Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Maí

31.05.2012 20:42

Karólína

Karólína ÞH 100 lætur hér úr höfn á Húsavík í morgun.  Í síðasta róður fyrir Sjómanndag. 


2760. Karólína ÞH 100. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

31.05.2012 20:34

Mættust við Bökugarðinn

Þegar Háey II ÞHH 275 var að koma að í morgun var Karólína ÞH 100 að láta úr höfn og mættust þessir Víkingar við Bökugarðinn.Einn að koma, annar að fara. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

31.05.2012 20:30

Háey II

Þessa mynd tók ég í morgun þegar Háey II kom að landi eftir línuróður á Kolbeinseyjarsvæðið. Aflinn 13 tonn.Háey II ÞH 275. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

30.05.2012 22:48

Kópur

Valur Hauksson á Dalvík sendi mér þessar myndir af trillunni sinni Kóp EA 140 sem var í breytingum hjá Sigga Baldurs eins og segir í póstinum. 5892. Kópur EA 140. © Valur Hauksson 2012.


28.05.2012 19:16

Norðursiglingarflotinn

Hann er glæsilegur Norðursiglingarflotinn sem telur sex báta. Og sá sjöundi væntanlegur. Þessa mynd tók ég í dag.Norðursiglingarflotinn. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

24.05.2012 20:34

Góður afli við Kolbeinsey

Línubáturinn Lágey kom til hafnar í hádeginu í dag með um 15 tonna afla þar sem uppistaðan var þorskur.

Langt var róið eftir þeim eða á Kolbeinseyjarsvæðið. Að sögn Sverris Þórs Jónssonar skipstjóra tók heimstímið um níu tíma. 

Aflabrögð línubáta hér norðanlands hafa ekki verið upp á marga fiska að undanförnu eða eins og Sverrir sagði "algjört núll" og því róa menn lengra til í von um betri afla.

Hinn línubátur GPG, Háey II, var einnig út við Kolbeinsey og landaði um tíu tonnum í morgun.

2651. Lágey ÞH 265 ex Aron ÞH 105. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


23.05.2012 22:47

Árni ÞH á grásleppuveiðum

Þessa flottu mynd af Árna ÞH 127 tók Stefán Guðmundsson hjá Gentle Giants í gær við Lundey. Þarna er Bragi Sigurðsson og háseti hans, sem ég veit ekki hver er, að draga færið í þvílíku dásemdar koppalogni. Stefán hefur að öllum líkindum verið á Ömmu Siggu þegar hann tók myndina, amk. sá ég til Ömmu Siggu sigla hjá Árna þar sem ég var staddur á Gónhólnum. Með kíki. Stefáni kann ég bestu þakkir fyrir myndina.5493. Árni ÞH 127. © Stefán Guðmundsson 2012.

22.05.2012 22:02

Siglt í norður

Hér siglir Háey II ÞH 275 áleiðis á miðin, tekið nú undir kvöld.2757. Háey II ÞH 275. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

21.05.2012 15:08

Ný Cleopatra 33 afgreidd til Frakklands

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Le Croisic á vesturströnd Frakklands.

Að útgerðinni stendur Fabrice Charlot sjómaður frá Le Croisic sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið "Ar-Tarzh II" sem þýðir "Aldan" á máli Bretóna.  Báturinn er 11brúttótonn.  "Ar-Tarzh II" er af gerðinni Cleopatra 33.

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT(Iveco)C90 380 tengd ZF286IV gír.

Siglingatæki eru frá Furuno. 

Báturinn er útbúinn til línuveiða.

Línubúnaður er frá Able.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 12stk 380lítra kör í einangraðri lest.  Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Le Croisic allt árið, reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna í lok mánaðrins.  2-3 menn verða í áhöfn.


AR-TARZH II SN 930 647. © Trefjar.is 2012.

19.05.2012 19:34

Máni og Ásgeir við bryggju í morgun

Tók þesa mynd af Mána ÞH 98 og Ásgeir ÞH 198 við bryggju á Húsavík í morgun áður en ég fór til kirkju þar sem Ásgeir Þórðarson sjómaður var jarðsunginn.1920. Máni ÞH 98 - 1790. Ásgeir ÞH 198. © Hafþór 2012.

13.05.2012 12:14

Vinur og Von

V er stafur dagsins á síðunni og hér koma Vinur og Von.1750. Vinur ÞH 73 ex Matthildur. © Hafþór Hreiðarsson 2012.1432. Von ÞH 54 ex Vilborg. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

10.05.2012 22:59

Jökull

Hér er Jökull að koma til hafnar í dag.259. Jökull ÞH 259 ex Margrét. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

10.05.2012 22:47

Kópasker-The Movie

Hér smá bútur frá Kópaskeri.

07.05.2012 22:43

Fékk hvalshræ í rækjutrollið

Hér birtist mynd sem tekin var um borð í Heru ÞH í Kolluálnum í hádeginu í gær. "Sigurborgin fékk þessar leyfar af hval sem sprengdu sig út nokkru ofan við skiljuna, eins og sést er mikið fuglager þarna í kringum þetta og mikið líf". Sagði í póstinum með myndinni.Hvalshræið á floti og fuglager í kring. © Hera ÞH 60 2012
Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9393930
Samtals gestir: 2007184
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 00:17:22
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is