeirri næstu. Skipið hefur fengið nafnið Magnús Ágústsson ÞH-76 og er með heimahöfn á Þórshöfn. (Fiskifrettir.is)

Reyndar er heimahöfnin Raufarhöfn enn ekki Þórshöfn en hér er mynd af bátnum liggjandi við Grandagarð.


1039. Magnús Ágústsson ÞH 76 ex Oddgeir EA. © Hafþór 2013.


11.03.2013 18:11

Helgi Fló

Helgi Flóventsson ÞH 77 kemur hér að landi á Húsavík drekkhlaðinn síld. Sögu þessa báts hefur áður verið getið hér og ekki þarf að fjölyrða um það. Hann var smíðaður 1962 í Risör í Noregi fyrir Svan hf. en sögu hans lauk í pottinum sem engu eirir fyrir nokkrum árum og hét hann þá Brynjólfur ÁR.93. Helgi Flóventsson ÞH 77. © Sigurpáll Ísfjörð.93. Helgi Flóventsson ÞH 77. © Sigurpáll Ísfjörð.
Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1704
Gestir í gær: 116
Samtals flettingar: 9256318
Samtals gestir: 1995181
Tölur uppfærðar: 25.8.2019 01:05:07
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is