Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Júní

03.06.2012 00:07

Jökull í skemmtisiglingunni

Hér er það Jökullinn sem siglir um spegilsléttann Skjálfandann í morgun en að venju hófst dagskrá Sjómannadagshelgarinnar á skemmtisiglingu.259. Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

02.06.2012 23:49

Skipstjórasveitin hjá Álaranum sigraði kappróðurinn

Í kappróðrinum á Húsavík í dag sigraði sveit sem kenndi sig við Álarann ÞH sem er fjölveiðibátur sem gerður er út annað veifið frá Húsavík. Svo skemmtilega vildi til að einungis skipstjórar og stýrimenn skipuðu sveitina sem sigraði nokkuð örugglega. Hilmar Örn Kárason skipstjóri og útgerðarmaður Álarans var að vonum ánægður með árangurinn enda um harða keppni að ræða þar sem m.a.var att kappi við sveit Heimsmeistarans. Af Álaranum er það annars að frétta að hann fer fljótlega í fulla drift og skiptir þar engu tilskipun LÍÚ um að bátar verði bundnir við bryggju næstu daga.


Sigursveit Álarans skipuðu frá vinstri: Einar Valsson skipherra hjá Landhelgisgæslunni, Birgir Mikaelsson einn af skipstjórum skemmtibátsins Geira litla, Sigurjón Sigurbjörnsson stýrimaður á Eriku, Haukur Eiðsson skipstjóri á Karólínu, Aðalsteinn Júlíusson skipstjóri á Háey II, Hjalti Hálfdánarson skipstjóri á Jökli og Hilmar Örn Kárason skipstjóri og útgerðarmaður á Álaranum. 

Þeir sem vilja fræðast örlítið um Álarann þá er færsla um hann hér
01.06.2012 17:08

Salka komin

Salka GK sem Norðursigling eignaðist í vetur kom til Húsavíkur í dag. Knörrinn sigldi suður í Njarðvík og náði í hana og gekk ferðin vel í alla staði. Meira síðar......

 
Knörrinn og Salka nálgast Húsavík. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

01.06.2012 13:00

Arnar

Hér er mynd frá því í morgun þegar rækjubáturinn Arnar ÁR 55 kom til hafnar á Húsavík. Hann landaði 15-16 tonnum af frosinni rækju en það eru ár og dagar síðan frosinni rækju hefur verið landað hér. 1056. Arnar ÁR 55 ex Skálafell ÁR. © Hafþór Hreiðarsson 2012.
Flettingar í dag: 491
Gestir í dag: 133
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396827
Samtals gestir: 2007668
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:40:10
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is