Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Febrúar

16.02.2013 14:39

Eyjaberg

Hér er Eyjabergið að koma til Þorlákshafnar um árið. Upphaflega Garðar II SH 164 frá Ólafsvík. Fór þaðan á Hornafjörð og svo til Eyja. Þá aftur á Snæfelssnesið þar sem hann fékk það nafn sem hann ber í dag. Magnús SH 205 heitir hann og hefur gengið í gegnum nokkrar bretingar frá þv+í myndin var tekin.1343. Eyjaberg VE 62 ex Garðar II. © Hafþór Hreiðarsson.

16.02.2013 14:37

Skálaberg

Skálabergið á siglingu á Skjálfanda 1987. Í dag er þessi bátur við rækjuveiðar á Sljálfanda og heitir Orri ÍS.923. Skálaberg ÞH 244 ex Sigurður Þorkelsson ÍS. © Hafþór 1987.

16.02.2013 14:11

Glettingur

Glettingur NS á útleið frá Húsavík. Var þarna að mig minnir á siglingu til heimahafnar í fyrsta sinn og kom við hér á Húsavík.2666. Glettingur NS 100. © Hafþór Hreiðarsson.

10.02.2013 20:35

Níels Jónsson

Hér koma myndir sem Jón Ingi Guðmundsson tók af Níels Jónssyni koma inn i slippinn á Akureyri í dag. 

Báturinn hafði verið að byrja draga þorskanetin í morgun út af Gjögrum þegar stýrið hætti að virka.

Árni Halldórsson skipstjóri og áhöfn hans dóu ekki ráðalausir og komust í land af sjálfsdáðum með því að stýra með fiskikari. 

Notuð þeir bómuna og fiskikar með sjó í til að beygja á bæði borð.

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík var við æfingar á Jóni Kjartanssyni út af Fjörðunum og fylgdu félagar úr sveitinni bátnum inn til Akureyrar. 

Mjög hvasst var og mikið rek.7717. Jón Kjartansson - 1357. Níels jónsson EA 106. © Jón Ingi 2013.6574. Toni - 1357. Níels Jónsson EA 106. © Jón Ingi 2013.Komið að slippnum. © Jón Ingi Guðmundsson 2013.

Ekki veit ég hvaða andskotans flipadrasl þetta er í færslunni en nenni ekki að elta ólar við það.07.02.2013 19:06

Ramóna

Eikarbáturinn Ramóna kom til hafnar á Húsavík nú undir kveld. Er báturinn á leið austur á firði, nánar tiltekið á Stöðvarfjörð þar sem eigandinn Hjörleifur Alfreðsson býr. Hann er nýbúinn að kaupa bátinn og lagði upp frá Þingeyri þar sem hann hefur legið.

Ramóna var smíðuð hjá Trésmiðju Asuturlands á Fáskrúðsfirði árið 1971 og er 25 bri. að stærð. Hét lengi vel Bára ÍS.1148. Ramóna ÍS 840 ex Sigursæll AK. © Hafþór Hreiðarsson 2013.
  • 1
Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is