Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Maí

05.05.2012 22:49

Siglir um Pollinn

Húni II EA 740 er hér á siglingu um Akureyrarpoll, nánar tiltekið með Drottningarbrautinni. Glæsilegur á að líta sá gamli sem siglir að ég held til Danmerkur í sumar á strandmenningarhátíð.108. Húni II EA 740. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

05.05.2012 00:35

Sæborg

Hér er það Sæborg EA sem siglir inn til Kópaskers þaðan sem báturin hefur róið á grásleppuvertíðinni.2112. Sæborg EA 125 ex Dóri. © Hafþór Hreiðarsson 2012

02.05.2012 21:49

Sjómaður dáðadrengur

Náði mynd af þessum kappa í dag og ekki annað að sjá en að hann njóti þess að sitja fyrir. Sjómaður dáðadrengur er Þorgeir í húð og hár og nú fer að sjá fyrir endann á grásleppuvertíðinni hjá honum. Þorgeir Baldursson sjómaður. © Hafþór 2012.

02.05.2012 16:46

Bryndís

Bryndís ÞH 164 kemur hér að bryggju á Húsavík í dag. Er á grásleppu og eins og glöggir menn sjá er þetta fyrrum Galti ÞH. Þarf reyndar ekki glögga menn til.2385. Bryndís ÞH 164 ex Galti ÞH. © Hafþór Hreiðarssoon 2012.

01.05.2012 20:23

Róa saman á Fróða

Hjónakornin Garðar Birgisson og Friðný Sigurðardóttir róa saman á báti sínum Fróða til grásleppuveiða frá Kópaskeri. Garðar er sáttur við vertíðina til þessa en henni líkur brátt og handfærin taka við.


7349. Fróði ÞH 81 kemur að landi í gær. © Hafþór Hreiðarsson 2012.Friðný ísar hveljuna sem fer til vinnslu hjá GPG. © Hafþór 2012.Skipperinn með bendingar. © Hafþór 2012.

01.05.2012 20:23

Grásleppubátur kemur að landi á Raufarhöfn

Grásleppubáturinn Guðný ÞH kemur að landi á Raufarhöfn í gær.6584. Guðný kemur að landi. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

01.05.2012 20:22

Þorsteinn við bryggju

Þorsteinn GK 15 lá við bryggju á Raufarhöfn í gær og vertíðin greinilega búin. Amk. var verið að keyra veiðafærunum í hús.926. Þorsteinn GK 15 við bryggju á Raufarhöfn. © Hafþór 2012.

01.05.2012 20:22

Bjargey aftur

Hér er það Bjargey aftur. Þarna kemur hún undir löndunarkranann.2387.Bjargey ÞH 238 á Raufarhöfn. © Hafþór Hreiðarsson 2012.Skipperinn á Bjargey, Hilmir Agnarsson. © Hafþór 2012.

01.05.2012 20:21

Hólsvík

Hólsvíkin er vík rétt innan við Raufarhöfn og þessi bátur því sennilega nefndur eftir henni. En hér er hann að bíða eftir að komast undir löndunarkranann á Raufinni í gær. 6366. Hólsvík ÞH 111 ex Stekkjarvík. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

01.05.2012 20:21

Hafsóley

Hér leggur Hafsóley ÞH úr höfn á Raufarhöfn en hún er á línu. Hafsóley er að mér sýnist Skel 86 með breyttum skutgafli.


7430. Hafsóley ÞH 119. © Hafþór Hreiðarsson 2012

01.05.2012 20:20

Guðný

Guðný ÞH er smíðuð í Englandi og hét áður Rúna. Hér er hún að koma inn til Raufarhafnar eftir grásleppuróður.6584. Guðný ÞH 85 ex Rúna. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

01.05.2012 20:20

Brimrún

Brimrún ÞH kemur til hafnar á Raufarhöfn í gær. Hún er í eigu Hólmsteins Helgasonar ehf. og er smíðuð hjá Samtak. Talsvert breyttur frá upphafi.1776. Brimrún ÞH 15 ex ÞH 231. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

01.05.2012 20:02

Siggi Villi

Siggi Villi kemur að bryggju á Raufarhöfn. Man eftir að hafa myndað þennan fyrir mörgum árum koma inn til hafnar í Reykjavík en man ekki hvert nafn hans var þá. 6035. Siggi Villi ÞH 110 ex EA 95. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

01.05.2012 12:24

Rósa í Brún

Það var ekki amalegt veðrið á Kópaskeri í gærkveldi þegar Rósa í Brún koma að landi. Hér er Steini Tryggva að færahana undir löndunarkranann.


6347. Rósa Í Brún ÞH 50 ex Bragi RE. © Hafþór Hreiðarsson 2012

01.05.2012 11:41

Grásleppuveiðar

Hér eru karlarnir á Margréti ÞH að draga grásleppunetin í gær, skammt undan landi við Kópaskersvita. Fjær er Rósa í Brún ÞH að veiðum.Grásleppubátar að veiðum við Kópasker. © Hafþór Hreiðarsson 2012
Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396050
Samtals gestir: 2007482
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 07:36:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is