Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 September

30.09.2012 16:09

Sæfinnur

Hér er Sæfinnur GK að koma inn til Grindavíkur. Smíðaður hjá Bátalóni 1973 og hét upphaflega Hergilsey NK. Hét síðast Bjarnveig RE og var fargað suður með sjó á tíunda áratug síðustu aldar. Held ég.


1316. Sæfinnur GK 122 ex Hergilsey NK. © Hafþór Hreiðarsson.30.09.2012 15:11

Magnús

Hér kemur ein úr syrpu sem ég tók um árið þegar við á Geira Péturs mættum Magnúsi NK á síldarvertíð.1031. Magnús NK 72. © Hafþór Hreiðarsson.

30.09.2012 12:46

Mánatindur

Mánatindur SU 359 lætur hér úr höfn á Húsavík. Smíðaður í Þrándheimi 1963 og hét upphaflega Bergur VE. Lengi vel hét hann Katrín VE og gekk þá í gegnum þær breytingar sem gerðar voru á honum. Hans síðasta nafn var Haukur EA og var hann dreginn til Danmerkur árið 2008. Þar fór hann í pottinn.236. Mánatindur SU 395 ex Víkurnes ST. © Hafþór.

30.09.2012 12:11

Aron

Aron ÞH á siglingu til hafnar á Húsavík. Smíðaður í Strandby í Danmörku árið 1990 en var keyptur frá Fotø í Svíþjóð síðla árs 1998. Lengdur ári síðar. Sökk norðan Grímseyjar í september 2002.2333. Aron ÞH 105. © Hafþór Hreiðarsson 2002.

30.09.2012 12:03

Stokksnes

Stokksnes EA á toginu, sennilega við rækjuveiðar. Hét að mig minnir Otur GK upphaflega. Samherji keypti það frá Hornafirði þar sem það hét Stokksnes SF. Varð síðan Jón Vídalín Ár og svo Jón V en hvað varð svo um það man ég ekki. Held samt að það hafi verið selt úr landi en ekki í pottinn. 


1325. Stokksnes EA 410 ex Stokksnes SF. © Hafþór Hreiðarsson.

30.09.2012 11:38

Þorleifur

Hér kemur ein gömul, sýnir Þorleif EA á Húsavík. Þarf vart að rekja sögu hans hér svo margar myndir hafa birst af þessum bát. Smíðaður í Stykkishólmi en brenndur á báli á Húsavík. Þá Reynir GK 177.


1105. Þorleifur EA 88 ex Guðrún Jónsdóttir SI. © Hafþór.


29.09.2012 23:10

Farið að huga að dagatalinu

Jæja þá er maður farinn að huga að dagatali Skipamynda fyrir næsta ár. Ef af verður er þetta fjórða árið sem ég stend í þessu. Vel hefur gengi að taka myndir í ár og því af nógu að taka. Eins og á þessu ári verður ein gömul mynd og ein frá öðrum ljósmyndara en mér. Verðið er ekk komið á hreint en verður vonandi á svipuðum nótum og i fyrra, fer eftir fjölda. Panta skal dagatalið á netfangið korri@internet.is


25.09.2012 20:37

Geysir kominn heim

BBC Europe kom til hafnar á Húsavík í morgun eftir siglingu frá Azoreyjum. Innanborðs var hann með bor Jarðborana, Geysi, sem fluttur verður upp í Mývatnssveit þar sem hann mun bora í Kröflu og á Þeistareykjum.BBC Europe. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

25.09.2012 19:42

Litla hafmeyjan

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afhenti nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Noirmoutier á vesturströnd Frakklands. Að útgerðinni stendur Joël Penisson, sjómaður frá Noirmoutier sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.

Nýi báturinn, sem er af gerðinni Cleopatra 33, hefur hlotið nafnið "Petite Sirene" (Litla hafmeyjan). Báturinn er 11 brúttótonn. Aðalvél hans er af gerðinni Baudouin 6W126 tengd ZF325IV gír. Siglingatæki eru frá Furuno. Báturinn er útbúinn til gildru- og netaveiða. Öryggisbúnaður er frá Viking.

 

Rými er fyrir 12 stk. 380 lítra kör í einangraðri lest. Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Báturinn verður gerður út frá Noirmoutier allt árið, 2-3 menn verða í áhöfn.


Petite Sirene NO 930 647. © Trefjar.is 2012.

22.09.2012 10:40

Páll aftur

Hér er önnur af Páli Jónssyni síðan í morgun. Báturinn er Húsvíkingum vel kunnur en hann hét eitt sinn Björg Jónsdóttir ÞH 321. Upphaflega Örfirisey RE 14 og síðar Rauðsey AK 14. Þá Björg Jónsdóttir ÞH 321 og Arnþór EA 16 eftir það. Goðatindur SU 57 var hans næsta nafn og að lokum Páll Jónsson GK 7.


1030. Páll Jónsson GK 7 ex Goðatindur SU 57. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

22.09.2012 10:08

Páll Jónsson

Páll Jónsson GK kom inn til hafnar á Húsavík nú á tíunda tímanum og tók ég nokkrar myndir af honum. Vel við hæfi að fá grænan bát á þessum degi. Áfram Völsungur.1030. Páll Jónsson GK 7 ex Goðatindur SU. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

20.09.2012 20:36

Dröfn aftur

Tók aftur myndir af Dröfninni í dag þegar hún kom að landi eftir rannsóknir á Skjálfanda. Í gær var birtu farið að bregða en í dag var blessuð sólin að láta ljós sitt skína og það allverulega.1574. Dröfn RE 35 ex Ottó Wathne NS. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

20.09.2012 20:21

Gimli

Oddur Örvar á Gimli ÞH lætur hér úr höfn í dag, kannski á leið út í Flatey. Hver veit.


 
6643. Gimli ÞH 5 ex Þorfinnur. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

20.09.2012 19:34

Kristinn

Kristinn ÞH frá Raufarhöfn fór héðan í dag eftir að hafa verið upp á Norðurgarðinum um tíma. Heyrði að það hefði haft eitthvað með skrúfuna að gera.2661. Kristinn ÞH 163 ex Kópur. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

19.09.2012 22:12

Dröfn

Dröfn RE var við rækjurannsóknir á Skjálfanda í dag og tók ég þessa mynd þegar hún kom að landi í kvöld.1574. Dröfn RE 35 ex Ottó Wathne NS. © Hafþór Hreiðarsson 2012
Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 725
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 9252914
Samtals gestir: 1994752
Tölur uppfærðar: 21.8.2019 13:15:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is