Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Júlí

03.07.2012 21:19

Gunni Jó

Gunni Jó SI er Selfabátur smíðaður í Noregi 1991 og hét eitt sinn Kambanes. 


 
2139. Gunni Jó SI 173 ex Aron SI. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.07.2012 21:19

Brimfaxi

Brimfaxi EA 10 er af Víkinggerð, smíðaður í Hafnarfirði 1985 og lengdur 1994. Hann er í eigu samnefnds fyrirtækis á Akureyri og hét áður Snorri.6686. Brimfaxi EA 10 ex Snorri. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.07.2012 21:18

Fannar

Fannar EA 29  frá Dalvík er smíðaður í Svíþjóð árið 1988 og hét í upphafi Mikley SF. Hefur gengið í gegnum talsverðar breytingar en hann var endurbyggður eftir bruna ef ég man rétt. 1958. Fannar EA 29 ex Heimdallur GK. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.07.2012 21:18

Dúan

Dúan SI var smíðuð í Hafnarfirði 1987 og settur á hana skutgeymir 1998. Í eigu samnefnds fyrirtækis á Siglufirði.6941. Dúan SI 130. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.07.2012 21:17

Fleygur

Fleygur SI er smíðaður 1983 í Hafnarfirði og er Skel 26. Hét áður Lella en fékk þetta nafn á þessu ári.7005. Fleygur SI 25 ex Lella HF. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.07.2012 21:17

Sunna

Sunna SI birtist á síðunni í vor en góð saga er aldrei of oft sögð. Já og þessi mynd er betri.7185. Sunna SI 67 ex Farsæll SI. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.07.2012 21:16

Fríður

Fríður EA kemur hér á fleygiferð inn Siglufjörðinn í gær. Fríður var smíðuð í Hafnarfirði 1987 og settur á hana skutgeymir 2001. Mér fróðari menn geta kannski komið með betri upplýsingar um bátinn og þær breytingar sem hann hefur gengið í gegnum en ég spyr bara er þetta Sómi ? 


6874. Fríður EA 54 ex Sædís EA. © Hafþór Hreiðarsson 2012.
03.07.2012 21:16

Víkingur

Ekki er langt síðan þessi birtist hér á síðunni en ég myndaði hann á grásleppuvertíðinni í vor. Víkingur SK er báturinn sem smíðaður var í Hafnarfirði árið 1995 og er með heimahöfn í Haganesvík.7418. Víkingur SK 78. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.07.2012 21:16

Jón Kristinn

Jón Kristinn SI er smíðaður í Kópavogi árið 1981 og er Skel 26 sýnist mér. Virðist ekki hafa borið önnur nöfn á þessum rúmu 30 árum sem hann hefur verið í flotanum.6209. Jón Kristinn SI 52. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.07.2012 21:16

Konni

Hér kemur einn af nýrri gerðinni, Konni EA 21. Smíðaður hjá Seiglu á Akureyri í fyrra. útgerð Lurkur ehf.7704. Konni EA 21. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.07.2012 21:15

Trausti

Þrátt fyrir að plastið sé allsráðandi í smábátaflotanum má enn finna gamla gullmola þar innan um. Einn slíkur sem er á strandveiðunum landaði á Siglufirði í gær, Trausi EA frá Akureyri.396. Trausti EA 98 ex Sigurður Pálsson ÓF 66. © Hafþór 2012.

03.07.2012 21:15

Svala

Svala SI var smíðuð í Vogum á Vatnsleysuströnd árið 1978 og lengd 1993. Hún er gerð út af Knarrhólum ehf. á Siglufirði.7250. Svala SI 51 ex Svala RE. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.07.2012 21:15

Sægreifi

Sægreifi EA er smíðaður í Vogum á Vatnsleysuströnd árið 2003 og breytt talsvert árið 2000. Ef ég man voru þessir bátar sem smíðaðir í Vogum af gerð sem kallaðist Flugfiskur.7287. Sægreifi EA 444 ex Sægreifi GK 444. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.07.2012 21:14

Akraberg

Línubáturinn Akraberg kemur að landi á Siglufirði í gær. Seiglusmíði, smíðaður á Siglufirði árið 2007. Samkvæmt skrám er hann SI 90 og búinn að vera um tíma en eins og sjá má stendur skýrum stöfum AK 65 á bátnum. 2765. Akraberg AK 65 (SI 90). © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.07.2012 21:14

Hópsnes

Hópsnes GK stundar róðra frá Siglufirði þetta sumarið líkt og mörg undanfarin sumur.2673. Hópsnes GK 77. © Hafþór Hreiðarsson 2012.
Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is