Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Desember

31.12.2012 16:14

Salka í fjörunni-Myndband


1438. Salka strandstað. © Hafþór Hreiðarsson 2012.Annars er ég bara sultuslakur á þessum síðasta degi ársins 2012 en er óneitanlega spennur að vita hvort ég komi fyrir í einhverjum áramótapistlanna emoticon

31.12.2012 12:45

Sölku rak upp

Þegar birti á Húsavík í morgun urðu menn varir við að Salka, bátur sem Norðursigling á og hyggst gera upp, hafði slitnað af legunni og rekið suður fyrir höfnina og upp í sandfjöruna sem þar er. Hér kemur mynd sem ég tók í morgun í fjörunni.1438. Salka í fjörunni. © Hafþór Hreiðarsson 2012

28.12.2012 19:17

Flugeldasala Kiwanis hafin

Kiwanismenn á Húsavík hófu flugeldasölu sína í dag í norðurenda húsnæðis Gámaþjónustu Norðurlands.

Flugeldasala ár hvert er mjög mikilvægur þáttur í starfi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda og forsenda þess að klúbburinn hefur getað styrkt og stutt við mörg og margvíslegt verkefni. 

Allur ágóði af flugeldasölunni fer til líknar- og björgunarmála.

Í kvöld verða Kiwanismenn með flugeldakynningu/-sýningu á planinu við íþróttahöllina og hefst hún kl. 21:00.


Glaðbeittir Kiwanismenn við söluborðið. © Hafþór 2012.

28.12.2012 12:08

Krefja LÍÚ um kjarasamning strax

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar var haldinn í gærkvöldi. Að venju var fundurinn málefnalegur og góður.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa urðu miklar umræður um kjaramál sjómanna, starfsmenntamál, sjómannafsláttinn, viðbótarálögur á útgerðina og framkomu LÍÚ í garð sjómanna sem hafa verið samningslausir í tvö ár.

Fundurinn taldi fulla ástæðu til að álykta um málið enda framkoma útgerðarmanna í garð sjómanna varðandi kjaramálin þeim ekki til sóma. 

Á fundinum var Jakob Gunnar Hjaltalín kjörinn formaður deildarinnar. Aðrir í stjórn verða: Kristján Þorvarðarson, Stefán Hallgrímsson, Haukur Hauksson og Björn Viðar. 

 Ályktun
Um kjaramál sjómanna

"Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar skorar á LÍÚ að láta af boðuðum hugmyndum um lækkun á kjörum sjómanna sem fram koma í tillögum þeirra sem lagðar hafa verið fram.  Þá undrast aðalfundurinn hótanir LÍÚ um verkbann á sjómenn til að knýja á um að þeir taki þátt í auknum sköttum á útgerðina.

Aðalfundurinn hvetur LÍÚ til að ganga þegar í stað til viðræðna við Samtök sjómanna um gerð kjarasamnings fyrir sjómenn sem hafa verið samningslausir í tvö ár. Slík staða er óásættanleg með öllu og á ekki að líðast að mati aðalfundar Sjómannadeildar Framsýnar."

Hér má lesa meira frá aðalfundi Sjómannadeildar Framsýnar.

Frá aðalfundi Sjómannadeildar Framsýnar. © framsyn.is

27.12.2012 23:43

Reykjavík, Akureyri, Árósar

Þessa tók ég í dag þegar birtu var tekið að bregða, eða kannski varð hún aldrei meiri. Reykjavík, Akureyri og Árósar eru smíðastaðir þessara fleyta sem eru á myndinni.Húsavíkurhöfn þann 27 dees 2012. © Hafþór.

23.12.2012 23:59

Skötuveisla í skúrnum hjá Adda

Við feðgar fórum í skötuveislu í verbúðina til Adda stýssa í dag, Þorláksmessu. Borðuðum reyndar siginn fisk sem var í boði en slepptum skötunni. Fínn matur síjarinn. Aðrir veislugestir borðuðu skötuna af bestu list en hún kom frá Lionsmönnum að vestan.

Ekki má gleyma kartöflunum, rófunum, hamsatólgnum né rúgbrauðinu eða síldinni og eggjunum. Snilldarveisla sem krydduð var með góðum sögum og þar fór Lojarinn fremstur í flokki.

Aðrir veislugestir voru sem fyrr Siggi stýssi, Alli Bjarna, Siddi Sigurbjörns, Kristján Össa, Einar Ófeigur Magnússon.Addi að færa dýrindis veitingar upp á fat. © Hafþór 2012.Gestgjafarnir að standa sig. © Hafþór 2012.Og menn tóku til matar síns. © Hafþór 2012.Árni Logi, Hreiðar og Sigurjón. © Hafþór 2012.Siggi fær sér meira. © Hafþór 2012.Einar Ófeigur Magnússon stýrimaður á Laugarnesinu. © Hafþór 2012.Meindýraeyðirinn og skipstjórar tveir. Og hófst nú sögustund. © Hafþór 2012.

22.12.2012 22:55

Jólalegt við höfnina

Það er orðið ögn jólalegt við Húsavíkurhöfn eftir að seríur voru settar upp á nokkrum bátum. Þeir mættu þó vera duglegri við það útgerðarmennirnir því bærinn er aldrei jólalegri en þegar bátar eru skreyttir og því fleiri því flottara.Húsavíkurhöfn í kvöld. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


14.12.2012 21:29

Jólalegur Týr

Týr er kominn til Húsavíkur, kom í gærkveldi. Í morgun var serían sett upp og nú setur þetta fallega skip jólalegan svip á Húsavíkina.1421. TÝR. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

12.12.2012 11:36

Varðskipið Týr staðsett á Húsavík

Varðskipið Týr siglir síðar vikunni norður fyrir land og verður staðsett á  Húsavík næstu vikur.

Eykst þar með umtalsvert geta og viðbragð Landhelgisgæslunnarvegna leitar og björgunar á svæðinu.  Auk þess eykst öryggi og langdrægi þyrlna þegar mögulegt er að staðsetja varðskip tímanlega við ytri mörk langdrægis þeirra. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF er búin HIFR búnaði sem gerir henni kleift að taka eldsneyti frá varðskipunum.

Landhelgisgæslan verður þar með varðskip staðsett í tveimur landshlutum sem á að stytta hámarkstíma til muna fyrir varðskip að komast á vettvang verkefna, þ.e. slysa, aðstoðar, löggæslu og eftirlits innan efnahagslögsögunnar.  Aukast þar með til muna líkur á að hægt sé að ná til skipa og fólks í vanda í tæka tíð. Varðskipin Þór og Ægir verða staðsett á SV-verðu landinu og Týr fyrir norðan.  Ef kemur að útkalli fyrir norðan eða austan land verður áhöfninni flogið eða henni ekið landleiðina á Húsavík.

Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar. 


V/S Týr. © Markús Karl Valsson.

06.12.2012 22:24

Dagfara á dagatalið

Það kom upp sú hugmynd um daginn að hafa Dagfara á dagatlinu fyrir næsta ár og ætli það verði ekki þessi mynd. Ef hún er í nógum gæðum. 

Annars er upplagt fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa dagatalið að drífa sig í að panta á korri@internet.is, það fer að fara í vinnlsu og prentað verður eftir fjölda pantana þegar röðin kemur að því.  


1037. Dagfari ÞH 70. © Hreiðar Olgeirsson.

04.12.2012 20:35

Ásþór

Eiki tók þessa mynd af Sómabátnum Ásþór í Reykjavíkurhöfn. 2671. Ásþór RE 395. © Eiríkur Guðmundsson 2012.

02.12.2012 15:58

Nýr bátur

Eins og komið hefur fram á 640.is keypti nýtt fyrirtæki hér í bæ, Sölkusiglingar ehf., 22 tonna eikarbát frá Grindavík fyrir skemmstu.

Eftir að hafa beðið veðurs til heimsiglingar var lagt í hann frá Reykjavík um hádegi á föstudag og kom hann til hafnar á Húsavík í morgun eftir tæplega tveggja sólarhringa siglingu.

Báturinn verður gerður út til hvalaskoðunar eins og kom fram í þessari frétt á 640.is fyrr í vetur.


1445. Siggi Þórðar GK 197. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

Fleiri myndir hér

  • 1
Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is