Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Júní

30.06.2012 22:12

Strandveiðibátar

Það var líf og fjör í Sandgerði þegar ég var þar fyrr í mánuðinum.Strandveiðibátar koma að landi. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

29.06.2012 20:21

1350

1350 var sjósettur á Húsavík en hann hefur verið í endurbyggingu hér undanfarin misseri. Og er ekki alveg klár, t.d. er vélin enn inn á gólfi en þetta kemur allt hjá Adda skólabróður.1350. Hafborg SI 4. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


29.06.2012 14:27

Nýr Hrólfur Einarsson til Bolungarvíkur

Útgerðarfélagið Völusteinn ehf á Bolungarvík fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni standa Gunnar Torfason og Ólafur Jens Daðason.  Ólafur Jens Daðason verður skipstjóri á bátnum.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Hrólfur Einarsson ÍS 255.  Báturinn mun leysa af hólmi eldri Cleopatra 38 bát með sama nafni.  Báturinn mælist 15brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Hrólfur Einarsson er af nýrri gerð Cleopatra 40B sem er nokkru breiðari bátur enn eldri bátar útgerðarinnar.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6WG1TCX 720hö (15.7L) tengd tveggja hraða gír ZF 550ATS gír.  Nýjung í þessum bát er að gírinn hefur innbyggð tvö gírhlutföll.  Efra hlutfallið er notað með léttann bát út á miðinn og neðra hlutfallið með hlaðinn bát til hafnar.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum Wesmar hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Línuspil er frá Beiti ehf og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 16stk 660lítra kör í lest.  Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp. (trefjar.is)


2822. Hrólfur Einarsson ÍS 255. © Trefjar.is 2012.

27.06.2012 22:47

Dísa

Dísa GK 136 hét áður Monica GK en upphaflega Róbert RE. Smíðuð í Hveragerði 1990 en skutlengt 1999. 2110. Dísa GK 136 ex Monica. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


27.06.2012 22:47

Fiskines

Fiskines KE 24 er í eigu SV 1 ehf. í Keflavík og var smíðað í Hafnarfirði 1989 og lengt 1995. Upphaflega Fiskines RE en síðar ST.7190. Fiskines KE 24 ex Fiskines ST. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

27.06.2012 22:44

Elsa

Elsa KE er smíðuð að Hlíðarenda við Akureyri árið 1981. Skrokkurinn innfluttur að ég held. 6185. Elsa KE 117 ex Nesmann. © Hafþór Hreiðarsson 2012

26.06.2012 23:38

Sæljós

Sæljós GK hét upphaflega Eyrún og var úr Hrísey, smíðaður á Akureyri 1973.1315. Sæljós GK 2 ex Maggi Ölvers. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

26.06.2012 23:36

Tveir Ásar

Tveir Ásar HF 20 er smíðaður í Hafnarfirði 1990 og lengdur 1995. Hét áður Örn ÞH frá Raufarhöfn.7201. Tveir Ásar HF 20 ex Örn. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

26.06.2012 23:36

Þórdís

Þórdís GK var smíðuð í Hafnarfirði 1980. Heimahöfn Garður.6159. Þórdís GK 198 ex Smásteinn. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

26.06.2012 23:35

Stella

Stella GK er smíðuð í Hafnarfirði árið 2004 og var fyrst NK en síðar GK. Heimahöfn er í Sandgerði og eigandi Þensla ehf.2669. Stella GK 23 ex Stella NK. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

26.06.2012 23:35

Benni Sæm

Kínabáturinn Benni Sæm hét upphaflega Sæljón og er smíðaður 2001 eins og hinir Kínabátarnir sem komu til landsins í flutningaskipi. 2430. Benni Sæm GK 26 ex Sæljón. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

26.06.2012 23:35

Stakasteinn

Stakasteinn GK 132 kemur hér að landi í Sandgerði. Stakasteinn hét áður Lilli Lár GK og er smíðaður í Svíþjóð árið 1988.1971. Stakasteinn GK 132 ex Lilli Lár GK. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

26.06.2012 23:35

Hringur

Hringur GK 18 í eigu Einars í Bjarnabæ ehf. í Hafnarfirði en með heimahöfn í Grindavík. Hann er smíðaður á Siglufirði árið 2006.2728. Hringur GK 18. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

26.06.2012 23:35

Freyja

Freyja RE 38 var smíðuð hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2011 og er í eigu Útgerðarfélagsins Friggjar ehf.2814. Freyja RE 38. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

26.06.2012 22:36

Klaki

Strandveiðibáturinn Klaki á fleygiferð. Hann var smíðaður í USA 1985 eftir því sem stendur skrifað á sax.is. Heimahöfn Garður.7207. Klaki GK 126 ex Klaki. © Hafþór Hreiðarsson 2012.
Flettingar í dag: 588
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399682
Samtals gestir: 2008177
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:46:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is