Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 Júlí

20.07.2011 01:58

Kútter Jóhanna

Hér er kútter Jóhanna á siglingu á Skjálfanda í fyrradag. Um hana segir á heimasíðu SAil Húsavík:

Johanna is built in Rye, Sussex in the South of England in 1884 at the famous shipyard owned by James Collins Hoad, a shipyard well known for its beautiful ships. The first owner of Johanna, named Oxfordshire while belonging to England, was John William Haylock from Dulwich in Surrey. In October 1894, Georg Edv. James Moody, a great shipowner in Grimsby, bought Oxfordshire, but sold the ship again in December the same year to Jákup Dahl, a general merchant in Vágur. This was the first smack, which Jákup Dahl owned by himself.

Jóhanna TG 326. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

19.07.2011 19:55

Dagmar Aaen

Verndari Sail Húsavík Arved Fuchs siglir þessu fleyi, Dagmar Aaen, sem smíðað var í Esbjerg árið 1934, sem fiskikútter og notaður sem slíkur til ársins 1977.Dagmar Aaen. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

19.07.2011 13:46

Trausti

Góð vísa er aldrei of oft kveðin segir einhversstaðar.396. Trausti EA 98 ex Sigurður Pálsson ÓF 66. © Hafþór 2011.

19.07.2011 13:29

Garðar

Þennan þekkja allir sem hér koma. Tók myndina í gær þegar siglt var til móts við Activ.260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH. © Hafþór Hreiðarsson 2011.


19.07.2011 13:14

Dragin

Færeyska skólskipið Dragin frá Klakksvík er meðal gesta á Sail Húsavík og tók ég þessa mynd af því í dag. Dragin, sem er af tegund sem nefnist 'ketch' á ensku, er smíðaður í Kaupmannahöfn árið 1945.

Helstu upplýsingar um Dragin á heimasíðu Sail Húsavík eru :

Skúlaskipið "Dragin" hevur seglføring sum galeasa, tvs. jagari, klyvari, fokka, stórsegl, mesanur, og tvey toppsegl. Samlaða seglvíddin er uml. 190 fermetrar.
Heimstaður: Klaksvík
Skipaslag: Seglskip/galease, umb. til skúlaskip
Smíðiár: 1945
Smíðistaður: Københavns Kutterværft, København
Tilfar: Eik
Maskina: Volvo Penta
Framleiðsluár: 1985
Maskinorka: 155 KW / 210 HK
EL: 230V AC & 24V DC
Longd: 18,40
Breidd: 4,74
Dýbd: 2,70
BT: 32,85
NT: 9,14Dragin KG 212. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

18.07.2011 20:13

Activ er komin á Sail Húsavík

Hið glæsilega þriggja mastra seglskip, Activ, kom til hafnar á Húsavík síðdegis í dag eftir siglingu frá Danmörku. Activ, sem er með heimahöfn í London, fyllir nú flota segl- og vélskipa frá Noregi, Færeyjum, Danmörku, Þýskalandi, og Íslandi sem sækja norrænu strandmenningarhátíðina Sail Húsavík heim.

Siglt var til móts við Activ á þeim flota sem kominn var og því fylgt til hafnar. Activ er húsvíkingum ekki ókunnugt því það lá í höfn hér árið 2008 áður en lagt var upp í rannsóknarferð til Grænlands það árið.


Ég fór með Húna II og var það hin besta skemmtun og ekki skemmdi fyrir að Þorvaldur, sá sem bjargaði Húna II frá eyðileggingu ásamt konu sinni, lék á nikkuna fyrir þá sem um borð voru.

18.07.2011 15:39

Hákarlar á Húsavík

Hákarlaskurður fór fram á bryggjunni í morgun en í gær fengu félagarnir Helgi Héðinsson og Óðinn Sigurðsson sjö hákarla á línuna. Hér er myndband í lengri kantinum en ég læt það samt vaða.

HÉR má lesa frétt og skoða myndir af hákarlaskurðinum.

17.07.2011 16:37

Helgistund um borð í Húna II

Það var sjómannahelgistund um borð í Húna II í morgun. Fleiri myndir er hægt að sjá hérHelgistund um borð í Húna II. © Hafþór 2011.

16.07.2011 16:03

Sjómannalögin óma á Húsavík

Það voru ljúfir harmónikkutónar og söngur sem ómuðu í dag um borð í sumum þeim bátum sem liggja í höfn á Húsavík nú þegar strandmenningarhátíðin Sail Húsavík er að ganga í garð. Um borð í Húna II var líf og fjör þar sem þeir Steini Pjé og Gunnar Árnason sungu sjómannalög við undirspil Kristjáns frá Gilhaga. Og Steini Pjé sagði þetta bara vera upphitun fyrir kvöldið.
Frændur okkar á kútter Jóhönnu  frá Færeyjum létu sitt ekki eftir liggja og þar um borð voru líka sungin sjómannalög við dillandi harmónikkutóna.


16.07.2011 00:24

Sail Húsavík-Ljósmyndasýning

Þær eru nokkrar ljósmyndasýningarnar á Sail Húsavík og meðal sýnenda eru Rax, Ragnar Th. og við heimamennirnir Pétur ljósmyndari og ég. Okkar sýning er, líkt og hjá RAX, úti við og í kvöld var ég ásamt hjálparhellum að setja hana upp. Hún er vegg fiskiðjuvers Vísi við höfnina og eru myndirnar tengdar sjónum á einn eða annan hátt. Þær eru reyndar aðeins tólf talsins, sex á mann en þær eru 1,5x á lengd og 1 metri á hæð. Þessa mynd tók systir mín í kvöld þegar við voru að bardúsa við þetta. Á meðan sigldi Húni II inn til hafnar eftir glæsta Færeyjarferð og missti ég af því. Ekki hægt að vera allstaðar.Verið að setja upp myndir á Sail Húsavík. © Olga Hrund 2011.

15.07.2011 19:47

Sail Húsavík-Haugefisk kominn


Á heimasíður Sail Húsavík segir að Haugefisk hafi verið smíðaður árið 1978 á skipasmíðastöðinni H & E Nordtvedt á Fusa í Hörðalandi. Skipið var notað til línuveiða á tímabilinu 1978-2005 og er eitt af fyrstu skipunum sem var smíðað fyrir þessa nýju tækni. Árið 2005 var skipið undanþegið úreldingu. Í skipinu er 660 hestafla sexstrokka Alpha díselvél. Engar breytingar hafa verið gerðar á skipinu. Nýrri tækjabúnaður hefur verið fjarlægður og það á að gera það upp svo það verði eins og það var um 1990. Eigandi í dag er Strandsafnið í Sogni og Fjörðunum (Kystmuseet i Sogn og Fjordane) sem mun nota skipið sem safn, til menningarmiðlunar og kennslu. Haugefisk á að vera fljótandi menningararfur og er fulltrúi fyrir nútíma fiskveiðisögu Noregs.

14.07.2011 20:34

Styttist í Sail Húsavík-Trausti kominn

Það styttist í að strandmenningarhátíðin Sail Húsavík gangi í garð og í dag kom fyrsti báturinn, sem boðað hefur komu sína vegna hennar, til Húsavíkur. Þetta var Trausti EA 98 sem Gunnlaugur Þ. Traustason skipasmiður og Lúðvík sonur hans eiga og komu þeir siglandi frá Akureyri. Trausti EA var smíðaður 1954 og hét áður Sigurður Pálsson ÓF 66 en þeir feðgar keyptu hann fyrir nokkrum misserum og nota þennan fallega bát sér til skemmtunar.

06.07.2011 19:04

Framnes

Þessa þrælskemmtilegu mynd af norska skipinu Framnes tók ég nú rétt áðan. Það liggur við bryggju hér á Húsavík þar sem verið er skipa brettaefni á land.Framnes. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

05.07.2011 20:40

Bjarnarbræður

Bjarnarbræðurnir úr Bolungarvík lönduðu hér á Húsavík í gær og var rækjunni ekið vestur í Kampa. Ekki man ég upp á hár hver aflinn var en sá litli var með minna en sá stóri.1327.Gunnbjörn ÍS 302-1686.Valbjörn ÍS 307. © Hafþór 2011.

03.07.2011 23:47

Kristbjörg

Hér er ein til af Kristbjörginni. Hér er hún að koma til hafnar vegna brælu.1009. Kristbjörg ÞH 44. © Hafþór Hreiðarsson.

Flettingar í dag: 451
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396787
Samtals gestir: 2007661
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:06:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is