Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Nóvember

24.11.2012 19:29

Skálabergið

Skálberg hið síðara sem bar ÞH kemur hér að landi á Húsavík árið 1985 eða svo. Í dag liggur hann við sömu bryggju og hann lagðist að þegar myndin var tekin. Heitir Orri ÍS en sögu þessa báts þarf vart að segja.

En svona til gamans þar sem nýtt Skálaberg RE er væntanlegt til landsins þá man ég í fljótu bragði eftir því að til hafa verið Skálaberg ÞH , Skálaberg BA og Skálaberg NS. Skyldu þau hafa verið fleiri ?923. Skálaberg ÞH 244 ex Sigurður Þorkelsson ÍS. © Hafþór Hreiðarsson.24.11.2012 19:27

Geiri Péturs

Geiri Péturs svona blár og fínn, nýkomin úr slipp. 1984 minnir mig. Fyrsti báturinn með þessu nafni en þeir áttu eftir að stækka og verða fimm áður en yfir lauk. Upphaflega Sigurbergur GK 212.


1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK . © Hafþór Hreiðarsson.


24.11.2012 19:25

Gullþór

Man hreinlega ekki hvort ég hef birt þessa áður. Hef amk. oft ætlað að gera það. Gullþór KE heitir báturinn þarna og var það hans síðasta nafn. Smíðaður á Seyðisfirði og hét upphaflega Pálmar NS. Í millitíðinn var hann stækkaður og bar mörg nöfn. Held að myndin hafi verið tekin haustið 1985.721. Gullþór KE 87 ex Sigurbjörg VE. © Hafþór Hreiðarsson.

24.11.2012 19:24

Mávur

Ein mynd af Mávnum síðan í sumar. Flottur bátur þarna á ferðinni. Hét upphaflega en ekki lengi Ingunn Sveinsdóttir AK.


2795. Mávur SI 96 ex Ingunn Sveinsdóttir AK. © Hafþór 2012.

24.11.2012 19:20

Akraberg

Í sumar birti ég myndir af Akraberginu koma að landi en hér lætur það úr höfn á Siglufirði.2765. Akraberg AK 95 (SI 90). © Hafþór Hreiðarsson 2012.

24.11.2012 18:49

Guðrún Björg

Guðrún Björg hin þriðja kemur hér að landi. Keypt frá Þórshöfn þar sem báturinn bar nafnið Geir ÞH 150. Eskey hét hann þar áður og var gerður út frá Höfn í Hornafirði. Upphaflega Glófaxi NK.462. Guðrún Björg ÞH 60 ex Geir ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.

24.11.2012 18:28

Skálaberg

Skálabergið kemur hér fyrir L-ið og inn í höfnina en myndina hef ég birt áður. Upphaflega Kristjón Jónsson SH en síðar Kristbjörg ÞH 44 og Kristbjörg II ÞH 244. Skálabergið var selt til Flateyrar og fékk nafnið Jónína ÍS 93. Síðan varð það Ver NS, Bára SH, Bára ÍS og Fanney RE. Kannski er ég að gleyma einhverju en alltént er búið að bryja bátinn í spað og urða.


1053. Skálaberg ÞH 244 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.


24.11.2012 18:15

Bjössi Sör

Hér kemur Bjössi Sör til heimahafnar í fyrsta skipti, haustið 2002 ef ég man ré. Hét áður Breiðdælingur SU en upphaflega Sólrún EA 151.1417. Bjössi Sör ex Breiðdælingur SU. © Hafþór Hreiðarsson.

18.11.2012 16:10

Knörrinn

Hér er ein af Knerrinum frá því herrans ári 2006. Nánar tiltekið 27. júlí það ár og þarna er Knörrinn í svokallaðri landnámssiglingu yfir flóann. Hún var hluti sænskra daga það ár en siglt var yfir í Rauðuvík þar sem fólk var ferjað í land. Þar var síðan grillað, sungið og haft gaman af áður en siglt var til baka.


306. Knörrinn ex Hrönn EA. © Hafþór Hreiðarsson 2006.18.11.2012 11:00

Hugsa sinn gang

Nú held ég að maður fari að hugsa sinn gang og líti í kringum sig eftir nýju kerfi til að hýsa Skipamyndasíðuna. Er talinn hafa mikla þolinmæði hvað varðar þetta áhugamál mitt að mynda báta og skip. En öllu má nú ofgera og ég verð að segja það að þetta kerfi sem við eru í er ekki að virka. Sem skildi. Það er bara happa glappa hvort hægt er að setja inn mynd með blogginu og ef það er hægt getur það tekið  sinn tíma. Réttið upp hönd sem eruð mér sammála.

16.11.2012 13:57

Skoðanakönnun

Hér kemur smá skoðanakönnun sem öllum er frjálst að taka þátt í en hún er alls ekki bindandi. Eiginlega alveg óbindandi. 

Hvaða báta viltu sjá á Dagatali Skipamynda fyrir árið 2013 ? Eins og menn vita eru tólf mánuðir í árinu og því um tólf báta að ræða. Á dagatalinu 2012 var ég með eina mynd eftir annan ljósmyndara en mig og eina gamla mynd. Þ.e.a.s sá bátur er ekki lengur á skrá. Reikna með sama fyrirkomulagi nú.

Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt geta skrifað nöfn bátanna í athugasemdir.

Til að panta dagatalið skal  senda pöntun á korri@internet.is
15.11.2012 22:49

Meira af Birni Jónssyni

Hér koma þrjár myndir til viðbótar af Birni Jónssyni ÞH frá Raufarhöfn.2390. Björn Jónsson ÞH 345. © Hafþór Hreiðarsson 2012.2390. Björn Jónsson ÞH 345 ex Jói Bergs GK. © Hafþór 2012.2390. Björn Jónsson ÞH 345. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


14.11.2012 17:43

Ísbjörn á Húsavík

Ísbjörn sást við Húsavík undir hádegisbil í gær og kom hann að landi skömmu síðar. Ísbjörninn fór sér hægt fyrir Bökugarðinn og lagðist þar að bryggju. Ekki veit ég gjörla erindi hans en þó tók hann umbúðir um borð. Hann fór aftur síðdegis áleiðis á rækjumiðin. Í morgun kom Gunnbjörninn og landaði og Valbjörninn er á miðunum þannig að birnirnir þrír eru allir á veiðum.


2276. Ísbjörn ÍS 304 ex Borgin. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

13.11.2012 15:06

Björn Jónsson

Björn Jónsson ÞH 345 frá Raufarhöfn hefur verið á Norðurgarðinum að undanförnu en í dag var hann sjósettur og Einar Sigurðsson skipstjóri og útgerðarmaður sigldi heim á leið. Þessi bátur hét upphaflega Árni í Teigi GK 1 og er af gerðinni Cleópatra 38.2390. Björn Jónsson ÞH 345 ex Jói Bergs GK. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

12.11.2012 17:47

Landey verður Kolbeinsey

Eins og Þorgeir greindi frá á dögunum keypti Guðlaugur Óli á Hafborginni krókaaflamarksbátinn Landey SH  frá Stykkishólmi. Og samkvæmt vef Fiskistofu hefur Landey nú fengið nafnið Kolbeinsey EA 252. Fyrir á Hafborg ehf., fyrirtæki Guðlaugs Óla, Kolbeinsey EA 352 sem er Sómabátur með skipaskrárnúmerið 2499.


2678. Landey SH 31 nú Kolbeinsey EA 252. © Alfons.2678. Landey SH 31 ex Jón Páll BA. © Rikki R.
Flettingar í dag: 155
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9395896
Samtals gestir: 2007465
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 03:34:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is