Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Júlí

31.07.2012 19:36

Sumarstemming

Sumarstemming við Húsavíkurhöfn, tekið kl. 00:30 aðfaranótt Sunnudagsins 29 júlí 2012.260. Garðar í Húsavíkurhöfn. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

25.07.2012 22:28

Yfir þúsund farþegar í dag

"Þetta er stærsti dagur í sögu fyrirtækisins hvað farþegafjölda varðar" Sagði Þórunn Harðardóttir hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Norðursiglingu í kvöld en rúmlega eitt þúsund farþegar fóru í hvalaskoðun með bátum fyrirtækisins í dag.

956 fóru með bátum frá Húsavík en 66 með Knerrinum sem siglir frá Ólafsfirði á hvalaslóðir Eyjafjarðar.

 

Til að anna öllum þessum fjölda farþega fékk Norðursigling eikarbátinn Húna II frá Akureyri til  liðs við sig.  Að sögn Þórunnar gekk þetta allt snuðrulaust fyrir sig og farþegar sáu hvali í öllum ferðum dagsins.

Þórunn segir vaxandi straum ferðamanna til Húsavíkur þessa dagana skýra þennan mikla fjölda en einnig séu farþegar í ferðum dagsins sem ekki komust  í hvalaskoðun í gær þar sem bræla var á Skjálfanda fram eftir degi.

Hjá Gentle Giants hefur dagurinn einnig verið góður, stökkvandi hnúfubakar og höfrungar hafa glatt augu farþega  fyrirtækisins. "Sannkölluð hvalaveisla" Sagði Daniel Annisius en farþegar dagsins voru vel á fjórða hundraðið.


Lagt úr höfn í hvalaskoðun. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

24.07.2012 22:56

Eydís

Hríseyjarbátarnir hafa ekkert legið flatir fyrir mér síðustu árin og því var ánægjulegt að ná þessum um daginn. Eydís heitir hann og er smíðaður í Reykjavík árið 2001.2507. Eydís EA 44 ex Arnþór EA. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

23.07.2012 22:34

Guðrún Jónsdóttir

Guðrún Jónsdóttir ÓF á leið inn Siglufjörðinn fyrir margt löngu. Smíðaður í Vör á Akureyri og heitir Steini Vigg SI í dag.1452. Guðrún Jónsdóttir ÓF 27 ex SI 155. © Hafþór Hreiðarsson.

22.07.2012 23:09

Gullborg II

Þegar þessi mynd var tekin var stutt í endalok útgerðarsögu þessa fornfræga báts sem Binni í Gröf fiskaði manna mest á í den. Gullborg II SH heitir hann þarna og er að koma inn til hafnar í Sandgerði.490. Gullborg II SH 338 ex Gullborg VE 38. © Hafþór Hreiðarsson.

22.07.2012 11:35

Bíldsey

Bíldsey hin nýja við bryggju á Siglufirði á dögunum. Nú er hún komin austur fyrir land á veiðar. Hét upphaflega Konni Júl og síðar Kiddi Lár, eða var það öfugt ? Alltént nú er búið að lengja bátinn og mála hann svona fallega rauðan.2704. Bíldsey SH 65 ex Kiddi Lár GK. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

22.07.2012 11:08

Mærusöngurinn 2012

Mærusöngur SOS og Svövu 2012. Gamall Motown slagari, texti frá Adda Júl., Jósep Sigurðsson tók upp lag og hljóðblandaði. Myndband: Unnsteinn Júl. Aðalhlutverk í myndbandi: Fullt af flottum Húsvíkingum.


21.07.2012 23:34

Landað í Krossanesi

Þórður Jónasson EA við bryggju í Krossanesi að landa loðnu. Man ekki hvenær myndin var tekin en held  þó fljótlega eftir þær breytingar sem búið er að gera á honum þarna. Þ.e.a.s þær sem gerðar voru 1987 eða þar um bil. Þeir voru nokkrir Húsvíkingarnir á honum þessum. Gullhólmi SH í dag.264. Þórður Jónasson EA 350 ex RE. © Hafþór Hreiðarsson.

21.07.2012 23:26

Á útleið

Hér kemur ein gömul sem sýnir rækjubát á útleið frá Húsavík. Þetta var óþurrkasumarið mikla 1993 og bátinn þekkja margir.Rækjubátur á útleið. © Hafþór 1993.

20.07.2012 21:58

Brimarar

Gunnþór á Guðmundi í Nesi sendi mér þessar myndir sem Matthías Leifsson  tók í dag á makrílmiðunum,. Þær sýna frystitogarana Guðmund í Nesi og Brimnes sem eru í eigu Brims en strákarnir á Gvendi þurftu að ná í umbúðir yfiur í Brimnesið. Um borð í Guðmundi er þó nokkur fjöldi Húsvíkinga undir forystu Jóels skipstjóra en á Brimnesinu er einn. Bjarki Helgason en hann er á við þá marga, amk. þegar kemur að því að segja sögur.2626.Guðmundur í Nesi RE 13. © Matthías Leifsson 2012.2770. Brimnes RE 27. © Matthías Leifsson 2012.

17.07.2012 23:08

Ingeborg

Ingeborg SI kemur að landi á Dalvík. Smíðuð á Siglufirði 1985.6677. Ingeborg SI 60. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

16.07.2012 22:13

Celebrity Eclipse

Þar sem éger nokkuð viss um að einhverjir eru búnir að fá leið á þessum endalausu smábátamyndum þá set ég hér tvær myndir af Celebrity Eclipse sem seint verður talið til smærri skipa. Þá fyrri tók ég á Hjalteyri og siglir skipiðhraðbyri út fjörðinn langa. Laufásbærinn sést handan fjarðarins fyrir framan stefnið. Hina myndina tók ég tveim tímum síðar á Gónhól norðan Húsavíkur. Þar má sjá skipið sigla við sjónarrönd og nokkuð ljóst að það sullast áfram.Celebrity Eclipse. © Hafþór Hreiðarsson 2012.Celebrity Eclipse með Lundey í forgrunni. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

16.07.2012 22:05

Kósý

Strandveiðibáturinn Kósý EA úr Grímsey kemur hér til hafnar á Dalvík, smíðaður árið 1991. Í eigu Korkavíkur ehf.7337. Kósý EA 27 ex Kósý. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

16.07.2012 22:02

Slyngur

Strandveiðibáturinn Slyngur EA 74 kemur að landi á Dalvík í síðustu viku. Smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 2001.


7518. Slyngur EA 74. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


15.07.2012 21:08

Jón Jak

StrandveiðibáturinnJón Jak á leið á miðin, myndin er tekin á Húsavíkurhöfða. Við vitann nánar tiltekið.6836. Jón Jak ÞH 8 ex Fagranes NS. © Hafþór Hreiðarsson 2012.
Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 725
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 9252914
Samtals gestir: 1994752
Tölur uppfærðar: 21.8.2019 13:15:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is