Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Nóvember

30.11.2011 22:42

Bjössi Bjöss

Steini Pje sendi mér nokkrar myndir sem hann tók í slippnum á Akureyri á dögunum og hér kemur sú fyrsta. Í myndatexta Steina segir að þessi hafi verið kallaður asticbátur og smíðaður fyrir Snæfellið hjá Skipasmíðastöð KEA. Nú heitir hann Bjössi Bjöss eftir því sem stendur framan á stýrishúsinu.Bjössi Bjöss. © Steini Pje 2011.

29.11.2011 12:07

Norma Mary

Þessa mynd fékk ég senda í gær en hún sýnir frystitogarann Normu Mary H 110 sem er í eigu dótturfélags Samherja. Myndin er tekin í Póllandi þar sem togarinn, sem áður hét Friðborg og var frá Færeyjum, hefur verið í lengingu og vélarskiptum. Hann var lengdur um 15 metra en ekki er ég með hestaflatölu eða gerð nýju vélarinar á hreinu.


2DFR3. Norma Mary H110 ex Friðborg. © Aðsend 2011.

28.11.2011 18:32

Siggi Gísla

Þessi mynd var tekin um borð í Frosta frá Grenivík sl. föstudagsmorgun á Eyjafirði en þarna eru kallarnir á Sigga Gísla úr Hrísey að draga línuna. 2755. Siggi Gísla EA 255. © Úr safni Gunda.

27.11.2011 21:34

Stína ó Stína

Kristina í höfn á Akureyri.2662. Kristina EA 410 ex Engey RE 1. © Hafþór 2011.

26.11.2011 13:03

Dagatalið 2012

Jæja nú hvet ég alla þá emoticon sem áhuga hafa á að verða sér úti um dagatal það sem ég hef gefið út í nafni Skipamynda að panta sér eintak hið fyrsta. Undanfarin dagatöl hafa verið með skipum og eða bátum sem eru á íslenskri skipaskrá en á dagatalinu fyrir árið 2012 verður mynd/myndir af fleyjum sem horfin eru af skrá. Sem sagt gamlar myndir innan um. Þá gæti hugsast að einn gestaljósmyndari fengi að koma mynd að emoticon En lesandi góður ef þú hefur áhuga á dagatalinu þá hefur þú samband emoticon og pantar þér eintak á korri@internet.is

Verðið er svipað og í ár en fer eftir fjölda pantaðra dagatala, því fleiri prentuð, því ódýrari.

23.11.2011 21:49

Í þá gömlu góðu daga

Í þá gömlu góðu daga nefnir Þorgrímur þessa mynd sem hann sendi mér í kvöld. Tekin upp úr 1980 og sýnir þrjá báta í höfn á Húsavík, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Sigþór ÞH 100 og Geiri Péturs ÞH 344 og þarna hafa þeir verið á línu eins og sjá má. 

Við bryggju á Húsavík. © Þ.A

23.11.2011 20:08

Blár, blár og Rauður

Hér koma þrjár myndir sem sýna dragnótabáta koma að landi á Húsavík, spurning um árið en þær eru teknar sama daginn ef ég man rétt.1791. Borgþór EA 116 ex Ísafold BA. ® Hafþór Hreiðarsson.1921. Þorleifur EA 88 ex Guðrún Jónsdóttir SI 155. © Hafþór.122. Magnús EA 25 ex Sigmar NS. © Hafþór Hreiðarsson.

20.11.2011 21:11

Vilborg er báturinn

Spurt var um hvaða bátur það sé sem er á myndinni. Í dag kom Þór Jónsson á Djúpavogi með rétta bátinn þó nafnið sé ekki það sem hann ber á myndinni. Jón segir réttilega að þetta gæti verið Alda SU 525 sem smíðuð var á Fáskrúðsfirði árið 1935 fyrir Samvinnufélag Búðakauptúns. Alda var 19 brl. að stærð búin 50 hestafla Scandiavél. Þegar myndin var tekin hét báturinn Vilborg GK 25 en þetta nafn fékk hann 1954 þegar Þorsteinn Berentsson í Sandgerði kaupir hann frá Vestmannaeyjum. Vilborg var GK til ársins 1965 er hún varð ÍS þegar hún var seld til Súgandafjarðar. Vilborg var gerð út frá Húsavík um tíma, m.a. á grásleppu og var Halldór Þorvaldsson skipstjóri á henni. Síðla árs 1970 kaupa þeir Þorgeir og Sverrir Hjaltasynir á Raufarhöfn Vilborgina frá Súgandafirði og verður hún þá Vilborg ÞH 66. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá í byrjun demebermánaðar 1974. Heimild: Íslensk skip 894. Vilborg GK 25 ex Alda VE 25. © Úr safni Þ.A?

19.11.2011 20:45

Snilld

Snilld þessi mynd hans Gunda á Frosta ÞH. Hér er ég aðeins búinn að leika mér með hana að gamni mínu.1903. Þorsteinn ÞH 360 ex Þorsteinn EA. © Gundi.

19.11.2011 20:11

Á legudeildinni

Hér er ein sem ég tók í Hafnarfirði um árið og er örugglega búinn að birta. Þarna liggja þeir fjórir saman og spurning hver þeirra er enn á lífi. Þ.e.a.s með lífsmarki, man ekki með Ver en 626 er enn til. Halldór Jónson var rifinn og Austurborginn brann.Í Hafnarfirði. © Hafþór Hreiðarsson.

16.11.2011 20:49

Norðursiglingarmenn að eignast Sölku !!!

Allt útlit er nú fyrir að Norðursigling á Húsavík eignist eikarbátinn Sölku sem sökk í höfninni í Sandgerði á dögunum. Eða það sem eftir er af bátnum en búið er að rífa af honum brúnna ofl. þar sem hann stendur í slippnum í Njarðvík. Í samtali mínu við einn af eigendum NS kom fram að það væri glórulaust að slátra þessum unglingi þó illa sé farinn. Það væri í þeirra höndum hvort þeir eignuðust bátinn og vonandi væri það ekki frestun á örlögum hans. Skonnortan Hildur sem er í eigu NS er systurskip Sölku, báðir smíðaðir hjá Gunnlaugi og Trausta á Akureyri.

 

1438. Salka GK 79.  © Markús Karl Valsson 2011.

13.11.2011 21:09

Helga Sigmars

Hér er verið að sjósetja Helgu Sigmars NS á sínum tíma. Sem var árið 1987. Margar myndir af þessum hafa komið hér á síðuna og saga hans. Í dag Sjöfn EA 142 frá Grenivík, svolítið lengri en þarna.1848. Helga Sigmars NS 6. © Úr safni Sólveigar Sig.

12.11.2011 19:02

Valur

Hér er önnur mynd úr safni Sólveigar Sigurðardóttur eða Sollu í Hlíð eins og ég ólst upp við að hún væri nefnd. Hún sýnir Val NK eftir sjósetningu á Seyðisfirði en þar var hann smíðaður 1968.

1068. Valur NK 108. © Úr safni Sólveigar Sigurðardóttur.

12.11.2011 11:50

Litlanes

Húsvíkingurinn Sólveig Sigurðardóttir sem býr á Seyðisfirði veitti mér leyfi til að birta nokkrar báta- og skipamyndir úr safni sem hún hefur yfir að ráða. Og hér kemur sú fyrsta af Litlanesi NS 51 sem var smíðað á Akureyri 1972. Hann hét þá Sunna SK 14 og var smíðaður fyrir Pál Þorsteinsson, Karl Hólm og Inga Friðbjörnsson á Sauðárkróki. Þeir áttu hann í eina fimm mánuði en seldu síðan Óla Ægi Þorsteinssyni á Þórshöfn bátinn sem nefndi hann Litlanes ÞH 52. Óli átti hann til ársins 1976 að hann er seldur til Seyðisfjarðar þar sem hann heldur Litlanesnafninu en verður NS 51.  Eftir að hann fór frá Seyðisfirði hét hann allnorkkrum nöfnum en að lokum Sunna SU 89 og dagaði hann uppi á Suðurnesjum.

1237.Litlanes NS 51 ex Litlanes ÞH 52. © Úr safni Sólveigar Sig.

Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399629
Samtals gestir: 2008173
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 12:41:15
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is