Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 September

05.09.2011 18:59

Atlantsfarið

Guðvarður Jónsson sendi mér þessa mynd sem hann tók af Atlantsfarinu í Miðvogi um helgina. Sennilega kannast nú einhverjir við skipið því það var eitt sinn í eigu Íslendinga. Fyrst hét hann Sveinn Benediktsson SU og var í eigu SR að mig minnir. Síðar hét hann Guðmundur Ólafur og var frá Ólafsfirði eins og Varði. Var í eigu Garðars Guðmundssonar hf. og var ÓF 91. Þá hét hann Birtingur NK 119 í lokin hér á landi.

Ég hef aldrei séð þetta skip eins flott og á þessari mynd og er það auðvitað af því að það er málað í þessum fallega rauða lit.

XPXN. Atlantsfarið VA 218. © Varði 2011.

03.09.2011 20:46

Stálvík

Hér er mynd sem ég tók rétt fyrir 1990 af skuttogaranum Stálvík SI 1 sem var fyrsti skuttogarinn sem smíðaður var á Íslandi. Í Stálvík í Garðabæ eins og flestir vita. Þegar þarna var komið var búið að lengja hana og átti hún eftir að þjóna Siglfirðingum um langan tíma. Stálvíkin var seld í brotajárn til Grenaa í Danmörku haustið 2005. Fyrirtæki í Noregi keypti hana reyndar í kvótahopp og hún fékk skráningu í Noregi. Hélt samt nafninu Stálvík. Reyndar allsóvíst hvort hún hafi nokkurn tímann farið til Noregs heldur einungis verið skráð þar. Hún var svo rifin snemma árs 2006 í Grenaa.

1326. Stálvík SI 1. © Hafþór Hreiðarsson.

01.09.2011 14:58

Silver Explorer

Skemmtiferðaskipið Silver Explorer hafði viðkomu hér á Húsavík í gær og tók ég þetta myndband þegar það lét úr höfn.

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is