Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 September

18.09.2012 19:18

Hafborg aftur

Hér kemur önnur til af Hafborginni frá því áðan. 2323.Hafborg EA 152 ex Stapavík AK. ® Hafþór Hreiðarsson 2012.

18.09.2012 19:04

Hafborg

Hafborgin var að snuddast í flóanum í dag og kom að landi á sjötta tímanum. Og að sjálfsögðu fór ég á garðinn og smellti af.


2323. Hafborg EA 152 ex Stapavík AK. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

17.09.2012 16:44

Þinganes

Þinganesið frá Hornafirði, sem er á rækjuveiðum, kom inn til löndunar hér á Húsavík um kaffileytið. Af því tilefni smellti ég af nokkrum römmum á bátinn og hér kemur ein. 2040. Þinganes SF 25. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


16.09.2012 20:23

Röst-Gert við trollið á Húsavík

Eins og fram kom hér á síðunni á dögunum fékk rækjubáturinn Röst trollið í skrúfuna og var dregin af Jökli hingað til Húsavíkur. Þar fóru menn í að skera úr skrúfunni og gera við trollið og hér eru nokkrar myndir sem ég tók á Bökugarðinum.Kafarinn Tóti. © Hafþór 2012.Siffi með lambið úti. © Hafþór 2012.Hilmar Kára fimur með nálina. © Hafþór 2012.Kári skólabróðir. © Hafþór 2012.1009. Röst SK 17 við Bökugarðinn 13. sept. 2012. © Hafþór.

16.09.2012 17:10

Þórsnes

Óskar Franz tók þessa mynd af nýja Þórsnesinu um helgina. Sýnist það liggja á Eskifirði. Hét áður Marta Ágústsdóttir GK, þar áður Bergur Vigfús GK en upphaflega Keflvíkingur KE. Átti sér 17 bræður og systur.967. Þórsnes SH 109 ex Marta Ágústsdóttir GK. © Óskar Franz 2012.

15.09.2012 22:58

Heimaey

Nokkuð er um liðið frá því hið glæsilega skip Ísfélags Vestmannaeyja, Heimaey VE 1, kom til landsins en nú birtast fyrst mynd af því hér á síðunni. Þær tók Almar Eggertsson á dögunum þegar Heimaey kom að landi á Þórshöfn, ekki í Þórshöfn eins og mér finnst svo oft sagt orðið í fréttum. En hvað um það glæsilegt er skipið.2812. Heimaey VE 1. © Almar Eggertsson 2012.


15.09.2012 15:01

Sædís

Sædís SU kom hingað til Húsavíkur í dag, landleiðina. Og fór svo út í Grímsey sjóleiðina. Enda engin landleið þangað. Að sögn Sverris útgerðarmanns er Förinni heitið þangað þar sem á að efla vélina í bátnum hjá Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar.7661. Sædís SU 78 ex Álfur SH. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


14.09.2012 21:42

Gunnbjörg

Björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn kom til hafnar í kjölfar Hafarnarins og fór beint að Norðurgarðinum þar sem hún var hífð á land.2623. Gunnbjörg. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

14.09.2012 21:32

Haförn

Haförn ÞH hefur byrjað dragnótaveiðar á nýju kvótaári. Hér kemur hann að landi síðdegis í dag eftir róður á Skjálfanda.1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

14.09.2012 18:58

Arnar ÁR

Arnar ÁR 55 kom til Húsavíkur nú undir kvöld eftir tveggja sólarhringa siglingu frá Þorlákshöfn. Hann er að fara á rækju aftur en eins og menn muna, amk. þeir elstu, þá var hann á rækju í vor og í byrjun sumars. Eftir það fór hann á makríl. Það kom upp eldur á millidekkinu um Verslunarmannahelgina og var það allmikil verkun en nú er hann kominn af stað nýmálaður og fínn. Upphaflega Ísleifur VE.1056. Arnar ÁR 55 ex Skálafell ÁR. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

14.09.2012 13:28

Trefjar afhenda bát til Grikklands

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afhenti nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Grikklands. Kaupandi bátsins er Munkaklaustrið í Vatopedi sem staðsett er á Mount Athos skaganum í austurhluta Grikklands.

 Nýi báturinn hefur hlotið nafnið "Vimatarissa". Báturinn er 11 brúttótonn.  "Vimatarissa" er af gerðinni Cleopatra 33.

Báturinn er útbúinn tveimur aðalvélum af gerðinni Yanmar 6LY 440hö hvor um sig tengdar ZF280IV gírum.

12kW rafstöð af gerðinni Westerbeke er um borð.

Ískrapavél er frá Kælingu.

Siglingatæki eru frá Furuno. 

Báturinn er útbúinn til Neta, gildru og línuveiða.

Neta og gildruspil er frá Rapp.

Línubúnaður er frá Able.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 12 stk. 380 lítra kör í einangraðri lest.  Vistarverur eru loftkældar og er þar svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Mount Athos.  Báturinn sér 200 manna klaustri fyrir fiski allt árið.  Reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna í lok mánaðarins.  2-3 menn verða í áhöfn.


Vimatarissa. © trefjar.is 2012.

13.09.2012 22:44

Röst aftur

Stutt er síðan ég birti mynd af Röstinni en hún var hér á Húsavík í dag. Ekki kom það þó til af góðu því hún fékk í skrúfuna í gær og dró Jökull hana til hafnar. Myndina tók ég þegar búið var að skera úr og gera við trollið en þá færði hún sig af Bökugarðinum að Þvergarðinum. Fleiri myndir kunna að birtast síðar og þá jafnvel syrpa. Veðrið var reyndar ekki upp á það besta, rigning og og þoka.1009. Röst SK 17 ex Kristbjörg ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

13.09.2012 20:14

Jón Gunnlaugs

Það er ekkert lát á ÁR-ingunum sem koma til hafnar á Húsavík í ár. Sá fimmti kom í nótt eða seint í gærkveldi. Það er Jón Gunnlaugs ÁR 444 sem um ræðir en hann hefur heitið sama nafni frá upphafi en lengst af GK 444. Þar sem þeir ætluðu aftur til hafs varð ég að láta mér nægja að mynda hann við bryggju en vonandi á hann eftir að koma aftur ef hann verður eitthvað áfram á rækjunni.


1204 Jón Gunnlaugs ÁR 44 ex GK 444. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

12.09.2012 20:58

Sóley

Gundi myndaði líka Sóley SH sem fór til veiða sama dag og Grundfirðingur og hér sjáum við tvær myndir af þessum bát sem upphaflega hét Harpa GK 111.1674. Sóley SH 124 ex Silfurnes SF. © Gundi 2012.


Flettingar í dag: 451
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396787
Samtals gestir: 2007661
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:06:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is