Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Janúar

30.01.2012 19:08

Árbakur

Hér er Árbakur EA 5 að koma til heimahafnar í júlímánuði 2006. Í dag heitir hann líka Árbakur og er EA 5 en í millitíðinni var hann Mars RE 205.2154. Árbakur EA 5 ex Árbakur EA 305. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

26.01.2012 23:19

Bergey

Jæja það er lítið að ske á þessari síðu þessa dagana. Var að fá mér nýja tölvu og er svona að læra aðeins inn á hana og það tekur sinn tíma. Þá er 640.is tímafrek síða en það er engin afsökun. Hér kemur mynd sem Eiríkur frændi minn Guðmundson sendi mér í dag. Hana tók hann í gær og sýnir hún togskipið Bergey VE.


2744. Bergey VE 544, © Eiríkur Guðmundsson 2012.

21.01.2012 23:37

Sóley

Hér er ein gömul sem sýnir Sóley ÞH 349 á siglingu. Sjálfsagt búinn að birta hana áður en hvað um það. Hét áður Fúsi SH og síðar Leó ÞH. Spurning hvar hann er núna, sá hann síðast upp á trailervagni á leið suður.1688. Sóley ÞH 349 ex Fúsi SH. © Hafþór Hreiðarsson.

18.01.2012 14:26

Jón Kjartansson

Frosti ÞH liggur í höfn á Eskifirði vegna brælu og tók Gundi þessa mynd af Jóni Kjartanssyni SU í dag. Það átti að landa úr Jóni og eins að gera eitthvað við flottrollið að sögn Gunda.1525. Jón Kjartansson SU 111 ex Hólmaborg SU 11. © Gundi 2012.

16.01.2012 19:26

Lágey-The Movie

Lágey ÞH 265 kom að landi á Húsavík í dag með fimm sex tonna afla sem fékkst á línuna í kantinum norður af Flatey.

13.01.2012 21:52

Sæbjörg

Hér er ein síðan um árið þegar við fórum á Geira litla að eltast við Grímseyingana á Skjálfanda. Og báturinn er Sæbjörg eins og menn sjá.2047. Sæbjörg EA 184 ex Linni SH 303. © Hafþór 2009.

11.01.2012 21:07

Erika

Grænlenska loðnuskipið Erika lá við bryggju á Húsavík síðustu daga en lagði úr höfn um miðjan dag í dag. Við það tækifæri tók ég nokkrar myndir og hér er ein þeirra.Erika GR-18-119 ex Birtingur NK 119. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

08.01.2012 20:20

Bliki

Hér mynd sem ég tók af Blika frá Dalvík fyrir nokkrum árum, sennilega 2009. Alltaf þótt hún skemmtileg, Hríseyjarferjan og Grenivík í baksýn. Og það hefur fleirum þótt því hún fór víða í haust og vetur þegar hann var auglýstur til sölu. Og síðan seldur til Suðureyrar eins og komið hefur fram. Þetta er flottur bátur en eitt lýti hafði hann þó, amk.  þegar hann var á Dalvík. 2710. Bliki EA 12 ex Friðfinnur ÍS. © Hafþór.

07.01.2012 16:18

Lágey

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók þegar var verið að landa úr Lágey þann 30. desember sl. en hún var síðasti báturinn sem landaði á Húsavík árið 2011. Og þeir voru með þetta 5-6 tonn kallarnir.Þarna liggur Lágey undir krananum. © Hafþór 2011.Lúkas ísar í körin á bryggjunni. © Hafþór 2011.Sammi klár með endann. © Hafþór 2011.Ekki viss hvað hann heitir þessi. ©  Hafþór 2011.Lúkas Damian. © Hafþór 2011.

03.01.2012 18:23

Geiri Péturs

Jæja það er best að byrja árið, Vodafone sá til þess að maður kom því ekki í verk í gær. Og ekki er amalegt að byrja í safni Þorgríms sem sendi mér þessa af Geira Péturs. Mönnum þótti hann frekar sjoppulegur á myndinni hjá mér um daginn og voru það orð að sönnu.1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK 212. © Þ.A.

  • 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is