Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 September

29.09.2011 22:40

Stórsöngvarinn og skipstjórinn Addi lögga

Þeir sem vilja sjá og heyra stórsöngvarann Aðalstein Júlíusson, skipstjóra á Háey II, þenja raddböndin á höfðuborgarsvæðinu um helgina hafa um tvo kosti að velja. Og það er ekki vitlaust að velja þá báða. Á föstudagskvöldinu kl. 23:59 treður hann upp með hljómsveitinni SOS á Spot í Kópavogi og hafa drengirnir söngdívuna Ínu Valgerði sér til fulltingis. Pabbi hennar var lengi kokkur á Björgu Jónsdóttur ÞH og er afburðarsöngvari einnig. Álaugardaginn kl. 17:00 verða tónleikar í Neskirkju þar sem áðurnefnd SOS koma fram með Kirkjukór Húsavíkur og flytja magnað prógramm þar sem heyrast m.a. lög sem Bítlarnir,Presley, Queen, Bubbi og Bó hafa gert ódauðleg. Hér að neðan tekur Addi Queenlagið Sombody to Love með Kirkjukór Húsavíkurkirkju undir stjórn Judit Györgi.

28.09.2011 20:59

Lundey

Eiríkur frændi minn sendi mér þessa mynd á dögunum. Hann tók hana að mér sýnist í Saltvík og þarna er Lundey ÞH að draga netin.6961. Lundey ÞH 350 ex Gáski. © Eiríkur Guðmundsson 2011.

27.09.2011 22:48

Skvetta EA 4 komma 5

Skvetta heitir þessi og veit ég nákvæmlega ekkert um þennan bát nema að það stendur Útgerðarfélagið Skvetta merkinu sem er á stýrishúsinu. Það hlýtur að vera eigandinn að bátnum.Skvetta EA 4,5. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

23.09.2011 17:01

Halli hans Edda

Í dag myndaði ég eitt nýjasta fley í flota Húsvíkinga, Halla ÞH 32. Eigandi, skipstjóri og útgerðarmaður er Eggert Jóhannsson. Hann keypti bátsskrokkinn af Haraldi á Núpskötlu og byggði sjálfur stýrishúsið ofl. ofan á hann. Veit ekki hvort hann var vélarlaus þegar hann fékk hann. Það kemur í ljós.6093. Halli ÞH 32. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

23.09.2011 16:42

Stína ó Stína.........

Kristín ÞH 157 landaði á Húsavík í dag og er þetta hennar fyrsta löndun í heimahöfn á nýbyrjuðu fiskveiðiári. Ég heyrði að aflinn væri um 80 tonn en sel það ekki dýrara en ég keypti það. En þessa mynd tók ég þegar Kristín lét úr höfn um kaffileytið.972. Kristín ÞH 157 ex Kristín GK 157. © Hafþór 2011.

22.09.2011 20:44

Siggi Bjartar

Hér sjáum við mynd af nýja Sigga Bjartar ÍS 50 við bryggju í Bolungavík. Hana tók Hallgrímur Óli Helgason en eins og flestir vita sem hér koma hét þessi bátur áður Happadís GK 16. Happadísin var gerð út á línu með beitningarvél um borð en nýju eigendurnir róa með landbeitta línu.2652. Siggi Bjartar ÍS 50 ex Happadís GK 16. © HÓH 2011.

20.09.2011 22:57

Gunnbjörn-The Movie

Hér kemur myndband af Gunnbirni koma til Húsavíkur en þeir sem ætluðu að bíða eftir fleiri myndum af honum geta farið að sofa. Þær koma ekki fyrir miðnætti né á miðnætti og hvað þá eftir miðnætti. En kannski á morgun.

20.09.2011 17:57

Gunnbjörn

Hér siglir Gunnbjörn ÍS 302 inn Skjálfandaflóa í dag á leið til löndunar á Húsavík. Fleiri myndir kunna að birtast. Vonandi fyrir miðnætti, eða á miðnætti. Og jafnvel myndband.1327. Gunnbjörn ÍS 302 ex Framnes ÍS 708. © HH 2011.

19.09.2011 20:48

Máni ÞH 981920. Máni ÞH 98 ex Máni EA 36. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

19.09.2011 18:12

Njörður ÞH 44

Ég birti þessa mynd á árdögum þessarar síðu en hér er ég búinn að hreinsa hana betur og dúlla aðeins við hana. Myndina tók Hreiðar Olgeirsson af Nirði ÞH 44, fyrsta báti þeirra Skálabrekkufeðga. Keyptu 1961 af Bjössa Kidda og félögum sem þá voru að stækka við sig. 1963 var Njörður seldur og fyrsta Kristbjörgin keypt. 22 tonna bátur er Hallsteinn hét.699. Njörður ÞH 44 ex Njörður TH 44. © Hreiðar Olgeirsson.

16.09.2011 20:08

Kristbjörg ÞH 44

Þessa mynd af Kristbjörgu ÞH 44 sendi Eiríkur Guðmundsson mér. Þetta er Kibban #2 sem síðar varð Kristbjörg II og þar á eftir Skálaberg ÞH. Hoggin í spað í landnámi Ingólfs árið 2011 eftir þó nokkurt niðurlægingarskeið.1053. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristjón Jónsson SH 77. © Úr safni EG.

15.09.2011 22:39

Kræklingabændur á Skjálfanda

Húsvíkskir kræklingabændur hafa staðið í ströngu undanfarna daga við að flokka kræklingalirfur og koma þeim í svokallað sokka sem þeir setja svo aftur í sjó til áframeldis. Það eru tvö nýstofnuð fyrirtæki hér á Húsavík sem stunda þessa tilraunaræktun og eru með línurnar í Saltvík, við Kaldbaksnef  og í Héðinsvík.

 


Þetta eru fyrirtækin Víkurskel ehf. sem Kristján Philips og Geir Ívarsson standa að og Sæskel ehf. sem Þorgrímur Jóel Þórðarson, Heiðar Gunnarsson og Þórir Gunnarsson standa að. Góð samvinna er á milli þeirra og hafa kapparnir nú hafa tekið höndum saman og vinna sameiginlega að því að gera þessa kræklingaræktun að arðbærum atvinnuvegi.

 


Þessi tilraun þeirra í kræklingaræktunninni fer þannig fram að lagðar eru út til þess gerðar línur sem reynt er að hafa á c.a sex metra dýpi til þess að sleppa við áhrifin þegar mikinn sjó gerir í vondum veðrum. Línurnar hafa nú  legið í um eitt ár og safnað kræklingslirfunum og þá eru lirfurnar teknar af og settar í sokka. Akkúrat það sem þeir félagar eru að gera þessa dagana. Þeir eru með fjórar línur í sjó sem hver um sig gæti gefið um sex tonn af kræklingi en uppskeran kemur í ljós þegar sokkarnir verða teknir á land næsta sumar. Þá verður skelin orðin fullþroska og markaðshæf og sagði Kristján Sölkuveitingar sýna þessu áhuga og áætli að hafa kræklinginn á matseðli sínum.

 

Jóel sagði þessa tilraunaræktun þeirra ekki hafa gengið áfallalausa fyrir sig til þessa. Framhaldið lofi þó góðu og ef komandi vetur verður áfallalaus verða þeir búnir að sýna að þetta er hægt fyrir opnu hafi eins á á Skjálfanda.


Það verður spennandi að fylgjast með framgangi þessarar atvinnugreinar og ljóst að ef vel tekst til getur ræktun og vinnsla á kræklingi orðið áhugaverður atvinnurekstur og skapað atvinnu á Húsavík.

 

 

 

 

 

14.09.2011 19:36

Máni kemur að landi í haustblíðunni

Það var sannkölluð haustblíða við Skjálfanda í dag og þegar ég var á ferðinni við Húsavíkurhöfn síðdegis kom Máni ÞH 98 að landi. Skipstjóri og útgerðarmaður Mána er Þórður Birgisson og rær hann með línu. Aflinn í dag var eitt tonn sem fékkst á 12 bala. 

Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 995
Gestir í gær: 134
Samtals flettingar: 9257745
Samtals gestir: 1995364
Tölur uppfærðar: 26.8.2019 10:02:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is