Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Febrúar

29.02.2012 21:03

Kristbjörg á toginu

Það er ekki seinna að vænna ef maður ætlar að setja eitthvað meira hér inn í febrúarmánuði. Enn er tími þökk sé hlaupári. Og þar sem fyrsta rækjulöndunin á árinu hér á Húsavík var í dag er upplagt að birta mynd af rækjubát á toginu. Þetta er Kristbjörg ÞH 44 og ef ég man rétt tók ég myndina í Bakka- eða Héraðsflóa. Þessi bátur hefur það rólegt þessi árin en sá bátur sem landaði hér í morgun var Jökull ÞH 259 og var rækjuafli hans 90 kör eftir því sem lönsunarmenn tjáðu mér. Og rækjunni var keyrt til Siglufjarðar til vinnslu.1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 244. © Hafþór Hreiðarsson.

20.02.2012 21:02

Ingunn Sveinsdóttir

Samkvæmt vef Gísla Reynissonar, aflafrettir.com, hefur Siglunes ehf. á Siglufirði tekið við útgerð Ingunnar Sveinsdóttur AK 91 og hefur báturinn fengið nafnið Mávur SI 76. Og Haraldur Böðvarsson & co ehf. sem átti Ingunni hefur keypt Kristján ÍS 110 í stað þessa báts og hefur hann fengið nafnið Ingunn Sveinsdóttir AK 91.2795. Ingunn Sveinsdóttir AK 91 nú Mávur SI 76.  © Hafþór Hreiðarsson 2012.2783. Kristján ÍS 110 nú Ingunn Sveinsdóttir AK 91. © Alfons Finnsson 2011.

19.02.2012 12:35

Frosti seldur

Á heimasíðu skipasölunnar Álasunds í Reykjanesbæ segir að frystitogarinn Frosti frá Grenivík hafi verið seldur til Kanada þar sem hann muni þjóna nýjum eigendum. Þessa mynd tók ég af Frosta á sínum tíma þegar hann kom úr breytingum hjá Slippstöðinni á Akureyri.2067. Frosti ÞH 229 ex Jóhann Gíslason ÁR. © Hafþór.

 

17.02.2012 11:54

Súlan að veiða í drottninguna

Börkur Kjartans sendi mér þessa mynd sem hann rakst á fórum sínum og sýnir hún Súluna að síldveiðum á Breiðasundi. Aldrei of margar myndir af Súlunni. Á bak við hana aftanverða sést grilla í drottninguna sem svo var kölluð. Margrét EA var hennnar opinbera nafn og þarna er hún að bíða eftir síld úr nótinni hjá Súlunni.1030. Súlan EA 300. © Börkur Kjartansson.

15.02.2012 21:55

Súlan

Þorgrímur sendi mér þessa mynd af Súlunni þar sem hún er að dæla úr nótinni. Veit ekki hvaða ár hún var tekin en það skiptir svo sem engu. Stemmingsmynd engu að síður.1060. Súlan EA 300. © Úr safni Þ.A

13.02.2012 18:50

Valgerður

Samkvæmt mínum heimildum hefur útgerð Markúsar ÍS 177 keypt stálbátinn Valgerði BA 45. Þessa mynd hér að neðan tók meistari Alfons árið 2007 en upphaflega hét báturinn Friðrik Bergmann SH 240 og síðar Bára SH 27. Smíðaður hjá Ósey 1999 en eins og flestir vita var skrokkurinn fluttur inn frá Póllandi. 

Og svolítið meira.......heyrði að bátur sem var seldur á sínum tíma hafi verið seldur aftur. 

Meira síðar emoticon2340. Valgerður BA 45 ex Bára SH 27.  © Alfons 2007.

12.02.2012 12:35

Löndunarbið í Þorlákshöfn

Þar sem loðnuvertíðin stendur nú yfir er ekki úr vegi að birta þessa mynd úr safni Þorgríms. Hún er tekin í Þorlákshöfn og sýnir stemminguna á loðnuvertíðum hér áður fyrr.Þarna er einn, spurning hver hann er, undir löndunargræjunum og tveir bíða löndunar. Myndin er nú sennilega tekin snemma dags þar sem fáir bátar eru í höfn, allir á sjó. Í Þorlákshöfn á loðnuvertíð. © Úr safni Þ.A

12.02.2012 12:23

Börkur myndaði nafna sinn

Börkur frá Hraunkoti tók þessa mynd af nafna sínum frá Neskaupsstað fyrir helgina. Þarna er nýjasta uppsjávarskip íslendinga á loðnumiðunum en ljósmyndarinn starfar sem vélstjóri á Lundey NS 14.2827. Börkur NK 122 ex Torbas.  © Börkur Kjartansson 2012.2827. Börkur NK 122 ex Torbas. © Börkur Kjartansson 2012.

11.02.2012 20:31

Eiður ÓF seldur til Ísafjarðar

Útgerðarfyrirtækið Manni ehf. á Akureyri hefur set bát sinn, Eið ÓF 13, til Ísafjarðar. Kaupandinn er Gunnar Torfason sem hyggst gera hann út á innfjarðarrækju og dragnót. Jón Grunnvíkingur tók þessa mynd af Eið á Ísafirði í morgun.1611. Eiður ÓF 13 ex Eiður EA 13. © Jón Grunnvíkingur 2012.


11.02.2012 12:34

Loftur Baldvinsson

Hér Lemur ein úr safni Þorgríms og sýnir hún Loft Baldvinsson EA 24 (að mig minnir) þiggja úr nótinu hjá öðru skipi. Og spurning dagsins er sú hvaða skip er þarna í hlutverki gefandans ?1069. Loftur Baldvinsson EA. © Úr safni Þ.A

10.02.2012 22:03

Myndband frá Sail Húsavík

Var að fikta í Maccanum í kvöld og þetta er útkoman. Reyndar einhver vetrartrailer en ég valdi nú samt klippur frá Sail Húsavík.

09.02.2012 19:54

Akureyri

Tveir flottir sagði Steini Pjé um þessa mynd sem hann sendi mér. Plastarinn ekki talinn með enda seint sagður flottur. Falleg mynd hjá Steina.Við Torfunef. © Stein Pjé 2012.

08.02.2012 17:06

Activ

Það er alltaf hægt að ganga í sarpinn þegar lítið er að mynda og hér kemur ein frá fyrra ári. Seglskipið Activ© Hafþór Hreiðarsson 2011.
Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 725
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 9252914
Samtals gestir: 1994752
Tölur uppfærðar: 21.8.2019 13:15:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is