Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Júlí

15.07.2012 21:05

Elín

Elín ÞH sem Viðar Sigurðsson gerir út siglir hér hraðbyri áleiðis á miðin.7683. Elín ÞH 7 ex Karen Dís SU. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

15.07.2012 21:02

Sóley

Sóley ÞH á leið í róður í vikunni.7382. Sóley ÞH 28 ex Íshildur SH. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

15.07.2012 20:59

Lundey

Hér leggur Lundey í´ann á strandveiðarnar upp úr miðnætti eitt kvöldið í vikunni sem leið. 6961. Lundey ÞH 350 ex Gáski. © Hafþór Hreiðarsson.

14.07.2012 01:34

Draumur

Hvalaskoðunarbáturinn Draumur kemur til hafnar á Dalvík í gær. Glöggir síðugestir kannast við bátinn sem þó nokkuð hefur komið við sögu hér og þá helst ámeðan hann hét Hinni ÞH 70.1547. Draumur ex Hinni ÞH 70. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

14.07.2012 01:17

Sæfari

Hér gefur að líta eina frægustu ferju Íslendinga, amk. síðari tíma. Grímseyjarferjan Sæfari á siglingu á Eyjafirði. Er reyndar að koma frá Hrísey þarna.2691. Sæfari. Hafþór Hreiðarsson 2012.

13.07.2012 15:29

Sylvía

Hér kemur hvalaskoðunarbáturinn Sylvía til hafnar í gærkveldi. 1468. Sylvía. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

12.07.2012 23:38

Kópur

Hér kemur Valur til hafnar á Dalvík á Kópnum. Búinn að róa frá Grímsey þessa vikuna. Langt sótt, fór 25 sjm. norður fyrir eyjuna í dag til að ná í skammtinn.5892. Kópur EA 140 ex Kópur NS. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

12.07.2012 22:29

Strandveiðibátar landa

Hér eru strandveiðibátarnir Dagmar og Gunnar Níelsson undir löndunarkrönunum á Dalvík í dag. Svanur og Eydís bíða þess að komast undir. Á Dalvík í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

09.07.2012 19:12

Sæfari

Þessa flottu mynd af Sæfara ÁR tók Einar Magnús Einarsson á strandveiðibátnum Sævaldi ÞH. Þarna öslar Sæfari út Skjálfandann áleiðis á rækjumiðin en eins og menn muna hét þessi Jói á Nesi í upphafi.


1964. Sæfari ÁR 170 ex Fanney SH. © EME 2012.

04.07.2012 22:20

Ásdís

Ásdís RE var smíðuð í Bátahöllinni á Hellisandi árið 2003. Gunnar Gunnarsson ehf. á Ólafsfirði gerir bátinn út.

 
2596. Ásdís RE 15 ex RE 10. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

04.07.2012 22:16

Daney

Daney EA frá Grenivík er smíðuð árið 1987 á Akureyri og hét áður Bóas SI. GH útgerð ehf. á Grenivík á bátinn og gerir út.


7025. Daney EA 240 ex Bóas SI. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


04.07.2012 22:07

Flugan

Flugan SU er á strandveiðunum, hér kemur hún inn til Siglufjarðar í fyrradag. Þetta er færeyingur smíðaður árið 1980 í Hafnarfirði. Í skrá Fiskistofu er Flugan SI 16 en eins og myndin sýnir stendur á henni SU 16 en hún kom að austan.6072. Flugan SU 16. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

04.07.2012 19:47

Sturlaugur H Böðvarsson

Hér lætur Sturlaugur H Böðvarsson AK úr höfn í Reykjavík. Smíðaður á Akranesi fyrir Grundfirðinga og hét þá Sigurfari II SH.1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10 ex Sigurfari II SH. © Hafþór 2012.

04.07.2012 16:17

Alfa

Alfa SI á útleið. Smíðuð í Hafnarfirði 1986 og er af gerðinni Skel 80. 6798. Alfa SI 65 ex Aldan. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

04.07.2012 16:10

Mávur í bak og stjór

Aðeins meira af þessum enda glæsilegru bátur.2795. Mávur SI 76 ex Ingunn Sveindsóttir AK 91. © Hafþór Hreiðarsson 2012.2795. Mávur SI 76 ex Ingunn Sveinsdóttir AK 91. © Hafþór Hreiðarsson 2012.
Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396882
Samtals gestir: 2007674
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:47:09
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is