Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Ágúst

28.08.2012 20:44

Orri

Gamli Sjéníverinn var við hafnargarðinn þegar ég fór til vinnu í morgun, svona líka fagurblár. Orri ÍS 180 heitir hann núna og er á rækju og var að fiska vel en kom inn vegna brælu. Vonandi næ ég honum á siglingu áður en langt um líður en þessi mynd verður að duga í bili.923. Orri ÍS 180 ex Röstin. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

28.08.2012 20:36

Gunnbjörninn kom og fór

Gunnbjörninn kom í morgunsárið til löndunar á Húsavík og tók ég mynd af honum við það tækifæri. Það gerði ég einnig þegar hann fór síðdegis.1327. Gunnbjörn ÍS 302 ex Framnes. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


23.08.2012 19:07

La Cotinière

La Cotinière heitir þorpið eða bærinn þar sem ég tók þessa mynd á eyjunni Ile d´Oléron.Bátar við bryggju í La Cotinière. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

22.08.2012 18:22

France 1

Sá þetta skip á rölti mínu við höfnina í La Rochelle á dögunum. Það heitir France 1 og er safngripur í dag en var sennilega veðurskip hér áður fyrr. 


France 1. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


 
France 1 í höfninni í La Rochelle. © Hafþór 2012.


22.08.2012 09:56

Þór

Hér koma fleiri myndir síðan í gær af varðskipinu Þór á Skjálfanda.2769. Þór. © Hafþór Hreiðarsson 2012.2769. Þór. © Hafþór Hreiðarsson 2012.2769. Þór. © Hafþór Hreiðarsson 2012.2769. Þór. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

21.08.2012 17:34

Þór á Skjálfanda

Þá er maður kominn heim eftir sumarfrí og ekki leiðinlegt að mynda svona glæsilegt skip eins og nýja varðskipið okkar. Hér er hann á siglingu á Skjálfanda áleiðis til hafnar á Húsavík þar sem hann verður til sýnis til kl. 20:00 í kvöld. Tók fleiri myndir og myndskeið sem birtast síðar, kannski á miðnætti.


2769. Þór. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


05.08.2012 09:54

Björgunarsveitarmenn æfðu með TF-LÍF

"Þessar æfingar eru mjög þýðingarmiklar og gera meðlimi sveitarinnar mun betur undirbúna fyrir vinnu með þyrlunni í framtíðinni s.s við móttöku á slysstað eða öðrum vettvangi". Sagði Guðbergur Rafn Ægisson formaður Björgunarsveitarinnar Garðars sem æfði með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar í gær.

Þyrlan kom hér síðdegis á fimmtudag og um kvöldið var haldið námskeið í móttöku þyrlu og umgengni við hana. Að því loknu var þyrlunni flogið til Akureyrar þar sem áhöfnin gisti. Og hingað kom hún aftur um hádegisbil á föstudag og verklegar æfingar hófust.

Æfingarnar í gær fólust m.a í því að hífa menn úr sjó, úr gúmmíbát og sækja mann um borð í hvalaskoðunarbátinn Sylvíu.

Þá var æfing upp á melnum ofan Stallalyftunnar þar sem farið var í börubjörgun, upphífingar með tengilínu og móttöku á sigmanni. Að sögn Guðbergs tókust þessar æfingar vel í alla staði og menn ánægðir með verk dagsins.

Og Guðbergur segir ýmsa konfektmola oft leynast í björgunarsveitarstarfinu og einn slíkur kom í ljós í gær. "Æfingaferlið endaði á því að við sem þátt tókum í fengum að fara í smá flugferð yfir Húsavík í þyrlunni sem bónus fyrir störf okkar í björgunarsveitinni og það var mjög gaman": Sagði Guðbergur en tólf börgunarsveitarmeðliðir tóku þátt í æfingunum.

1468. Sylvía og TF-LÍF við æfingar. © Hafþór 2012.


Sigmaður á leið niður í Sylvíu. © Hafþór 2012.


    

02.08.2012 23:51

Myndir frá strandi skonnortunar Hauks við Lundey

Júlíus Bessason á Skýjaborginni ÞH sendi mér þessar myndir sem hann tók á strandstað við Lundey í morgun. Skonnortan Haukur var þar að sýna farþegum fuglalífið í eynni þegar hún tók niðri. Eins og komið hefur fram í fréttu alllra helstu fjölmiðla landsin fór allt vel, farþegum var komið í land á Ömmu Siggu og Jóni Kjartanssyni og Bjössi Sör kippti í Haukinn sem sigldi síðan fyrir eigin vélarafli til lands. Allsóskemmdur að talið er.Farþegar teknir frá borði. © Júlíus Bessason 2012.Óðinn Sig. og Helgi Héðins fylgjast með um borð í Fram. © Júlíus Bessaon.


Taug komið á milli Bjössa Sör og Hauksins. © Júlíus Bessason 2012.Strekkt á tauginni. © Júlíus Bessason 2012.Og svo var togað í. © Júlíus Bessason.Og það tókst að losa hann. © Júlíus Bessason 2012.

01.08.2012 23:17

Snædrekinn á leið til Íslands

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á rækjutogaranum Ontika sendi mér línur í dag þar sem hann segir m.a. svo frá: 

"Kínverski íbrjóturinn XUE LONG, líka þekktur sem Snædrekinn, var að sigla framhjá okkur á leið sinni til Íslands. Við erum austur af Svalbarða-eyjaklasanum 76 norður og 40 austur.

Þetta er skuggalegur dallur og ógnvekjandi. Betra að víkja vel og vera ekki fyrir honum þar sem hann siglir á 17 hnúta hraða í átt til Íslands". 

Vegna skyggnis náði Eiríkur ekki myndum af Snædrekanum en hægt er að lesa sér til um hann og skoðað myndir á eftirfarandi hlekk: 

http://www.newzeal.com/theme/Ships/China/xuelong.htm (Meðfylgjandi mynd er fengin af þessari síðu)

Í frétt á mbl.is í dag um að Norðvesturleiðin sé að opnast segir einnig frá Snædrekanum: Til gamans má geta að kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn, Xue Lóng, lagði af stað frá Qingdao í Kína í byrjun júlí og mun hann fara norðausturleiðina, meðfram Rússlandi og Noregi, og hafa viðkomu á Íslandi í ágúst.

Er gert ráð fyrir því að Snædrekinn komi til hafnar í Reykjavík 16. ágúst næstkomandi en hægt er að fylgjast með ferðum hans hér.

 

 

 

 

 


01.08.2012 19:03

Elín

Strandveiðibáturinn Elín kemur til hafnar á fyrsta degi ágústmánaðar. Þar með er síðasta strandveiðitímabilið hafið í ár.7683.Elín ÞH 7 ex Karen Dís SU. © Hafþór Hreiðarsson 2012.
  • 1
Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is