Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Ágúst

30.08.2011 17:28

Fjóla

Sá á síðu eins félaga míns  að Steinunn Finnboga er að fá nýtt nafn og einkennisstafi. Fjóla KE 325 ku það vera eftir myndinni að dæma sem tekin var í dag við slippinn í Njarðvík. Hér heitir báturinn Þórsnes SH 108 og er að koma inn til Húsavíkur vorið 2003.245. Þórsnes SH 108 ex Helga Guðmundsdóttir SH 108. © HH 2003

29.08.2011 21:01

Héðinn ÞH 57

Hér er mynd úr safni Þorgríms Aðalgeirssonar sem sýnir Héðinn ÞH 57 koma nýsmíðaðann til heimahafnar á Húsavík. Þá talið eitt fullkomnasta fiskiskipið í heiminu. Smíðaður í Noregi 1966 fyrir Hreifa h/f.Héðinn ÞH 57. © Úr safni Þ.A27.08.2011 19:50

Anita

Eiríkur frændi minn Guðmundsson sendi mér þessa mynd af Anitu KE koma til hafnar í Grindavík á dögunum.399. Anita KE 399 ex Aggi Afi. © Eiríkur Guðmundsson 2011.

26.08.2011 22:24

Komið og farið

Hér er mynd sem ég tók í dag og sýnir hún hvalaskoðunarbátinn Sylvíu og rækjubátinn Valbjörn. Já og Amma Sigga er þarna lengst í burtu. Sylvía er að leggja í'ann á hvalaslóðir en eins og segir í færslu síðan í dag kom Valbjörn inn til löndunar.

 1468. Sylvía-1686. Valbjörn ÍS 307. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

26.08.2011 21:47

Álarinn

Hér er það Álarinn ÞH sem er á siglingu á Skjálfanda í kvöld. Að sögn útgerðarmannsins Hilmars Arnar Kárasonar er Álarinn fjölveiðibátur en hefur þó aðallega stundað línu- og netaveiðar. Reyndar er Álarinn ekki að koma úr róðri þegar myndin var tekin heldur tók kafteinnin mynda rúnt fyrir mig.Álarinn ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2011.Hilmar Örn Kárason skipstjóri á Álaranum ÞH. © Hafþór 2011.

26.08.2011 16:43

Valbjörn

Valbjörn kom inn til Húsavíkur í dag þar sem landað var úr honum. Það gerði reyndar Ísborgin líka. Rækjunni keyrt vestur til Ísafjarðar til vinnslu. Eða heim eins og Svavar Cesar myndi segja.1686. Valbjörn ÍS 307 ex Gunnbjörn ÍS 302 © Hafþór Hreiðarsson 2011

25.08.2011 20:30

Ólafur frá Hvallátrum

Einn af þeim bátum sem sóttu Sail Húsavík heim var Ólafur frá Hvallátrum. Rikki segir á sinni síðu að Ólafur sé smíðaður 1948 af Aðalsteini Aðalsteinssyni í Hvallátrum fyrir Jón Daníelsson bónda í Hvallátrum á Breiðafirði og að  hann hafi verið notaður við selveiðar, æðardúntekju og önnur verkefni tilheyrandi eyjabúskap í 52 ár. Ólafur var smíðaður upp af Aðalsteini og Hafliða Aðalsteinssyni veturinn 2001-2002.Ólafur. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

23.08.2011 20:39

Liberty of the Seas

Í Mogganum í dag segir, samkvæmt borgaryfirvöldum í Barcelona, að höfnin sé orðin sú stærsta í Evrópu hvað skemmtiferðaskipin varðar. Og í fjórða sæti í heiminum en þær þjár stærstu eru í Flórída. Þessa mynd af Liberty of the Seas tók ég á dögunum í Barcelóna en skipið er 339 metrar á lengd og 38 metrar á breidd. skráð á Bahamas.Liberty of the Seas. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

23.08.2011 20:30

Svalan

Swallow eða Svalan eins og það er á íslensku var eitthvað að manúera í höfninni í Barcelona á dögunum . Ég var þar á ferðinni og skaut þessari á Svöluna sem er 90 metra löng og 13 metra breið. siglir undir fána Spánar.Swallow. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

21.08.2011 11:18

1149

1149 í Reykjavíkurhöfn.1149. © Hafþór Hreiðarsson 2011

19.08.2011 09:43

Halldór Sigurðsson

Halldór Sigurðsson ÍS hefur verið á skötuselsnetum og tók Alfons þessa mynd af bátnum koma til hafnar í Bolungavík. Smíðaður á Ísafirði 1974 og hét upphaflega Margrét Þorvaldsdóttir ST.1403. Halldór Sigurðsson ÍS 14 ex Valur ÍS. © AF 2011

19.08.2011 09:39

Stafnes

Stafnes KE er á skötuselsnetum og tók Alfons þessa mynd af bátnum koma inn til Ólafsvíkur þaðan sem bátur hefur verið að róa. Smíðaður í Trondheim 1964 og hét upphaflega Bára SU.964. Stafnes KE 130 ex Narfi VE 108. © AF 2011

19.08.2011 09:33

Markús

Alfons sendi þessa mynd af dragnótabátnum Markúsi ÍS 777 frá Flateyri og fylgdi sú frétt með að hann hafi verið að fiska ágætlega að undanförnu. Smíðaður 1960 í Travemunde og hét upphaflega Jón Guðmundsson KE 4.
 616. Markús ÍS 777 ex Stefán Rögnvaldsson HU. ©  AF 2011

15.08.2011 18:32

Vel mannað á þessum

Það var vel mannað á þessum sem kom inn til Mataró í dag.© Hafþór Hreiðarsson 2011.
Flettingar í dag: 485
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394410
Samtals gestir: 2007267
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 13:24:28
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is