Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Október

30.10.2012 17:00

Látið úr höfn

Páll Jónsson GK lét út höfn á Húsavík um kaffileytið og þá tók ég þessa mynd af honum. Þeir sækja sjóinn fast suðurnesjamenn eins og segir í textanum.1030. Páll Jónsson GK 7 ex Goðatindur SU. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

27.10.2012 11:11

Siglunes

Siglunesið kom hér inn um miðjan dag í gær og lagðist að L-inu. Fór aftur út á rækjumiðin í gærkveldi þar sem fyrir voru m.a. Orri ÍS og Jón Gunnlaugs ÁR.1146. Siglunes SI 70 ex SH. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

25.10.2012 22:45

Hafborgin hans Adda

Hafborgin hans Adda skólabróðurs speglast svona helvíti flott í blíðunni í gær. Einhverjir héldu því víst fram að þessi bátur færi aldrei á flot á ný en hann er búinn að fljóta síðan í vor.


1350. Hafborg ÞH 343 ex Hafborg SI. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


23.10.2012 18:51

Dragnótabátar

Þessir þrír komu til hafnar á Húsavík síðdegis, hver á eftir öðrum og í þessari röð.2323. Hafborg EA 152 ex Stapavík AK. © Hafþór Hreiðarsson 2012.67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU. © Hafþór Hreiðarsson 2012.2047. Sæbjörg EA 184 ex Linni SH. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

22.10.2012 00:06

Dagatalið 2012

Hér má skoða þá báta sem voru á dagatali Skipamynda fyrir árið 2012


19.10.2012 20:43

Nýtt fyrirtæki í hvalaskoðun

Á síðasta fundi Framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings lá fyrir nefndinni umsókn frá Berki Emilssyni f.h. Sölkusiglinga ehf. um aðstöðu í Húsavíkurhöfn fyrir 23 tonna eikarbát sem nota á til siglinga með ferðamenn.

Sjá nánar á 640.is1445. Skrúður RE 445 nú Siggi Þórðar GK. © Hafþór.

14.10.2012 21:17

Aurora


Norðurljós á himni við Skjálfanda. © Hafþór 2012.

14.10.2012 21:06

Rækjuskip á toginu

Þessa bráðskemmtilegu mynd af rækjuskipum á toginu tók ég nú undir kvöld. Lundey og Húsavík í forgrunni.Lundey með Húsavík í forgrunni. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

13.10.2012 12:28

Nýr Konráð til Grímseyjar

Þann 8. október bættist nýr bátur við í flota Grímseyinga um er að ræða bát af gerðinni SEIGUR og ber hann nafið Konráð EA 90. Bátur þessi leysir af hólmi eldri bát sem bar sama nafn en var af gerðinni Viking.  Báturinn fór í sína fyrstu veiðferð miðvikudaginn og er á línuveiðum. Skipstjóri á Konráð EA er Svafar Gylfason. Til hamingju með nýja bát segir á akureyri.net og ég tek heilshugar undir það.2577. Konráð EA 90 ex Bjarmi EA. © Hulda Signý 2012.2577. Bjarmi EA 112 ex Demus GK. © Hafþór Hreiðarsson 2009.2577. Demus GK 212 ex Greifinn SK. Hafþór Hreiðarsson 2007.2577. Greifinn SK 19 ex Bylgja RE. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

10.10.2012 22:11

Orri

Kallarnir á Orra ÍS komu að landi hér á Húsavík eftir hádegið í dag og lagðist að Bökugarðinum. Eitthvað var síðan verið að vinna við trollið en í þessum skrifuðu orðum er gamli Séníverinn á siglingu undan Gjögrunum á vesturleið.923. Orri ÍS 180 ex Röstin GK. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

10.10.2012 21:59

Fönix

Fönix ST frá Hólmavík landaði rækju á Húsavík í gær. Þar sem báturinn bæði kom og fór í myrkri verður bryggjumynd að duga. Hann var nú búinn að liggja í nokkuð mörg ár þessi áður en hann var keyptur til Hólmavíkur. Hann kom til heimahafnar í byrjun ágústmánaðar og hefur verið gerður út á rækju. Smíðaður 1960 og hét upphaflega Seley SU. En hefur borið nokkuð mörg nöfn í gegnum tíðina og Fönixnafnið í tvígang. 177. Fönix ST 177 ex Arnfríður Sigurðardóttir RE. © Hafþór 2012.

10.10.2012 20:47

Jón Gunnlaugs

Svarið við getrauninni hér að neðan kom strax og það rétt, Orri kallin hafði það. Jón Gunnlaugs er báturinn en hann landaði rækju hér á Húsavík í gær.Jón Gunnlaugs ÁR 444 ex GK 444. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

09.10.2012 20:58

Hver er báturinn

Hver er báturinn ?© Hafþór Hreiðarsson 2012.

08.10.2012 21:36

Sæljón

Hér gefur að líta Sæljón SU á toginu. Sæljónið var keypt til Eskifjarðar haustið 1994 og hét áður Sigurður Þorleifsson GK, upphaflega og lengst af Hrafn Sveinbjarnarson GK. Eftir að Samherji eignaðist Friðþjóf árið 1996, sem átti Sæljónið, var það selt til Grenivíkur síðla árs 1998. Þar fékk það nafnið Sjöfn EA. Sumarið 2006 er Sjöfnin seld Útveri á Rifi og fékk báturinn það nafn sem hann ber í dag, Saxhamar SH.


1028. Sæljón SU 104 ex Sigurður Þorleifsson GK. © Hafþór.


Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1704
Gestir í gær: 116
Samtals flettingar: 9256318
Samtals gestir: 1995181
Tölur uppfærðar: 25.8.2019 01:05:07
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is