Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Mars

18.03.2012 18:21

Fjölnir

Fjölnir frá Djúpavogi landaði hér á Húsavík í dag og tók ég þessa mynd og fleiri til þegar hann fór.237. Fjölnir SU 57 ex Hrungnir GK 50. © Hafþór 2012.

16.03.2012 23:04

Kibban drekkhlaðin við bryggju

Þorgrímur Alla sendi mér þessa í kvöld. Snilldarmynd, allgjör gullmoli. Þarna er Kristbjörg ÞH 44 drekkhlaðin við bryggju á Húsavík, sem hún var reyndar alloft. Gaman væri að vita hvað það er mikið í henni þarna. 

 1053. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristjón Jónsson SH 77. © Þ.A

15.03.2012 22:35

Sóley

Þá er grásleppuvertíðin byrjuð hér á Húsavík. Bátar máttu byrja að leggja kl. 8 í morgun og þeir fóru nokkrir á hafið. Í haugabrælu skilst mér. Sóley ÞH 28 var einn bátanna sem lagði netin og hér að neðan er mynd af henni koma til hafnar að því loknu. Útgerðarmaður og skipstjóri á henni er Jóhann Gunnarsson togaraskipstjóri til 30 ára eða svo, síðast var hann með Sólbak.7382. Sóley ÞH 28 ex Íshildur SH. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

14.03.2012 20:52

Gunnþór

Þessa mynd tók ég á dögunum af tröppunum hjá mér. Hún sýnir Gunnþór ÞH frá Raufarhöfn á heimleið eftir yfirhalningu og breytingar vestur á Snæfellsnesi.

7007. Gunnþór ÞH 75 ex Andri ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

13.03.2012 18:41

Húsavíkurviti

Ég hef haft gaman að því að kom við á Húsavíkurhöfðanum og taka myndir af vitanum okkar. Hef sett nokkrar myndir á Facebooksíðu mína og á dögunum setti ég inn albúm hér á Skipamyndasíðunni. Það er hægt að skoða hér  en myndina hér að neðan tók ég í síðustu viku.Á Húsavíkurhöfða. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

12.03.2012 19:33

Ósk

Sá á dögunum, man ekki hvar, að Árni í Teigi hefði verið seldur í Sandgerði. Þessar myndir tók ég í febrúarmánuði 2004. Á þeirri efri liggur Ósk við bryggju í höfuðborginni með netin í sér. Þessi mynd var tekin rétt fyrir kl. 10 27. febrúar. Á neðri myndinni, sem var tekin um miðjan dag daginn eftir er báturinn að koma til hafnar í Sandgerði. Nánar tiltekið kl. 14.22. Um haustið eða þann 25. október kom upp eldur í bátnum og skemmdist hann talsvert. Þar með lauk útgerðarsögu hans undir Óskarnafninu.
2500. Ósk KE 5. © Hafþór Hreiðarsson 20042500. Ósk KE 5. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

10.03.2012 20:40

Á Skjálfanda

Ég hef verið að lauma einni og einni skipamynd inn á Facebooksíðu mína og hér er eins þeirra. Þetta hefur svo sem áður borið fyrir augu þeirra sem sækja síðuna heim en ég læt mér það í léttu rúmi liggja.2618. Björg Jónsdóttir ÞH 321. © Hafþór 2004.

10.03.2012 11:20

Northern Alliance ex Frosti

Þá er komið nýtt nafn á Frosta, Northern Alliance skal hann heita. Gundi tók þessa mynd og sendi mér en hann var á Frosta frá árinu 1995 þar til hann var seldur á dögunum til Kanada.23276. Northern Alliance ex Frosti ÞH 229. © Gundi 2012.

05.03.2012 22:26

Haförn

Netabáturinn Haförn ÞH kemur hér að landi undir kvöldið en hann hefur verið að fiska vel að undanförnu. Afli dagsins í dag var um 11 tonn.


1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. © Hafþór 2012.

05.03.2012 20:18

Meira af Ársæli

Hér koma nokkrar myndir til viðbótar frá því í dag er Ársæll Ár kom til Húsavíkur.1014. Ársæll ÁR 66 ex Dúi ÍS. © Hafþór 2012.Brynjar Birgisson skipstjóri. © Hafþór 2012.Einar Skaptason stýrimaður. © Hafþór 2012.Skipstjórinn og netagerðarmeistarinn. © Hafþór 2012.Hilmar Örn Kárason netagerðarmaður. © Hafþór 2012.

05.03.2012 19:40

Ársæll

Ársæll ÁR 66 kom til Húsavíkur um kaffileytið í dag eftir rúmlega tveggja sólarhringa siglingu frá Þorlákshöfn. Erindið var að ná í rækjutroll sem Kári Páll og félgar í Ísneti settu upp fyrir Ársæl. Brynjar skipstjóri sagði bátinn leggja upp á Siglufirði en ætlunin væri að vera á rækju fram á vorið en þá verður skipt aftur yfir á humarinn.1014. Ársæll ÁR 66 ex Dúi ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

02.03.2012 16:40

Ingunn Sveinsdóttir hin nýja

Hér kemur mynd af Ingunni Sveinsdóttur hinni nýju, tekin á Dalvík þaðan sem gera á hana út. Myndina tók velunnari síðunnar sem vildi alls ekki láta nafn síns getið.2783. Ingunn Sveinsdóttir AK 91 ex Kristján ÍS 110. © VS
Flettingar í dag: 155
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9395896
Samtals gestir: 2007465
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 03:34:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is