Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Nóvember

30.11.2012 16:42

Jón Gunnlaugs

Rækjubáturinn Jón Gunnlaugs kom inn til löndunar á Húsavík í dag. Loksins náði ég mynd af honum á siglingu. Það hef ég aldrei gert áður en næst komist því þar sem hann var að dóla sér í Sandgerðishöfn. Þá rauður og GK.1204. Jón Gunnlaugs ÁR 444 ex GK 444. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

29.11.2012 21:45

Tveir frá Boizenburg við bryggju

Kristín landaði á Húsavík í dag og fyrir var Þósnesið. Tveir frá Boizenburg að nálgast fimmta tuginn, báðir á línu. Þorsteinn og Keflvíkingur hétu þeir upphaflega og áttu sér 16 bræður og systur. Og amk. fimm af þeim hafa átt heimahöfn á Húsavík.972. Kristín ÞH 157 - 967. Þórsnes SH 109. © Hafþór 2012.

27.11.2012 21:37

Áskell og Frosti

Áskell EA 749 landaði í heimahöfn á Grenivík í fyrsta skipti í gær. Skipið var með fullfermi 60 tonn sem fékkst úr af Vestfjörðum á einum og hálfum sólarhring. Aflinn fer að stórum hluta í vinnslu á Grenivík eða 115 kör af 202.  Einnig kom Frosti til heimahafnar í nótt eftir löndun á Siglufirði. Frá þessu segir á heimasíðu Grýtubakkahrepps.

Gundi á Grenivík sendi mér þessar myndir sem hann tók í dag.2433. Frosti ÞH 229 - 2749. Áskell EA 749. © Gundi 2012.


2749. Áskell EA 749 ex Helga RE. © Gundi 2012.2433. Frosti ÞH 229 ex Smáey VE. © Gundi 2012.

26.11.2012 21:35

Olga 1

Rússneski skuttogarinn Olga 1 hafði viðdvöl á Húsavík í dag.

Að sögn Stefáns hafnarvarðar er hann á leið frá Grænlandi til Tromsö í Noregi. Erindi hans til Húsavíkur var að taka olíu.

Ég veit svo sem ekkert um þennan togara en ef einhverjir luma á fróðleik um hann má sá hinn sami segja okkur frá því í athugasemdarkerfinu.


Olga 1 M-0276. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

26.11.2012 20:46

Dala-Rafn

Hér kemur ein frá Eika af Dala-Rafni VE sem er smíðaður í Póllandi árið 2007. 2758. Dala-Rafn VE 508. © Eiríkur Guðmundsson 2012.

25.11.2012 21:13

Gullberg

Eiríkur frændi minn Guðmundsson sendi mér þessa mynd af Gullberginu í morgun. Flott skip þarna á ferðinni. Smíðað í Noregi árið 2000 en keypt til landsins frá Ástralíu árið 2007. 599 BT að stærð. Eigandi VSV. Eiki er kokkur á Ágústi GK sem einmitt hét upphaflega Gullberg VE. Og það á eftrir að koma meira frá Eika.


Gullberg VE 292. © Eiríkur Guðmundsson 2012.


24.11.2012 19:40

Dröfn

Hér ein gömul af Dröfninni, ólíkt fallegri í dag, Upphaflega Ottó Wathne.1574. Dröfn RE 35 ex Ottó Wathne NS. © Hafþór Hreiðarsson.

24.11.2012 19:39

Sigurgeir Sigurðsson

Sigurgeir Sigurðsson ÍS 80 að koma að landi í Þorlákshöfn. Hét síðar Dögg ÍS 54 og sökk undir því nafni í Ísafjarðardjúpi 14. maí 2002.


1228 Sigurgeir Sigurðsson Re 80 ex ÍS. © Hafþór Hreiðarsson.

24.11.2012 19:38

Börkur

Hér er gamli Börkur sem áður hét Devonshire Bay ef ég man rétt. Myndin er tekin haustið 1983 fyrir austan.1293. Börkur NK 122 ex Devonshire Bay. © Hreiðar Olgeirsson 1983.

24.11.2012 19:36

Júpíter

Hér er Júpíter RE haustið 1983 og bara nokkuð flottur. Skemmdir á filmunni gera það að verkum að myndin er ekki nógu góð en ég reyndi að laga hana aðeins til. Þær breytingar sem gerðar voru á skipinu eftir þetta voru útlitslega til hins verra að mínu mati. En höfðu sjálfsagt sín áhrif til góðs.Júpíter RE 161 ex Gerpir NK. © Hreiðar Olgeirsson 1983.

24.11.2012 19:36

Í innsiglingunni til Grindavíkur

Hér kemur mynd sem sýnir innsiglnguna í Grindavík fyrir nokkrum árum. Þarna er Árni í teigi að koma að landi og á eftir honum má sjá grilla í Þröst RE.Komið að landi í Grindavík. © Hafþór Hreiðarsson.

24.11.2012 19:35

Skarfur

Hér lætur Skarfur GK úr höfn í Grindavík. Upphaflega Sléttanes ÍS en síðasta nafn hans á íslenskri skipaskrá var Faxaborg SH.


1023. Skarfur GK 666 ex Fylkir NK. © Hafþór Hreiðarsson.

24.11.2012 19:34

Viðar

Viðar ÞH heldur hér úr höfn á Húsavík eftir að hafa landað en hannvar þegar þessi mynd var tekin á dragnótaveiðum. Heitir í dag Hildur og er skonnorta.1354. Viðar ÞH 17 ex Guðbjörg Ósk. © Hafþór Hreiðarsson.

24.11.2012 19:32

Arnarnes

Arnarnesið ÍS á rækjuveiðum, hef birt þessa mynd áður held ég. Hreiðar Olgeirsson tók hana á miðunum en hann var þá með Kristbjörgina sem nú er Keilir SI. Sögu Arnarnessins þekkja nú flestir, starndaði við Arnarnes sem Boston Wellvale. Náðist út og hét þá Rán GK, Ingólfur GK, Arnarnes ÍS og að lokum Arnarnes SI.


1128. Arnarnes ÍS 42 ex Ingólfur GK. © Hreiðar Olgeirsson.

24.11.2012 19:32

Gulltoppur

Gulltoppur ÁR kemur að landi í Þorlákshöfn. Hét áður Aðalbjörg II RE en síðar Haförn ÞH og í dag Ási ÞH. Liggur í Húsavíkurhöfn. Upphaflega Vöttur SU síðar Vinur EA.1414. Gulltoppur ÁR 321 ex Aðalbjörg II RE. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399629
Samtals gestir: 2008173
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 12:41:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is