Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Apríl

30.04.2012 23:13

Margrét

Margrét ÞH sem þarna kemur til hafnar á Kópaskeri í kvöld á það sameiginlegt með bátnum í færslunni á undan að hafa verið í húsavíska bátaflotanum á árum áður. Hét þá Skýjaborgin en síðar Hafþór NK 44.2157. Margrét ÞH 55 ex Hafþór NK 44. © Hafþór Hreiðarsson 2012,

30.04.2012 22:56

Bjargey

Ég eyddi deginum í eystri byggðum Norðurþings við bátaljósmyndun. Og hér kemur einn þeirra sem lá eftir daginn. Þetta er Bjargey ÞH sem GPG fiskverkun á og gerir út frá Raufarhöfn.2387. Bjargey ÞH 238 ex Kristín. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

29.04.2012 21:52

Már

Már ÓF 50 kemur að landi í Ólafsfirði á dögunum. Hvað skyldu þeir í Trefjum hafa smíðað marga svona báta, þ.e.a.s. Skel 80.


7389. Már ÓF 50 ex Már NS. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

28.04.2012 10:51

Freygerður

Freygerður ÓF kemur hér siglandi inn Ólafsjörðinn. Búið að draga grásleppunetin.6598. Freygerður ÓF 18 ex Grímur. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

26.04.2012 21:30

Sunna

Sunna SI 67, sú minnsta með þessu nafni og númeri sem ég hef myndað. Eru sennilega bara tvær held ég. Þessi var að koma að landi á Siglufirði á dögunum og steinlá. Fyrir linsunni. Eigandi samnefnt fyrirtæki.7185. Sunna SI 67 ex Seifur. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

22.04.2012 21:43

Snæfell

Hér er Snæfell EA á toginu. Myndina tók Gunnþór Sigurgeirsson á GIN RE 13 í hádeginu í dag. Um það leyti sem hans menn í enska boltanum drulluðu upp á bak og fengu á sig fjögur mörk.1351. Snæfell EA ex Akureyrin EA. © GS 2012

17.04.2012 18:48

Víkingur

Hér er Víkingur SK 78 að koma að landi á Siglufirði sl. laugardag eftir grásleppuróður. Hans formlega heimahöfn er Haganesvík en smíðastaður Hafnafjörður.7418. Víkingur SK 78 ex Garðar. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

16.04.2012 21:11

Hildur á Þórshöfn

Sonja Hallgríms á Þórshöfn sendi mér þessa mynd af skonortunni Hildi sem hún tók á Þórshöfn um helgina. Heyrði að Hildur hafi verið í ferð með kafara en sel það ekki dýrara en ég stal því.1354. Hildur. © Sonja Hallgríms 2012.

16.04.2012 19:48

Gunni Jó

Siglfirðingar eiga sinn Gunna Jó alveg eins og við Húsvíkingar. Já og Flateyingar. En okkar er ekki grásleppubátur eins og þeirra sem sést hér á myndinni koma til hafnar sl. laugardag. Síðast þegar ég myndaði hann á siglingu hét hann Aron SI. Það var fyrir tíu árum.2139. Gunni Jó SI 173 ex Aron SI 173. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

15.04.2012 23:07

Bára

Hér er það grásleppubáturinn Bára SI 200 sem kemur fyrir augu síðulesar. Reyndar stendur enn þá ÍS 200 á henni þrátt fyrir að SI 200 er skráðá Fiskistofu. En það kemur með vorinu hlýtur að vera. Ef ég man rétt hét þessi bátur upphaflega Haukafell SF 111.2289. Bára SI 200 ex Bára ÍS 200. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

15.04.2012 11:02

Magnús Jón

Þessi sýndi mér nú bara afturendann í gær þegar ég var á Ólafsfirði. Magnús Jón heitir  hann og lét úr höfn um miðjan daginn.


2091. Magnús Jón ÓF 14 ex Egill ÓF. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

15.04.2012 10:41

Frosti kvaddi Grenvíkinga

Northern Alliance áður Frosti ÞH lagði upp í siglingu til Kanada í gær og þegar siglt var út Eyjafjörðinn var komið við á víkinni og skipsflautan þanin til að kveðja Grenivík og íbúa þar. Síðan var siglt út með Látraströndinni og þaðan vestur með Norðurlandinu áleiðis til nýrrar heimahafnar í Vancouver. Á meðan þessari kveðjustund fór fram var ég að keyra inn ströndina að vestanverðu og sá til togarans og Þorleifs EA úr Grímsey sem sigldi inn fjörðinn. Gundi sendi mér þessar myndir af gamla Frosta en eins og fram hefur komið í fréttum hefur útgerðin fest kaup á Smáey frá Vestmannaeyjum.Northern Alliance ex Frosti ÞH. © Gundi 2012.Gamli Frosti kveður Grenvíkinga meðan Þorleifur siglir inn. © Gundi 2012.

15.04.2012 10:19

Húni II EA 740

Sá í gær að Steini Pje og félagar í Hollvinum Húna II eru búnir að setja á hann einkennisstafina EA 740. Númer sem Snæfellin báru á sínum tíma. Verð að segja það að mér finnst alltaf fallegra að sjá þegar bátar eru með einkennisstafi og númer.108 Húni II EA 740 ex Húni II. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

15.04.2012 00:36

Jonni

Grásleppubáturinn Jonni SI kemur til hafnar á Siglufirði í gær. Smíðaður á Siglufirði og gerður út frá Siglufirði. 2599. Jonni SI 86. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

15.04.2012 00:27

Skjöldur

Skjöldur ÓF er hér að koma til heimahafnar á Ólafsfirði í gær. Hann er samkvæmt vef Fiskistofu á grásleppunetum þessa dagana og sá stærsti sem stundar þær frá Ólafsfirði í ár.2545. Skjöldur ÓF 57 ex Skjöldur RE. © Hafþór Hreiðarsson 2012.
Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 725
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 9252914
Samtals gestir: 1994752
Tölur uppfærðar: 21.8.2019 13:15:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is