Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Nóvember

11.11.2012 12:18

Fyrir og eftir klössun

Hér birti ég til gamans gamla slæðu (Slidesmynd) sem ég skannaði fyrir einhverjum árum og hef kannski birt áður. En í gær tók ég þessa mynd sem pabbi tók fyrir 45 árum + og dustaði af henni rykið. Reyndi að laga hvert einasta rykkorn eða önnur óhreinindi ásamt rispum og vann síðan aðeins í henni. Og hér að neðan má sjá muninn en þessi mynd er tekin um borð í fyrstu Kristbjörginni ÞH 44. Mennirnir sem standa þarna í kvöldsólinni eru föðurbræður mínir, Alli (sá yngri) og Siggi Valli og að baki þeim Eiríkur Jónsson frá Víkingavatni í Kelduhverfi. Um borð í 541. Kristbjörg ÞH 44 ex Hallsteinn EA. © Hreiðar Olgeirsson.
10.11.2012 18:34

Gára

Fékk þessa senda í gær. Einhverjir kannast við bátinn, amk. Húsvíkingar og Þórshafnarbúar. Já og einhverjir Snæfellingar. Gára heitir hann í dag en hét áður m.a. Fúsi, Sóley og Leó II.1688. Gára ex Leó II ÞH. © SJ 2012.

09.11.2012 22:42

Þórsnes

Þórsnesið hið nýja landaði í fyrsta skipti hér á Húsavík í morgun en eins og menn muna keypti Þórsnes ehf., sem er í eigu GPG, bátinn í sumar. Bát þennan, eða skip kunna einhverjir að segja, þekkja sumir húsvíkingar og ekki síður keldhverfungar því lengst af hét hann Keflvíkingur KE 100. Og þar um borð hafa þó nokkrir þingeyingar verið. Til að mynda Guðmundur Wium sem var lengi stýrimaður á bátnum. 

Ekki bauð veðurguðinn upp á gott myndaveður þannig að ég myndaði bátinn við bryggju í hríðarveðri. Nn hann er ekki farinn aftur og því séns að ná honum síðar. 

Til frekari fróðleiks má nefna að frammastrið á Þórsnesinu tilheyrði áður þekktu nótaskipi á Akureyri.


967. Þórsnes SH 109 ex Marta Ágústsdóttir GK . © Hafþór 2012.

08.11.2012 22:50

Meira af Konráð

Hér kemur önnur af Konráð frá því í dag. Nóg til eins og einn félaginn segir oft. Kannski meira síðar.2577. Konráð EA 90 ex Bjarmi EA. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

08.11.2012 17:44

Nýr bátur til Bolungarvíkur

Útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf ehf á Bolungarvík fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.


Að útgerðinni stendur Jakob Valgeir Flosason.  Egill Jónsson verður skipstjóri á bátnum.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Jónína Brynja ÍS 55.  Báturinn mælist 15brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Jónína Brynja er af nýrri gerð Cleopatra 40B sem er nokkru breiðari bátur enn eldri bátur útgerðarinnar.  Báturinn mun leysa af hólmi aflabátinn Guðmund Einarsson ÍS sem er af gerðinni Cleopatra 38. 

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6WG1TCX 720hö (15.7L) tengd tveggja hraða gír ZF 550ATS gír.  Nýjung í þessum bát er að gírinn hefur innbyggð tvö gírhlutföll.  Efra hlutfallið er notað með léttann bát út á miðinn og neðra hlutfallið með hlaðinn bát til hafnar.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum Wesmar hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Línuspil er frá Beiti ehf og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf.


Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 16stk 660lítra kör í lest.  Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Jónína Brynja ÍS 55. © Trefjar.is 2012.

 

08.11.2012 17:15

Konráð

Nýjasti bátur Grímseyinga, ja fyrir utan Landey sem Óli á Hafborginni var að kaupa, kom hingað til Húsavíkur um kaffileytið. Má segja að hann hafi rekið nefið inn því ekki stoppaði hann lengi. Sýndist hann vera að ná í fólk sem vildi að komast út í eyju. 


2577. Konráð EA 90 ex Bjarmi EA. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

07.11.2012 20:52

Unnur

Hér kemur ein gömul, spurning hvaða ár ég tók hana. Unnur hans Mikka er þarna fremst og Snari innan við hana. Glitta sést í plast.Í Húsavíkurhöfn. © Hafþór Hreiðarsson.

04.11.2012 15:35

Gatanöf

Tók þessa mynd eftir hádegið í dag í landi Bakka við Húsavík. Klettur þessi heitir Gatanöf og er við Bakkahöfðann innanverðan. Þar sem þetta er skipamyndasíða má geta þess að þarna vestur undan er Sæbjörgin við veiðar í dag. Já og Þorleifur var aðeins utar.

Annars virðist þetta óveður síðustu daga hafa farið ágætlega með okkur hér á Húsavík, amk. hef ég ekki frétt af neinum óförum. Reyndar kom það fyrir neðan við bakkann að miðstöðin í hafnarvarðarbílnum bilaði og þurfti að setja hann á verkstæði og gera við þetta. Trillukarlar höfðu víst áhyggjur af þessu, sumir hverjir.Gatanöf við Bakkahöfða. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


02.11.2012 15:58

Á tíu mínútum

Hér set ég inn þrjár myndir sem ég tók á tæpum 10 mínútum um miðjan dag í gær. Á Húsavíkurhöfða, hvar annars staðar :) Sú fyrsta var tekin 14:47, næsta 14:53: og sú neðsta 14: 57. Það vantaði nokkrar sekúndur upp á tíu mínúturnar ef menn vilja hafa það nákvæmt.Húsavíkurviti. © Hafþór Hreiðarsson 2012.Húsavíkurviti 01.11.12. © Hafþór Hreiðarsson.Húsavíkurviti. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

02.11.2012 14:36

Við höfnina

Tók þessa mynd við höfnina í hádeginu.Við Húsavíkurhöfn í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2012.
Flettingar í dag: 155
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9395896
Samtals gestir: 2007465
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 03:34:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is