Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Janúar

31.01.2013 15:05

Árbakur EA seldur til Frakklands

Árbakur EA hefur samkvæmt frétt á Vikudegi verið seldur til Frakklands. 

"Skipið er núna í skoðun í Slippnum hérna á Akureyri og verður síðan siglt til Frakklands, þar sem nýr eigandi tekur við því. Við höfum ekki þörf fyrir skipið og það hefur ekki verið mikið í notkun að undanförnu og þess vegna var það sett á söluskrá," segir Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. Árbakur var smíðaður í Danmörku árið 1980 og er um 800 brúttólestir. (Vikudagur.is)


2154. Árbakur EA 5 ex Mars RE. © Hafþór Hreiðarsson.

29.01.2013 15:43

Jökull

Jökulsmenn fóru í morgun að leggja þorskanetin, ágæt tilbreyting fyrir skipstjórann að komast úr rokinu heima hjá sér. Tók þessa mynd áðan þegar þeir komu að, var búinn að sjá þá á AIS-inu en fékk einnig sms og símtal frá félaga Þorgeir þegar þeir nálguðust. Leiðindaveður verður að segjast.259. Jökull ÞH 259 ex Margrét HF. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

28.01.2013 18:35

Vilja byggðakvóta til að efla Raufarhöfn


Frá Raufarhöfn. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

Byggðakvóti í bolfiski og makríl er það sem íbúar Raufarhafnar telja skipta mestu máli fyrir eflingu byggðarlagsins. Þetta er meðal þess sem kom fram á íbúaþingi sem haldið var á Raufarhöfn um helgina.

Mikil fólksfækkun

Íbúum Raufarhafnar hefur fækkað mikið undanfarna áratugi. Í fyrra bjuggu þar 185 og hafði þá fækkað um helming á um 20 árum. Íbúarnir vilja snúa þessari þróun við. Í fyrra var hrundið af stað byggðaþróunarverkefni sem Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Byggðastofnun og Háskólinn á Akureyri standa að en markmið þess er meðal annars að sporna við fólksfækkun á svæðinu og virkja íbúana sjálfa til þess að finna leiðir til að efla byggðina. Íbúaþingið sem haldið var í grunnskólanum á Raufarhöfn á laugardag og sunnudag var liður í þeirri vinnu. 

Fjölbreytt umræðuefni

Ríflega þriðjungur íbúa á Raufarhöfn mætti á íbúaþingið og þátttakendur voru á öllum aldri. Dagskráin var ekki ákveðin fyrirfram heldur stungu þátttakendur sjálfir upp á umræðuefnum. Í fréttatilkynningu frá Byggðastofnun segir að umræðuefnin hafi verið fjölbreitt en meðal þess sem fjallað var um voru atvinnumál almennt, ferðaþjónusta, sjávarútvegur, nýsköpun, æðardúnn, skólamál og málefni ungs fólks sem vill snúa aftur heim til Raufarhafnar.

Í lok þings forgangsröðuðu íbúar því sem þeir telja skipta mestu máli fyrir eflingu byggðar á Raufarhöfn. Byggðakvóti, eyrnamerktur Raufarhöfn, bæði í bolfiski og makríl, var þar efstur á blaði. Þar á eftir kom áhugi á verulegri sókn í ferðaþjónustu og markaðssetningu svæðisins, efling atvinnulífs almennt og draumur um að eignir sem áður tilheyrðu Síldarvinnslu ríkisins fái nýtt hlutverk og skapi sóknarfæri af fjölbreyttum toga. 

Starfsmaður ráðinn í þróunarverkefni

Byggðastofnun mun á næstunni ráða starfsmann til að sinna þróunarverkefnum á Raufarhöfn til eins árs. Á þinginu gafst íbúum kostur á að ræða um hver verkefni starfsmannsins ættu að vera. Byggðastofnun hyggst nýta reynsluna af Raufarhafnarverkefninu á fleiri stöðum á landinu í samstarfi við sveitarfélög og stoðstofnanir á viðkomandi svæðum.  

Stefnt er að öðrum íbúafundi á Raufarhöfn í lok febrúar til að fylgja íbúaþinginu eftir. (ruv.is)

26.01.2013 18:53

Ein fyrir Hödda í tilefni dagsins

Hér kemur ein mynd fyrir Hödda vin minn svona í tilefni dagsins. Hann er dyggur stuðningsmaður þess manns, sem ber sama nafn og þessi bátur, en sjallarnir í norðaustri eru með prófkjör í dag.1686. Kristján Þór EA 701 ex Gullþór KE. © Hafþór Hreiðarsson.

24.01.2013 21:29

Ný skonnorta bætist í flota NS

Norðursigling á Húsavík hefur keypt skonnortuna Opal frá Danmörku. Opal er smíðuð í Austur Þýskalandi 1952 til fiskveiða í Barentshafi. Að sögn Heimis Harðarsonar hjá NS fiskaði hún undir dönsku flaggi frá miðjum sjöunda áratugnum áratugnum. Henni var breytt í skonnortu á árunum 1972 - 1982 af fólki sem Norðursigling kaupir siðan skipið af. Opal hefur síðustu 30 árin siglt marg oft í Karabíska hafið, að Afríkuströndum og Norður Ameríku svo eitthvað sé nefnt.  

Mesta lengd: 32 metrar (skrokkurinn er 24m).
Breidd: 6,8 metrar.
Hæð mastra 26 og 27 metrar. 

Meira síðar..........


Skonnortan Opal. 

23.01.2013 16:39

Myndband frá Fonsa

Hér kemur myndband frá Fonsa, er ekki viss hvort hann syngur undir en þetta er amk. líkt honum.


16.01.2013 16:21

Ísbjörn

Ísbjörninn rak inn nefið á fjórða tímanum í dag, bara springurinn settur í land við Bökugarðinn. Erindi hans var að ná í umbúðir hjá Eimskip og netastykki sem Siffi Jónda kom með á Ísnetspikkanum. Þetta var híft um borð og síðan látið úr höfn áleiðis á rækjumiðin. Hér kemur ein mynd af togaranum á Skjálfanda og aldrei að vita nema fleiri birtist síðar.


2276. Ísbjörn ÍS 304 ex Borgin. © Hafþór Hreiðarsson 2013.


14.01.2013 18:06

Nýr bátur til Kópaskers

Garðar Birgisson og Friðný Sigurðardóttir á Kópaskeri hafa samkvæmt heimildum Skipamynda keypt Eldey BA frá Brjánslæk. Þau gerður út Fróða ÞH og höfðu skipti á honum og Eldey. Eldey er Cleopatra 31L en Fróði lengd Skel 80. Eldey kom með bíl til Húsavíkur í gærkveldi og er nú við bryggju. Eða reyndar utan á Mána.2438. Eldey BA 96 ex ÁR 16. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

13.01.2013 15:34

Eiður

Hér siglir Eiður ÓF inn til Húsavíkurhafnar. Nú Eiður ÍS.


1611. Eiður ÓF 13 ex Guðlaug SH. © Hafþór Hreiðarsson.


12.01.2013 14:47

Kristrún

Kristrún RE lætur hér úr höfn í Reykjavík. Upphaflega Ólafur Friðbertsson ÍS og síðan Albert Ólafsson KE og HF. Heitir Kristrún II í dag.256. Kristrún RE 177 ex Albert Ólafsson HF. © Hafþór Hreiðarsson.

12.01.2013 14:37

Björg Jónsdóttir

Hér sýnir Björg Jónsdóttir ÞH okkur afturendann við komuna til landsins í nóvember 2004.2618. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Birkiland. © Hafþór Hreiðarsson 2004.


11.01.2013 23:15

Sléttbakur

Sléttbakur EA á Eyjafirði. Ekki var hann nú lengi í íslenska flotanum þessi. Systurskip Þórs HF.2550. Sléttbakur EA 4. © Hafþór Hreiðarsson.

11.01.2013 23:09

Lýtingur

Þarna siglir Lýtingur frá Vopnafirði á firðinum langa. Geiri frændi minn tók hring enda skipið nýmálað og tilefni til að mynda. Og það voru teknar nokkupð margar, og það þótt það væri á filmu. 

  
972. Lýtingur NS 250 ex Stjörnutindur SU. © Hafþór Hreiðarsson.
11.01.2013 22:42

Jón Gunnlaugs

Jón Gunnlaugs hefur heitið þessu nafni frá því hann hljóp af stokkunum hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík árið 1972. Lengst af GK 444 en síðustu árin ÁR 444. 1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444 ex GK 444. © Hafþór Hreiðarsson 2012.
Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 725
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 9252914
Samtals gestir: 1994752
Tölur uppfærðar: 21.8.2019 13:15:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is