Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Júlí

03.07.2012 21:14

Þórkatla

Og það gerir Þórkatla GK líka enda í eigu Stakkavíkur eins og Hópsnesið.2670. Þórkatla GK 9. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.07.2012 18:44

Björgvin

Held að það sé þjóðráð að setja inn eina togaramynd áður en ég set meira inn frá Siglufirði. Hér er Björgvin EA 311 að koma að landi á Dalvík um hádegisbil í gær.1937. Björgvin EA 311. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

02.07.2012 23:17

Hafborg

Hafborg SI var smíðuð í Njarðvík aldamótaárið 2000 og hét upphaflega Þröstur II ÞH frá Raufarhöfn.2458. Hafborg SI 4 ex Þröstur II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


02.07.2012 23:00

Otur

Otur SI var smíðaður á Akranesi 2001 og lengdur við skut 2003. Upphaflega hét hann Mímir ÍS og síðar BA en þegar Víkurfiskur ehf. keypti hann fékk hann Otursnafnið.2471. Otur SI 100 ex Mímir BA. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

02.07.2012 22:46

Uggi

Uggi SI var smíðaður í Hafnarfirði 1987 og þiljaður tíu árum síðar. Upphaflega Úlfar Kristjónsson SH.6952. Uggi SI 167 ex Uggi. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

02.07.2012 22:28

Milla

Milla SI er Mótunarbátur smíðaður í Hafnarfirði 1999 en lengdur við skut 2006. Nýbarði ehf. á Siglufirði gerir bátinn út og var hann að koma af strandveiðum í dag.2321. Milla SI 727 ex Milla GK. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

02.07.2012 22:13

Edda

Edda SI kemur að landi, þessi bátur er af Viksundgerð, smíðaður 1987 í Rödskjær í Noregi. Hét áður Auðbjörn ÍS 17.1888. Edda SI 200 ex Auðbjörn ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

02.07.2012 21:43

Mávur

Mávur SI  hét áður Ingunn Sveinsdóttir AK og var smíðaður árið 2010 á Siglufirði. Kallarnir tóku hring fyrir mig í dag eftir löndun.2795. Mávur SI 76 ex Ingunn Sveinsdóttir AK 91. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

01.07.2012 11:02

Jón Hildiberg

Jón Hildiberg RE 60 er smíðaður í Hafnarfirði árið 1987 og hét áður Ingólfur GK. Þetta Skel 80 frá Trefjum og eigandi er Heiðar Fjalar Jónsson.6856. Jón Hildiberg RE 60 ex Ingólfur GK. © Hafþór Hreiðarsson 2012
Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is