Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Mars

29.03.2012 22:39

Fjölnir aftur

Freistaðist til að setja aðra mynd af Fjölni hérna inn. Tekin í dag eins og sú sem ég sett inn í dag. 


237. Fjölnir SU 57 ex Hrungnir GK 50. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


29.03.2012 19:04

Lágey

Hér er það grásleppubáturinn Lágey ÞH 265 sem skríður fyrir Bökugarðinn rétt fyrir kl.7 í kvöld. Lágey ÞH 265 ex Aron ÞH 105. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

29.03.2012 17:51

Fjölnir

Fjölnir kom hingað í dag og landa 70-75 tonnum og var steinbítur hluti aflans. Veit ekki hve mikill. En ég myndaði bátinn enda búinn að bíða nokkuð eftir að ná af honum sæmilegri mynd. Hér kemur ein.237. Fjölnir SU 57 ex Hrungnir GK 50. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

28.03.2012 23:24

Grásleppubátur á landstími

Hér er ein frá því í fyrradag þegar Kári réði ríkjumvið Skjálfanda. Grásleppubátur kemur að landi en þessa mynd tók ég úr rörinu sem Þorgeir myndaði mig í sælla minninga.7382. Sóley ÞH 28 ex Íshildur SH. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

28.03.2012 18:08

Áhöfn Smáeyjar sagt upp

Áhöfn togskipsins Smáeyjar frá Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp störfum. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV stendur til að selja skipið til Grenivíkur án kvóta.

Tólf menn eru í áhöfn skipsins og hafa sumir þeirra fengið boð um störf á tveimur öðrum skipum útgerðarinnar Bergs-Hugins, Bergey og Vestmannaey. Magnús Kristinsson útgerðarmaður staðfesti við fréttastofu að áhöfn Smáeyjar hafi verið sagt upp. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um málið.

Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem áhöfn skipsins er tilkynnt um uppsagnir. Það var síðast gert í febrúar í fyrra. Þá sagði Magnús að skipinu yrði lagt vegna kvótaskerðingar undanfarin ár í bolfiski, og þá sérstaklega ýsu. (ruv.is)


2433. Smáey VE 144 ex Björn RE 79. © Tryggvi Sig.

27.03.2012 21:17

Northern Alliance-Frosti kaupir Smáey

Hér er mynd frá því á föstudag í fyrri viku af Northern Alliance við slippkantinn á Akureyri. Tilbúinn til ferðar til nýrrar heimahafnar í Vancouver. Að sögn Gunda sem tók myndina átti bara eftir að gangafrá veiðarfærum og einhverri pappírsvinnu. Tryggvi úr Eyjum segir frá því á sinni síðu í kvöld að Frosti á Grenivík sé að kaupa Smáey VE í stað þessa skips. Einhversstaðar sá ég að kaupendur Frosta séu þeir sömu og keyptu Kristinn Friðriksson SH 3 ex Geira Péturs.


Northern Alliance ex Frosti ÞH. © Gundi 2012.

27.03.2012 18:14

Tjaldur II

Tjaldur II ÞH 294 var í skveringu á Norðurgarðinum en var settur á flot í dag. Tók nokkrar myndir þegar hann var að sigla inn í innri höfnina. Þorgeir líka. Set inn eina núna en kannski tekur maður Stakksfjörðinn á´etta og kemur með syrpu.1109. Tjaldur II ÞH 294 ex Ásborg BA. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

26.03.2012 20:02

Grásleppubátar koma að

Grásleppusjómenn réru sumir hverjir héðan frá Húsavík í dag og þeir sem komu seint að landi fengu svoddan sunnan vindinni í fangið á heimstíminu. Hér koma þrír þeirra sem komu að landi umdir kvöld.

Fyrst kom Sóley ÞH 28 og skömmu síðar komu Eiki Matta ÞH 301 og Sigrún Hrönn ÞH 36.7382. Sóley ÞH 28 ex Íshildur SH. © Hafþór Hreiðarsson 2012.7111. Eiki Matta ÞH 301 ex Jón Afi DA. © Hafþór Hreiðarsson 2012.2736. Sigrún Hrönn ÞH 36. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

25.03.2012 16:00

Von- The Movie

Myndband af Von koma til hafnar.

22.03.2012 22:23

Máni

Hér er það Máni ÞH 98 sem kemur að landi í dag eftir grásleppuróður, hann er einn 143 báta sem hafið höfðu grásleppuveiðar í dag, 22 mars.1920. Máni ÞH 98 ex Máni EA 36. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

21.03.2012 16:09

Galti seldur til Raufarhafnar

Hólmsteinn Helgason ehf.  á Raufarhöfn hefur keypt Galta ÞH af samnefndri útgerð hér á Húsavík og heldur hann til grásleppuveiða á næstu dögum.

Nýir eigendur hafa tekið við bátnum og í dag var verið að taka veiðarfærin um borð í Húsavíkurhöfn. Hólmsteinn Björnsson var þar að verki og með honum Þorkell Marínó Magnússon sem áður var skisptjóri á Lágey ÞH. Hólmsteinn lét af störfum nýverið sem framkvæmdarstjóri Ísfells ehf. til tuttugu ára en það fyrirtæki stofnaði hann ásamt Pétri bróður sínum, sem alla tíð hefur verið stjórnarformaður fyrirtækisins, Páli Gestssyni og Jóni Leóssyni í janúar 1992.

Að sögn Hólmsteins mun Galti fá nafnið Bryndís ÞH 164 en fyrir gera þeir út tvo báta, Kristinn ÞH 163 sem nú er á grásleppuveiðum, og Víking ÞH 264. Þá á fyrirtækið Brimrúnu ÞH sem ekki hefur verið gerð út um tíma.


2385. Galti ÞH 320 verður Bryndís ÞH 164. © Hafþór 2012.


Hólmsteinn Björnsson um borð í Galta. © HH 2012.

21.03.2012 14:29

Þorgeir grásleppukarl

Við skipamyndasíðuúthaldarar eigum okkar fulltrú á grásleppuvertíðinni hér Norðanlands en þar er á ferðinni Þorgeir nokkur Baldursson. Ég náði mynd af kappanum áðan og sá að Jón Páll bíður eftir að sjá mynd af félaganum og hér kemur hún. Þorgeir er á Aþenu ÞH.Þorgeir Baldursson. © Hafþór 2012.

20.03.2012 23:56

Rauðmagi í soðið

Var á bryggjunni í kvöld þegar grásleppubátar voru að koma að og myndaði þá þennan öðling hér að neðan. Ívar Júlíusson eða Íbbi í Vogum eins við þekkjum hann hér á Húsavík kom og fékk sér nokkra rauðmaga í soðið hjá Sigga Gutta á Voninni. Ívar Júlíusson með rauðmagann frá Sigga. © HH 2012.

19.03.2012 18:38

Hafísvorið 1979

Hér koma nokkrar myndir sem pabbi tók vorið 1979 þegar hann var á netaveiðum á Kristbjörgu II ÞH 244 (1053). Eins og sjá má gerði hafísinn þeim erfiðara fyrir en þrátt fyrir það aflaðist vel þennan mánuð sem ég man reyndar ekki hvort var mars eða apríl. Netin dregin í ísnum. © Hreiðar Olgeirsson 1979.Björn Viðar, Már Eyfjörð og Skarphéðinn Olgeirsson. © HO 1979.Hvað skyldi vera hinum megin ? © Hreiðar Olgeirsson 1979.Björn Viðar og Hjörtur en hann var um tíma á Húsavík. © HO 1979.

18.03.2012 21:31

Ný Cleopatra 40B til Bolungarvíkur

Útgerðarfélagið Salting ehf á Bolungarvík fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Að útgerðinni stendur Jakob Valgeir Flosason. Sigurgeir Þórarinsson verður skipstjóri á bátnum.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Fríða Dagmar ÍS 103. Fyrir er útgerðin með tvo Cleopatra 38 báta í rekstri aflabátanna Guðmund Einarsson ÍS og Sirrý ÍS. Báturinn mælist 15brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Fríða Dagmar er af nýrri gerð Cleopatra 40B sem er nokkru breiðari bátur enn eldri bátar útgerðarinnar.


Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6WG1TCX 720hö (15.7L) tengd ZF 550A gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno og JRC frá Brimrún ehf og Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum Wesmar hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línuspil er frá Beiti ehf og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf.


Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.


Rými er fyrir 16stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

 

 2817. Fríða Dagmar ÍS 103. © Trefjar.is 2012

Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is