Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Október

29.10.2011 21:15

Grímur TH 25

Hér kemur mynd úr safni Þ.A. sem sýnir Grím TH 25 koma til hafnar á Húsavík. Róið með línu eins og vel sést á myndinni. Grímur var smíðaður á Akureyri árið 1953 og mældist 8 brl. að stærð, búinn 44 hestafla Kelvinvél. Eigendir voru Ásgeir Kristjánsson, Kristján Ásgeirsson og Þormóður Kristjánsson. 1962 var skipt um vél í bátnum, í stað Kelvin vélarinnar kom 86 hestafla Ford Parson. Í ársbyrjun er Grímur seldur til Siglufjarðar, kaupendur voru þeir Sverrir Ólafsson og Hersteinn Karlsson. Báturinn heldur nafni sínu en verður SI 5 (hafði áður fengið ÞH 25 í stað TH 25). Ingimundur Ingimundarson á Akranesi kaupir Grím í marsmánuði árið 1972. Enn heitir báturinn Grímur, nú AK 5. Bátnum var siglt upp í Skarðsvík á Snæfellsnesi eftir að leki kom að honum, mannbjörg varð. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá í júlíbyrjun 1973. Heimild Íslensk skip.

Sem sagt hét Grímur þau 20 ár sem hann var sem hann var á íslenskri skipaskrá.466. Grímur TH 25. © Úr safni Þ.A

26.10.2011 22:19

Hera-The Movie

Þegar ég var á bryggjunni seinnipartinn í dag renndi dragnótabáturinn Hera ÞH 60 í höfn eftir róður á Skjálfanda. Kallarnir á Heru eru nýbyrjaðir á dragnótinni eftir að hafa verið á rækjuveiðum frá því í vor. Afli dagsins í dag var um fjögur tonn, mest megnis boltaþorskur sem fékkst í síðasta halinu.

 

25.10.2011 18:27

Haförn-The Movie

Haförn ÞH 26 að koma að landi í dag úr netaróðri. Aflinn um tvö tonn,þorksur og ufsi til helminga eftir því sem bátsverjar tjáðu mér.

25.10.2011 18:21

Rán

Hér birtist mynd af Rán BA 57 sem síðar varð Guðrún Björg ÞH 60. Uphaflega Guðbjörg ef ég man rétt,smíðuð í Hafnarfirði.472. Rán BA 57 ex Jói á Nesi SH 159. © Hafþór Hreiðarsson.

23.10.2011 12:03

Haukur-Fyrir og eftir

Hér koma tvær myndir af Hauknum sem sýna hann fyrir og eftir að honum var breytt í skonnortu, teknar í júní 2001 og júlí 2011. Um Haukinn segir á heimasíðu Norðursiglingar:


Haukur var byggður í Reykjavík árið 1973 og var annar af tveimur mjög sérstökum bátum sem smíðaðir voru í Skipasmíðastöð "Jóns á Ellefu". Lengst af var báturinn gerður út frá Vestfjörðum en Norðursigling keypti bátinn árið 1996 og breytti honum á svipaðan hátt og Knerrinum og hóf hann hvalaskoðunarferil sinn sumarið 1997. Eftir 5 góðar vertíðir í hvalnum á Húsavík var báturinn settur í slipp á Húsavík þar sem honum var breytt í tveggja mastra seglskip, í stíl við fiskiskonnortu er voru algengar við Norðurland á seinni hluta 19. aldar. Sumarið 2002 sigldi Haukur svo með fólk um Skjálfanda, bæði undir seglum og sem hvalaskoðunarbátur.

Upplýsingar

BT:

20

ML:

21,5m (skrokkur 15,6)

B:

4,0 m

Flatarmál segla:

132 m2

Skrokkur:

Eik

Smíði:

Reykjavík

Byggt/endurbyggt:

1973/1997/2002

Farþegar:

46

Vél:

Scania

kW/hö:

155/210

Höfn:

Húsavík

Fáni:

Ísland
1292. Haukur ex Haukur ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2001.1292. Skonnortan Haukur. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

22.10.2011 11:46

Fanney x 2

Hér koma myndir úr safni Þorgríms Alla. Þær sýna þá tvo báta sem báru nafnið Fanney og voru ÞH 130. Held að búið sé að gera þeim nokkur skil á síðunni svo við njótum bara myndanna.398. Fanney ÞH 130 ex Byr NK 77. © Úr safni Þ.A1445. Fanney ÞH 130. © Þ.A.


Og hér er kallinn á útkíkki, Sigurbjörn heitinn Kristjánsson. © Þ.A.

17.10.2011 21:22

Barátta upp á líf og dauða

Náði þessum magnaða atburði hér að neðan upp á myndband í síðustu viku. Var sýnt í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Fálki étur annan fálka

Magnaðar myndir náðust af því þegar fálki drap annan fálka á Húsavík í síðustu viku og át hann síðan. Fuglafræðingur segir þetta dæmi um hvernig hungrið geti orðið öllu öðru yfirsterkara. Það var á fimmtudag sem vegfarendur á Húsavík komu auga á tvo fálka sem börðust upp á líf og dauða inni í miðjum bænum.

Bardaganum lauk með því að annar fálkinn drap hinn, og hóf svo að éta hann.

Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir aðalfæðu ungra fálka vera rjúpu, og þar sem rjúpnastofninn sé á hraðri niðurleið geti það hugsanlega skýrt þessa hegðun.

16.10.2011 17:50

Jökull

Hér sést ufsaveiðiskipið Jökull kom að landi á Húsavík nú síðdegis með tæp 30 tonn sem fengust í 14 trossur.259. Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. © Hafþór 2011.

13.10.2011 21:46

Anna

Hér siglir flutningaskipið Anna inn Skjálfanda í dag en þessa stundina er verið að skipa salti upp úr skipinu. Anna er 101 metra löng og 16 metra breið og siglir undir fána Antigua Barbuda [AG]. Smíðuð 2005.V2CY3. Anna. © Hafþór Hreiðarsson 2011

12.10.2011 22:04

Frá Húsavíkurhöfn

Hér kemur mynd úr safni Þorgríms Aðalgeirssonar og er hún tekin yfir höfnina á Húsavík. Hvenær veit ég ekki en ætli maður giski ekki á c.a 1950. Flott mynd, skúrarnir í forgrunni setja skemmtilegan svip á hana.Húsavíkurhöfn. Úr safni Þ.A

11.10.2011 22:14

Bjössi Sör

Hér kemur ein frá síðasta sumri, Bjössi Sör öslar áfram með farþega á hvalaslóðum Skjálfanda.1417. Bjössi Sör. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

10.10.2011 14:41

Kambur fær nýja Cleópötru

Útgerðarfélagið Kambur ehf í Hafnarfirði fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Hinrik Kristjánsson. Atli Freyr Kjartansson verður skipstjóri á bátnum.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Kristján HF-100. Báturinn er 15 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Kristján er af gerðinni Cleopatra 38.

Kristján var til sýnis á bás Trefja á Íslensku sjávarútvegsýningunni nú í september.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta D12 650hp tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún ehf. Báturinn er útbúin tveimur vökvadrifnum hliðarskrúfum sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línuspil og færaspil er frá Beiti. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.2820. Kristján HF 100. © Trefjar 2011

04.10.2011 17:37

Á útleið

Kristín ÞH landaði hér á Húsavík í dag og tók ég þetta myndband þegar hún lagði úr höfn. Það var þó nokkur ferð á logninu upp á Húsavíkurhöfðanum þar sem ég stóð og því nokkuð flökt á myndinni.

03.10.2011 21:37

Frosti

Þorgrímur Alla sendi mér þessa mynd sem sýnir Frosta TH 228 drekkhlaðinn í höfninni á Húsavík. Frosti var smíðaður úr eik og furu á Húsavík 1930. Mældist 12 brl. að stærð og búinn 27 hestafla Tuxham vél. Eigandi frá 31. ágúst 1931 var Ís- og frystifélag Húsavíkur sem átti bátinn til haustsins 1941 að hann var seldur Þórði Sigurðssyni í Reykjavík og Sæmundi Sigurðssyni á Hvassahrauni í Gullbringusýslu. Þeir áttu hann til ársins 1948 og eftir það urðu fimm sinnum eigendaskipti en síðasti eigandinn var Eymundur Sigurðsson á Höfn enbáturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 1964. Þá hét hann Faxi en það nafn fékk hann árið 1954. bar sem sagt þessi tvö nöfn á sinni tíð en einkennisstafirnir voru: Frosti ÞH, GK, KE og Faxi RE, GK, RE aftur og að lokum SF. (Heimild Íslensk skip 4. bindi)Frosti TH 228. © Úr safni Þ.A

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 9254637
Samtals gestir: 1995063
Tölur uppfærðar: 24.8.2019 01:05:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is