Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Desember

31.12.2011 15:05

Nýárskveðja

Set bara sömu nýárskveðjuna hér og fór á 640.is. Menn bara lesa Skipamyndasíðuna í huganum í stað 640.is emoticon

29.12.2011 18:19

Surtsey

Surtsey VE klakabrynjuð við bryggju í Reykjavík, sennilega 1973 segirmyndasmiðurinn Þorgrímur.1245. Surtsey VE 2. © Þ.A

29.12.2011 18:12

Bjarni Ben

Hér kemur mynd Þ.A af togaranum Bjarna Benediktssyni RE 210 við bryggju í Reykjavík. Á Wikipedia segir að Bjarni Ben sé fyrsti stóri skuttogarinn sem Spánverjar smíðuðu fyrir Íslendinga. Hann kom til Reykjavíkur 16. janúar 1973.1270. Bjarni Benediktsson RE 210. © Þ.A.

29.12.2011 00:05

Sjávarborg

Sjávarborgin á leið inn Sundin. Skrokkurinn smíðaður í Póllandi en skipið fullklárað á Íslandi og afhent frá Slippstöðinni 1981. Hét þá á skipaskrá Þórunn Hyrna. Seld til Svíþjóðar 1993.1586. Sjávarborg GK 60 ex Þórunn Hyrna. © Hafþór.

29.12.2011 00:04

Dalborg

Eftirfarandi texta birti ég á síðunni fyrir nokkrum árum en hann tók ég af síðu sem dagur.net hét:

Kom frá Caglíarí á Sardeiníu þaðan sem skipið var keypt. Á Ítaliu hét skipið Lucia Garrau og var byggt árið 1971 í Genua og þá sem rækjutogari. Skipið hafði verið á veiðum við strendur Senegals. Söltunarfélag Dalvíkur hf sem þá rak rækjuvinnsluna á Dalvík var kaupandi skipsins.

Frá Ítalíu fór skipið til Fridrikshavn í Danmörku þar sem vinnsluvélar fyrir rækju voru settar um borð og það endurbyggt að nokkru. Hingað til lands kom svo skipið í enda júní þetta ár (1977) fyrsti rækjutogari í eigu Íslendinga. Snorri Snorrason var skipstjóri á skipinu við rækjuveiðarnar en hann er viðurkenndur frumkvöðull á sviði úthafsveiða á rækju og Dalborg EA 317 allatíð verið samofin sögu hans og þessara veiða.1481. Dalborg EA 317 ex Lucia Garrau. © Hafþór.

29.12.2011 00:01

Hrímbakur

Hrímbakur EA 306, smíðaður í Póllandi 1977 og hét upphaflega Bjarni Herjólfsson ÁR 200. Seldur til Grundarfjarðar frá Akureyri þar sem hann fékk nafnið Hringur SH. Seldur úr landi.1473. Hrímbakur EA 306 ex Bjarni Herjólfsson ÁR 200. © Hafþór.

29.12.2011 00:00

Geiri Péturs

Geiri Péturs í Húsavíkurhöfn vorið 1983. Var á fiskitrolli eins og flest sumur sem hann var gerður út af Korra hf. á Húsavík. Smíðaður á Akureyri 1972 og hét Sigurbergur GK 212. Seldur í Garðinn þar sem hann fékk nafnið Una í Garði GK 100. Sökk út af Skagafirði í júlí 2001, tveir menn fórust.1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK 212. © Hafþór.

28.12.2011 23:59

Sléttbakur

Sléttbakur EA á útleið frá Akureyri. Fallegt skip en þarna finnst mér það vera í sínu lakasta lúkki frá komu þess til landsins.1351. Sléttbakur EA 304 ex Stella Kristina. © Hafþór.

28.12.2011 23:59

Svalbakur

Svalbakur, hin Stelllan, á Eyjafirði. Í sínum ÚA-lit eins og hann var lengstum. Síðar Svalbarði og svo úr landi.1352. Svalbakur EA 302 ex Stella Karina. © Hafþór.

28.12.2011 22:58

Farsæll

Farsæll GK 162 kemur að landi í Keflavík. Bugtin í algleymingi þarna.1636. Farsæll GK 162 ex Lovisa. © Hafþór.

28.12.2011 22:37

Garðar

Garðar GK 53 nýkominn niður úr Njarðvíkurslipp. Smíðaður í Skipavík 1973 og hét upphaflega Auðbjörg HU 6. Liggur í dag í höfn í Bolungarvík og hefur gert lengi.1305. Garðar GK 5 ex Benni Sæm GK 26. © Hafþór.

28.12.2011 22:25

Þórunn

Þessi var smíðaður 1955 í Hollandi og heitir Maron í dag. Þarna er hann að sigla inn í Sandgerðishöfn, heitir Þórunn GK 97 og er í eigu Nesfisks hf. í Garði. Upphaflega Búðafell SU 90.363. Þórunn GK 97 ex Ósk KE 5. © Hafþór Hreiðarsson.

28.12.2011 22:01

Sigurbjörg Þorsteins

Sigurbjörg Þorsteins BA 65 kemur hér inn til Húsavíkur. Ekki með öllu ókunnugur bátur hér í bæ þar sem hann var gerður út hér um tíma sem Siglunes ÞH 60. Upphaflega Siglunes SH 22, smíðaður á Akranesi 1970. Síðasta nafn Strákur SK 126.1100. Sigurbjörg Þorsteins BA 65 ex Erlingur GK 212. © Hafþór.

28.12.2011 21:53

Kristinn Friðrik

Kristinn Friðrik kemur til hafnar í Sandgerði, heimahöfn garður. Smíðaður 1960 ef ég man rétt, upphaflega Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10. Síðast Sindri ÞH 400. Búið að farga.102. Kristinn Friðrik GK 58 ex Siggi Bjarna GK 5. © Hafþór.

28.12.2011 18:21

Guðbjörg Ósk

Hér lætur Guðbjörg Ósk SH 251 úr höfn í Sandgerði í júnímánuði 2003 að mig minnir. Lítur ólíkt betur út í dag þó gjörbreyttur sé.1354. Guðbjörg Ósk SH 251 ex VE. © Hafþór Hreiðarsson.

Flettingar í dag: 568
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399662
Samtals gestir: 2008174
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 13:12:35
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is